Ekkert hlustað á sakborninga 12. ágúst 2005 00:01 Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Brotin sem tengjast viðskiptum við Jón Gerald Sullenberger og félagið Nordica teljast fjárdráttur í ákærunum en alvarleg brot af slíkum toga ásamt alvarlegum umboðssvikum geta varðað allt að sex ára fangelsi. Jóni Ásgeir, Jóhannesi og Tryggva er einnig gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Stærstu kærurnar um slík umboðssvik lúta að viðskiptum milli annars vegar Baugs og Gaums með Vöruveltuna - sem átti 10 -11 búðirnar - og hinsvegar með hlutabréf í bresku verslunarkeðjunni Arcadia. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir öll viðskipti milli eignarhaldsfélags fjölskyldunnar, Gaums, og Baugs hafa verið þannig að Baugur hafi alltaf hagnast. "Við erum ekki að tala um hundruð milljóna, við erum að tala um milljarða. Enda hefur hvorki stjórn Baugs, endurskoðendur né hluthafar kvartað eða gert athugasemdir við viðskiptin." Fjömargir ákæruliðir tengjast viðskiptum, viðskiptareikningum og lánum milli Baugs og Jóns Ásgeirs auk persónulegra útgjalda hans og Tryggva Jónssonar. Jón Ásgeir segist saklaus og staðan á viðskiptareikningum hans gagnvart félaginu ævinlega verið Baugi í hag. Engu hafi verið stolið og enginn orðið fyrir tjóni af hans völdum. Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes Jónsson telja Ríkislögreglustjóra hafa farið offari í rannsókn málsins og ekki tekið neitt tillit til skýringa sakborninga í málinu. Skoðanir Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi skapað andrúm sem hafi ráðið miklu um hvernig að rannsókn var staðið. Fréttablaðið birtir í dag ákærurnar í Baugsmálinu ásamt athugasemdum sakborninga. Jafnframt eru í blaðinu ítarleg viðtöl við Jón Ásgeir og Jóhannes þar sem þeir greina frá sjónarmiðum sínum í Baugsmálinu. Ákærur í Baugsmáli Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Sakborningum í Baugsmálinu, einkum Jóni Ásgeir Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni og Tryggva Jónssyni, er gefið að sök fjárdráttur og umboðssvik auk þess sem þeir eru taldir brotlegir við lög um hlutafélög, bókhald, tolla og skatta. Brotin sem tengjast viðskiptum við Jón Gerald Sullenberger og félagið Nordica teljast fjárdráttur í ákærunum en alvarleg brot af slíkum toga ásamt alvarlegum umboðssvikum geta varðað allt að sex ára fangelsi. Jóni Ásgeir, Jóhannesi og Tryggva er einnig gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Stærstu kærurnar um slík umboðssvik lúta að viðskiptum milli annars vegar Baugs og Gaums með Vöruveltuna - sem átti 10 -11 búðirnar - og hinsvegar með hlutabréf í bresku verslunarkeðjunni Arcadia. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir öll viðskipti milli eignarhaldsfélags fjölskyldunnar, Gaums, og Baugs hafa verið þannig að Baugur hafi alltaf hagnast. "Við erum ekki að tala um hundruð milljóna, við erum að tala um milljarða. Enda hefur hvorki stjórn Baugs, endurskoðendur né hluthafar kvartað eða gert athugasemdir við viðskiptin." Fjömargir ákæruliðir tengjast viðskiptum, viðskiptareikningum og lánum milli Baugs og Jóns Ásgeirs auk persónulegra útgjalda hans og Tryggva Jónssonar. Jón Ásgeir segist saklaus og staðan á viðskiptareikningum hans gagnvart félaginu ævinlega verið Baugi í hag. Engu hafi verið stolið og enginn orðið fyrir tjóni af hans völdum. Jón Ásgeir og faðir hans Jóhannes Jónsson telja Ríkislögreglustjóra hafa farið offari í rannsókn málsins og ekki tekið neitt tillit til skýringa sakborninga í málinu. Skoðanir Davíðs Oddssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, á forsvarsmönnum fyrirtækisins hafi skapað andrúm sem hafi ráðið miklu um hvernig að rannsókn var staðið. Fréttablaðið birtir í dag ákærurnar í Baugsmálinu ásamt athugasemdum sakborninga. Jafnframt eru í blaðinu ítarleg viðtöl við Jón Ásgeir og Jóhannes þar sem þeir greina frá sjónarmiðum sínum í Baugsmálinu. Ákærur í Baugsmáli
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira