Tvítug varnarliðskona myrt 15. ágúst 2005 00:01 Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli um miðnætti á sunnudagskvöld. Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn, grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Maðurinn var enn þá í haldi lögreglu varnarliðsins í gær en ekki fékkst uppgefið hvort hann hefði játað á sig glæpinn hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þá var íslensk kona tekin til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en hún er talin hafa verið gestkomandi í húsnæðinu þegar atburðurinn átti sér stað. Henni var sleppt síðdegis í gær og má því telja að hún tengist málinu ekki beint. Ekki fékkst staðfest hvort konan varð sjálf vitni að atburðinum. Heimildir Víkurfrétta segja konuna hafa verið stungna margsinnis áður en hún lést. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn hafi áður átt í deilum við hina látnu fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann hafði, í félagi við annan varnarliðsmann, stolið umtalsverðum fjárhæðum af greiðslukorti hennar. Málið komst upp og var vitorðsmanninum vikið úr hernum en enn átti eftir að rétta í máli hins grunaða. Ekki fæst uppgefið hver fann hina látnu en enn var lífsmark með henni þegar hún fannst að sögn Jóhanns Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Konan var í kjölfarið flutt á hersjúkrahús á vellinum þar sem hún var úrskurðuð látin. Konan fannst í húsnæði einhleypra varnarliðsmanna og er atburðurinn talinn hafa átt sér stað þar að sögn Jóhanns. Hún hlaut áverka á hnakka en ekki hefur fengist staðfest hvers kyns áverkarnir voru né heldur hvort morðvopn hafi fundist. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið í samvinnu við rannsóknardeild sjóhersins. Þá var í seint gærkvöldi von á bandarískum rannsóknarmönnum á vegum hersins til landsins. Mennirnir koma frá Bretlandi og verða lögregluembættunum til aðstoðar við rannsókn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli um miðnætti á sunnudagskvöld. Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn, grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Maðurinn var enn þá í haldi lögreglu varnarliðsins í gær en ekki fékkst uppgefið hvort hann hefði játað á sig glæpinn hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þá var íslensk kona tekin til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en hún er talin hafa verið gestkomandi í húsnæðinu þegar atburðurinn átti sér stað. Henni var sleppt síðdegis í gær og má því telja að hún tengist málinu ekki beint. Ekki fékkst staðfest hvort konan varð sjálf vitni að atburðinum. Heimildir Víkurfrétta segja konuna hafa verið stungna margsinnis áður en hún lést. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn hafi áður átt í deilum við hina látnu fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann hafði, í félagi við annan varnarliðsmann, stolið umtalsverðum fjárhæðum af greiðslukorti hennar. Málið komst upp og var vitorðsmanninum vikið úr hernum en enn átti eftir að rétta í máli hins grunaða. Ekki fæst uppgefið hver fann hina látnu en enn var lífsmark með henni þegar hún fannst að sögn Jóhanns Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Konan var í kjölfarið flutt á hersjúkrahús á vellinum þar sem hún var úrskurðuð látin. Konan fannst í húsnæði einhleypra varnarliðsmanna og er atburðurinn talinn hafa átt sér stað þar að sögn Jóhanns. Hún hlaut áverka á hnakka en ekki hefur fengist staðfest hvers kyns áverkarnir voru né heldur hvort morðvopn hafi fundist. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið í samvinnu við rannsóknardeild sjóhersins. Þá var í seint gærkvöldi von á bandarískum rannsóknarmönnum á vegum hersins til landsins. Mennirnir koma frá Bretlandi og verða lögregluembættunum til aðstoðar við rannsókn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira