Verður rekið í réttarsal 17. ágúst 2005 00:01 Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. Ætla má að fjöldi þeirra ásakana sem bornar hafa verið á embætti ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins fari að nálgast fjölda þeirra ákæra sem sakborningar í málinu sæta. Feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa sagt embættið handbendi stjórnvalda og tínt til ýmis rök. Meðal annars þau að uppistaða ákæranna fjörtuíu sé sparðatíningur, eða drullukaka, eins og Jón Ásgeir sagði orðrétt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Af framsetningu málsins að dæma sé búið að móta niðurstöður málsins og yfirheyrslur yfir sakborningum aðeins til málamynda. Og að grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds sé löngu brostinn og það skýri óeðlilegan drátt rannsóknarinnar. Þá hefur embættið verið sakað um að framkvæma húsleit á fölskum forsendum og reyndar hafa þær raddir heyrst að það sé óeðlilegt að sami aðili framkvæmi húsleit, rannsaki mál og gefi út ákærur. Svo hafa menn velt fyrir sér því fordæmi sem Baugsmálið gefur, hvort ábendingar eins manns geti leitt til húsleitar hjá íslenskum stórfyrirtækjum, fyrirtækjum í eigu Björgólfsfeðga eða bræðranna í Bakkavör svo einhver sé nefnd. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Jón H.B. Snorrason hefur ekki viljað svara þeim ásökunum sem á embættið eru bornar og engin breyting var þar á vð þingfestingu málsins í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann umræðuna í raun hafa verið óskiljanlega en tók fram að ef hann ætti að taka mark á því sem alla jafna sé sagt um embættættisfærslur sínar, myndi hann einfaldlega ekki fara á fætur á morgnana. Baugsmálið verði rekið í réttarsal. Hann sagði jafnframt að ásakanirnar væru alvarlegar og að hann hefði aldrei skilið þetta tal. Jón Ásgeir hefur ennfremur haldið því fram að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi sem var knúinn áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvötum. Sá var viðstaddur þinfestingu málsins í dag, sem áhorfandi. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttamann að hann væri mættur til að fylgja málinu eftir til enda, og til að horfast í augu við feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes, sem hann og gerði, sem áhorfandi, í réttarsal Héraðdsóms Reykjavíkur í dag. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. Ætla má að fjöldi þeirra ásakana sem bornar hafa verið á embætti ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins fari að nálgast fjölda þeirra ákæra sem sakborningar í málinu sæta. Feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa sagt embættið handbendi stjórnvalda og tínt til ýmis rök. Meðal annars þau að uppistaða ákæranna fjörtuíu sé sparðatíningur, eða drullukaka, eins og Jón Ásgeir sagði orðrétt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Af framsetningu málsins að dæma sé búið að móta niðurstöður málsins og yfirheyrslur yfir sakborningum aðeins til málamynda. Og að grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds sé löngu brostinn og það skýri óeðlilegan drátt rannsóknarinnar. Þá hefur embættið verið sakað um að framkvæma húsleit á fölskum forsendum og reyndar hafa þær raddir heyrst að það sé óeðlilegt að sami aðili framkvæmi húsleit, rannsaki mál og gefi út ákærur. Svo hafa menn velt fyrir sér því fordæmi sem Baugsmálið gefur, hvort ábendingar eins manns geti leitt til húsleitar hjá íslenskum stórfyrirtækjum, fyrirtækjum í eigu Björgólfsfeðga eða bræðranna í Bakkavör svo einhver sé nefnd. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Jón H.B. Snorrason hefur ekki viljað svara þeim ásökunum sem á embættið eru bornar og engin breyting var þar á vð þingfestingu málsins í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann umræðuna í raun hafa verið óskiljanlega en tók fram að ef hann ætti að taka mark á því sem alla jafna sé sagt um embættættisfærslur sínar, myndi hann einfaldlega ekki fara á fætur á morgnana. Baugsmálið verði rekið í réttarsal. Hann sagði jafnframt að ásakanirnar væru alvarlegar og að hann hefði aldrei skilið þetta tal. Jón Ásgeir hefur ennfremur haldið því fram að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi sem var knúinn áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvötum. Sá var viðstaddur þinfestingu málsins í dag, sem áhorfandi. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttamann að hann væri mættur til að fylgja málinu eftir til enda, og til að horfast í augu við feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes, sem hann og gerði, sem áhorfandi, í réttarsal Héraðdsóms Reykjavíkur í dag.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira