Tekið á móti útgerðum með hörku 12. ágúst 2005 00:01 Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur hótað ríkinu málsókn vegna byggðakvóta og línuívilnunar. LÍU segir útgerðarmenn eiga veiðiheimildirnar sem ríkið taki til ráðstöfunar. Það jafngildi eignatöku og slíkt hljóti að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir það ekki rétt. Hann segir að í huga stjórnvalda sé enginn vafi á því að um löglega úthlutun sé að ræða. Ef einhver vafi væri á því stæðu þau ekki fyrir þeim. „Verði þeim að góðu, LÍÚ ætti bara að að láta verða af hótunum sínum, það er enginn vafi á því hvernig þau málaferli myndu fara,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Hann segir veiðiheimildum úthlutað til eins árs í senn og það myndi ekki eignarrétt. Þá segir Kristinn Alþingi geta breytt lögunum hvenær sem er, á hvern þann hátt sem menn koma sér saman um. Alþingi geti breytt úthlutunarkerfnu sérstaklega eða jafnvel afnumið það með öllu og bætir við að honum finnist útgerðarmenn með eindæmum hrokafullir. Árni Mathiesen segir úthlutanir sem þessar alltaf umdeilanlegar og hafi menn efasemdir um lagalegan grundvöll þeirra sé þeim auðvitað frjálst að bera þær undir dómstóla. Stjórnvöld muni ekki taka því illa. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður segir yfirlýsingar útgerðarmanna nýjasta dæmi þeirra um ásælni gagnvart sameiginlegri eign þjóðarinnar. Þeir ætli sér greinilega að skapa nýtt stríð kringum kvótann. „Þeir um það,“ segir Össur og bætir við að það verði tekið á móti af fullri hörku. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur hótað ríkinu málsókn vegna byggðakvóta og línuívilnunar. LÍU segir útgerðarmenn eiga veiðiheimildirnar sem ríkið taki til ráðstöfunar. Það jafngildi eignatöku og slíkt hljóti að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir það ekki rétt. Hann segir að í huga stjórnvalda sé enginn vafi á því að um löglega úthlutun sé að ræða. Ef einhver vafi væri á því stæðu þau ekki fyrir þeim. „Verði þeim að góðu, LÍÚ ætti bara að að láta verða af hótunum sínum, það er enginn vafi á því hvernig þau málaferli myndu fara,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Hann segir veiðiheimildum úthlutað til eins árs í senn og það myndi ekki eignarrétt. Þá segir Kristinn Alþingi geta breytt lögunum hvenær sem er, á hvern þann hátt sem menn koma sér saman um. Alþingi geti breytt úthlutunarkerfnu sérstaklega eða jafnvel afnumið það með öllu og bætir við að honum finnist útgerðarmenn með eindæmum hrokafullir. Árni Mathiesen segir úthlutanir sem þessar alltaf umdeilanlegar og hafi menn efasemdir um lagalegan grundvöll þeirra sé þeim auðvitað frjálst að bera þær undir dómstóla. Stjórnvöld muni ekki taka því illa. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður segir yfirlýsingar útgerðarmanna nýjasta dæmi þeirra um ásælni gagnvart sameiginlegri eign þjóðarinnar. Þeir ætli sér greinilega að skapa nýtt stríð kringum kvótann. „Þeir um það,“ segir Össur og bætir við að það verði tekið á móti af fullri hörku.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira