Gengur aldrei í bleiku 11. ágúst 2005 00:01 "Ég veit ekki alveg hvort ég á að velja -- eyrnalokkana mína eða úlpuna," segir Erna og ákveður að gera ekki upp á milli uppáhaldshlutanna sinna og segja frá þeim báðum. "Ég fór inn í Spútnik fyrir algjöra slysni með vinkonum mínum fyrir ári síðan þegar ég var nýflutt í bæinn. Þar sá ég gamaldags skíðaúlpu og hún smellpassaði, þannig að ég keypti hana. Ég fór ekki úr henni allan síðasta vetur og það sama gæti orðið uppi á teningnum núna í vetur. Það er svona þegar maður finnur eitthvað sem passar, þá er erfitt að skipta því út," segir Erna en uppáhaldseyrnalokkarnir eru ívið persónulegri en úlpan. "Vinkona mín var í handverksskóla í Danmörku og bjó þá til handa mér. Þeir eru rosalega fínir og úr gleri og ég er oft með þá þegar ég er að spila. Reyndar er festingin á öðrum þeirra biluð núna þannig að ég verð að láta laga þá fyrir mig. Eyrnalokkarnir eru mjög persónulegir því þeir voru búnir til sérstaklega handa mér og það á enginn alveg eins par." Fatasmekkur Ernu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Þegar ég var yngri þá var ég alltaf í Spútnik og "second hand" búðum. Ég var alltaf í hippalegum fötum og skræpóttum en nú hefur það algjörlega snúist við. Ég geng í mjög venjulegum fötum og þau mega helst ekki vera mynstruð. Mér finnst mjög gaman að vera í litum en ég er aldrei í bleiku. Ég er með ofnæmi fyrir þeim lit og rosa fóbíu síðan ég var alltaf klædd í bleikt þegar ég var lítil." Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
"Ég veit ekki alveg hvort ég á að velja -- eyrnalokkana mína eða úlpuna," segir Erna og ákveður að gera ekki upp á milli uppáhaldshlutanna sinna og segja frá þeim báðum. "Ég fór inn í Spútnik fyrir algjöra slysni með vinkonum mínum fyrir ári síðan þegar ég var nýflutt í bæinn. Þar sá ég gamaldags skíðaúlpu og hún smellpassaði, þannig að ég keypti hana. Ég fór ekki úr henni allan síðasta vetur og það sama gæti orðið uppi á teningnum núna í vetur. Það er svona þegar maður finnur eitthvað sem passar, þá er erfitt að skipta því út," segir Erna en uppáhaldseyrnalokkarnir eru ívið persónulegri en úlpan. "Vinkona mín var í handverksskóla í Danmörku og bjó þá til handa mér. Þeir eru rosalega fínir og úr gleri og ég er oft með þá þegar ég er að spila. Reyndar er festingin á öðrum þeirra biluð núna þannig að ég verð að láta laga þá fyrir mig. Eyrnalokkarnir eru mjög persónulegir því þeir voru búnir til sérstaklega handa mér og það á enginn alveg eins par." Fatasmekkur Ernu hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. "Þegar ég var yngri þá var ég alltaf í Spútnik og "second hand" búðum. Ég var alltaf í hippalegum fötum og skræpóttum en nú hefur það algjörlega snúist við. Ég geng í mjög venjulegum fötum og þau mega helst ekki vera mynstruð. Mér finnst mjög gaman að vera í litum en ég er aldrei í bleiku. Ég er með ofnæmi fyrir þeim lit og rosa fóbíu síðan ég var alltaf klædd í bleikt þegar ég var lítil."
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira