Reynt að smygla brennisteinssýru 27. ágúst 2005 00:01 "Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu á fíkniefninu amfetamíni. Maðurinn sem reyndi að smygla flöskunum til landsins er frá Litháen en kom hingað með viðkomu í Póllandi og Kaupmannahöfn. Ekkert athugavert fannst við fyrstu leit tollvarða enda var ekki að sjá að átt hefði verið við flöskurnar með neinum hætti. Þurfti að senda þær til efnagreiningar hjá Háskóla Íslands áður en sannleikurinn kom í ljós. Litháinn var handtekinn í kjölfarið og hefur verið birt ákæra. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli telur upptöku efnanna benda til að alþjóðleg glæpasamtök hafi búið um hnútana og hafi tengsl hingað til lands. Það sanni frágangurinn á flöskum þeim er teknar voru en ekki sé á færi annarra en atvinnumanna að tappa brennisteinssýru á áfengisflöskur svo ekkert beri á. Ásgeir Karlsson, yfirmaður Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir upptöku efnanna á Keflavíkurflugvelli ekki koma á óvart. Lögreglan hafi vitneskju um að hluti þess amfetamíns sem selt er hér á landi sé framleitt hér líka. "Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni. Það er ekki ýkja langt síðan við lokuðum slíkri framleiðslu í Kópavogi og dæmi eru um þetta enn fyrr. Þetta er enn einn þátturinn í okkar starfi sem við fylgjumst mjög grannt með." Brennisteinssýra er eitt af lykilefnum til framleiðslu amfetamíns en neysla þess efnis hefur aukist ár frá ári undanfarin misseri. Mikil eld- og sprengihætta er af slíkri framleiðslu og brennisteinssýran sjálf er ætandi efni sem étur sig gegnum allt sem fyrir verður. Litháinn neitar sök og segir umræddar flöskur hafa verið keyptar á eðlilegan hátt í Póllandi á leið hingað til lands. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
"Að mínu viti þarf góða kunnáttu til að fara með slík efni og er alveg stórhættulegt í höndun viðvaninga;"" segir Guðmundur G. Haraldsson, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gerði í vikunni upptækar tvær flöskur sem sannast hefur að innihéldu brennisteinssýru en hún er nauðsynleg til framleiðslu á fíkniefninu amfetamíni. Maðurinn sem reyndi að smygla flöskunum til landsins er frá Litháen en kom hingað með viðkomu í Póllandi og Kaupmannahöfn. Ekkert athugavert fannst við fyrstu leit tollvarða enda var ekki að sjá að átt hefði verið við flöskurnar með neinum hætti. Þurfti að senda þær til efnagreiningar hjá Háskóla Íslands áður en sannleikurinn kom í ljós. Litháinn var handtekinn í kjölfarið og hefur verið birt ákæra. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli telur upptöku efnanna benda til að alþjóðleg glæpasamtök hafi búið um hnútana og hafi tengsl hingað til lands. Það sanni frágangurinn á flöskum þeim er teknar voru en ekki sé á færi annarra en atvinnumanna að tappa brennisteinssýru á áfengisflöskur svo ekkert beri á. Ásgeir Karlsson, yfirmaður Fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir upptöku efnanna á Keflavíkurflugvelli ekki koma á óvart. Lögreglan hafi vitneskju um að hluti þess amfetamíns sem selt er hér á landi sé framleitt hér líka. "Þetta er ekki alveg nýtt af nálinni. Það er ekki ýkja langt síðan við lokuðum slíkri framleiðslu í Kópavogi og dæmi eru um þetta enn fyrr. Þetta er enn einn þátturinn í okkar starfi sem við fylgjumst mjög grannt með." Brennisteinssýra er eitt af lykilefnum til framleiðslu amfetamíns en neysla þess efnis hefur aukist ár frá ári undanfarin misseri. Mikil eld- og sprengihætta er af slíkri framleiðslu og brennisteinssýran sjálf er ætandi efni sem étur sig gegnum allt sem fyrir verður. Litháinn neitar sök og segir umræddar flöskur hafa verið keyptar á eðlilegan hátt í Póllandi á leið hingað til lands.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira