Í hópi þeirra efnilegustu í Evrópu 28. ágúst 2005 00:01 Þorsteinn Ingvarsson, efnilegur frjálsíþróttamaður úr Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu, vann um helgina keppni í langstökki á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Kristiansand í Noregi. Sigurstökk Þorsteins var upp á 7,11 metra en hann á best 7,38, en því náði hann í fyrra aðeins sextán ára gamall. Þorsteinn var að vonum ánægður með árangurinn og vonast til þess að bæta árangur sinn enn frekar á þessu ári. "Ég vissi að ég ætti góðan möguleika á því að komast í verðalaunasæti ef ég næði að stökkva eins vel og ég get. Þó ég hafi verið töluvert frá mínu besta þá dugði þetta til sigurs og það var auðvitað ánægjulegt." Þorsteinn hefur æft frjálsar íþróttir frá tíu ára aldri undir stjórn Jóns Benónýssonar. Jón er ekki í nokkrum vafa um að Þorsteinn getur náð langt ef hann æfir samviskusamlega. "Ég held að það sé ekki nokkur vafi á því að Þorsteinn getur náð langt. Hann er þegar farinn að vekja athygli þjálfara í bandarískum háskólum, þrátt fyrir að vera ennþá aðeins sautján ára gamall. Það er magnaður árangur hjá honum að verða Norðulandameistari í þessum aldurshópi, því hann er í raun einn af yngstu keppendunum. Hann á tvö ár eftir í þessum flokki og því er þetta enn athyglisverðara fyrir vikið. Framfarir hans hafa verið með ólíkindum því hann bætti sig um hálfan metra í langstökki á hverju ári í fjögur ár. Að auki er hann vel frambærilegur spretthlaupari og stekkur tvo metra í hástökki. Hann hefur því alla burði til þess að verða góður tugþrautakappi í framtíðinni en hann einbeitir sér fyrst og fremst að langstökki og þrístökki þessa dagana." Þorsteinn æfði inn á Akureyri á síðasta ári en hann er nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. "Ég stefni að því að ná sem lengst en er meðvitaður um að það gerist ekki nema með miklum æfingum." Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Þorsteinn Ingvarsson, efnilegur frjálsíþróttamaður úr Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu, vann um helgina keppni í langstökki á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Kristiansand í Noregi. Sigurstökk Þorsteins var upp á 7,11 metra en hann á best 7,38, en því náði hann í fyrra aðeins sextán ára gamall. Þorsteinn var að vonum ánægður með árangurinn og vonast til þess að bæta árangur sinn enn frekar á þessu ári. "Ég vissi að ég ætti góðan möguleika á því að komast í verðalaunasæti ef ég næði að stökkva eins vel og ég get. Þó ég hafi verið töluvert frá mínu besta þá dugði þetta til sigurs og það var auðvitað ánægjulegt." Þorsteinn hefur æft frjálsar íþróttir frá tíu ára aldri undir stjórn Jóns Benónýssonar. Jón er ekki í nokkrum vafa um að Þorsteinn getur náð langt ef hann æfir samviskusamlega. "Ég held að það sé ekki nokkur vafi á því að Þorsteinn getur náð langt. Hann er þegar farinn að vekja athygli þjálfara í bandarískum háskólum, þrátt fyrir að vera ennþá aðeins sautján ára gamall. Það er magnaður árangur hjá honum að verða Norðulandameistari í þessum aldurshópi, því hann er í raun einn af yngstu keppendunum. Hann á tvö ár eftir í þessum flokki og því er þetta enn athyglisverðara fyrir vikið. Framfarir hans hafa verið með ólíkindum því hann bætti sig um hálfan metra í langstökki á hverju ári í fjögur ár. Að auki er hann vel frambærilegur spretthlaupari og stekkur tvo metra í hástökki. Hann hefur því alla burði til þess að verða góður tugþrautakappi í framtíðinni en hann einbeitir sér fyrst og fremst að langstökki og þrístökki þessa dagana." Þorsteinn æfði inn á Akureyri á síðasta ári en hann er nemandi í Menntaskólanum á Akureyri. "Ég stefni að því að ná sem lengst en er meðvitaður um að það gerist ekki nema með miklum æfingum."
Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira