Útlendinga í sjávarútveginn? Björgvin Guðmundsson skrifar 29. júlí 2005 00:01 Sjávarútvegur - Björgvin Guðmundsson Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem frystingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignarhald á fiskiskipum og frystihúsum á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjárfestingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fiskveiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fiskveiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsluna.Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e.fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki samþykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi.Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Íslendinga erlendis.Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrunum sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæmastur í þessu sambandi er útgerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í íslenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frumvinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Framleiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfestum sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úrvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Skoðun Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur - Björgvin Guðmundsson Ég tel að ekki komi til greina að hleypa erlendum fjárfestum inn í íslenskar fiskveiðar. Ef við gerðum það væru útlendingar komnir inn í okkar fiskveiðilögsögu. Barátta okkar fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar hefði þá verið til lítils. Hins vegar má ræða það hvort opna eigi fyrir erlenda fjárfestingu í frumvinnslu fisks svo sem frystingu. Fara verður þó varlega í því efni, þar eð víða er eignarhald á fiskiskipum og frystihúsum á einni hendi. Hugsanlegt væri að leyfa takmarkaða fjárfestingu í fyrstihúsum, t.d. í einu til tveimur frystihúsum til að byrja með, til þess að sjá hvort ný þekking kæmi inn í landið. Fram til þessa hafa útlendingar fyrst og fremst sýnt áhuga á því að komast inn í íslenskar fiskveiðar. Þeir vita um hin góðu fiskimið hér við land og þeir vilja komast inn í íslenska fiskveiðilögsögu með því að eignast íslenskt fiskiskip. Útlendingar hafa hins vegar sýnt lítinn áhuga á því að komast inn í fiskvinnsluna.Það hefur heldur ekki verið kynnt nægilega fyrir erlendum fjárfestum að þeir mættu kaupa í úrvinnslufyrirtækjum hér á landi eða stofna slík fyrirtæki. Ein aðalástæðan fyrir því að Íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið er sú að þá fengi Evrópusambandið yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, þ.e.fiskveiðikvótum hér við land. Þeim yrði úthlutað í Brussel. Það vilja Íslendingar ekki samþykkja. Þess vegna ganga þeir ekki í Evrópusambandið. Mikil umræða hefur átt sér stað að undanförnu um fjárfestingar útlendinga á Íslandi.Bent hefur verið á, að erlend fjárfesting á Íslandi hefur ekki aukist í takt við aukningu fjárfestingar Íslendinga erlendis.Verslunarráð Íslands telur að greiða þurfi fyrir fjárfestingu útlendinga á Íslandi og ryðja úr vegi hindrunum sem eru í vegi fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Þar er hreyft mjög viðkvæmu deiluefni en fram til þessa hefur Alþingi ekki viljað opna hömlulaust fyrir erlenda fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Sá þáttur íslensks sjávarútvegs sem er viðkvæmastur í þessu sambandi er útgerðin, fiskveiðarnar. Það hefur verið einhugur meðal íslenskra stjórnmálamanna um að leyfa ekki erlenda fjárfestingu í íslenskum fiskveiðum þannig að útlendingar gætu náð yfirráðum í þeirri grein. En þegar kemur að fiskvinnslunni eru skoðanir hins vegar skiptar. Í dag er það svo, að erlend fjárfesting er óheimil í íslenskum fiskveiðum og frumvinnslu fisks, svo sem frystingu, söltun og þurrkun. Hins vegar er úrvinnsla fisks leyfileg svo og reyking og niðursuða. Framleiðsla úr frystum og söltuðum fiski er því leyfileg, t.d. hvers konar pökkun og framleiðsla til þess að gera fiskinn hæfari til neyslu og matreiðslu. Ég hygg hins vegar að erlendum fjárfestum sé almennt ekki kunnugt um það að frjálst sé að fjárfesta í úrvinnslunni.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun