Óskoðaður og ótryggður 23. ágúst 2005 00:01 Eigandi vörubílsins sem skall saman við strætisvagn í Reykjavík á föstudag hafði ekki mætt með bifreiðina í skoðun né höfðu lögbundnar tryggingar verið greiddar af honum. Í slysinu slasaðist strætisvagnabílstjóri alvarlega og missti báða fótleggi neðan við hné. Helgi Aðalsteinsson, eigandi og ökumaður vörubílsins, segir að hann hafi átt að mæta með bílinn til skoðunar í maí en hafi haft frest fram til 1. ágúst og því hafi bíllinn verið komin fram yfir skoðunartíma. Þá hafi hann ekki greitt lögbundnar ökutækjatryggingar af bílnum en hafi kippt því í lag strax í kjölfar slyssins. Hann hitti strætisvagnabílstjórann þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi á sunnudaginn. "Hann tók mér ljómandi vel. Hann er kunningi minn og það er skylda mín að tala við hann. Auðvitað var þetta óþægilegt en mér fannst þetta nauðsynlegt og ég ætla að hitta hann aftur og vonandi sem fyrst," segir Helgi. Helgi segist ekki hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. "Ég var búinn að keyra á grænu ljósi yfir öll gatnamótin á undan og það er þannig að um er að ræða samstillt ljós þannig það getur ekki hafa verið rautt ljós en vissulega ók ég hraðar en leyfilegt er. Það var hins vegar svo að strætisvagninn var á mikilli ferð og það er því ekki rétt sem kemur fram í Morgunblaðinu að strætisvagninn hafi verið nýlagður af stað á grænu ljósi," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Frumherja eru bílar ólöglegir hafi þeir farið fram yfir skoðunartíma. Hjá tryggingafélögunum fengust þær upplýsingar að þeim sem ekki greiða tryggingar af ökutækjum er sent lögreglubréf í viðkomandi umdæmi. Eftir fjórar vikur fellur lögboðin trygging svo niður. Meginreglan er sú að tjónþolar fá tjón sem þeir verða fyrir bætt óháð öðrum forsendum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Eigandi vörubílsins sem skall saman við strætisvagn í Reykjavík á föstudag hafði ekki mætt með bifreiðina í skoðun né höfðu lögbundnar tryggingar verið greiddar af honum. Í slysinu slasaðist strætisvagnabílstjóri alvarlega og missti báða fótleggi neðan við hné. Helgi Aðalsteinsson, eigandi og ökumaður vörubílsins, segir að hann hafi átt að mæta með bílinn til skoðunar í maí en hafi haft frest fram til 1. ágúst og því hafi bíllinn verið komin fram yfir skoðunartíma. Þá hafi hann ekki greitt lögbundnar ökutækjatryggingar af bílnum en hafi kippt því í lag strax í kjölfar slyssins. Hann hitti strætisvagnabílstjórann þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi á sunnudaginn. "Hann tók mér ljómandi vel. Hann er kunningi minn og það er skylda mín að tala við hann. Auðvitað var þetta óþægilegt en mér fannst þetta nauðsynlegt og ég ætla að hitta hann aftur og vonandi sem fyrst," segir Helgi. Helgi segist ekki hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. "Ég var búinn að keyra á grænu ljósi yfir öll gatnamótin á undan og það er þannig að um er að ræða samstillt ljós þannig það getur ekki hafa verið rautt ljós en vissulega ók ég hraðar en leyfilegt er. Það var hins vegar svo að strætisvagninn var á mikilli ferð og það er því ekki rétt sem kemur fram í Morgunblaðinu að strætisvagninn hafi verið nýlagður af stað á grænu ljósi," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Frumherja eru bílar ólöglegir hafi þeir farið fram yfir skoðunartíma. Hjá tryggingafélögunum fengust þær upplýsingar að þeim sem ekki greiða tryggingar af ökutækjum er sent lögreglubréf í viðkomandi umdæmi. Eftir fjórar vikur fellur lögboðin trygging svo niður. Meginreglan er sú að tjónþolar fá tjón sem þeir verða fyrir bætt óháð öðrum forsendum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira