Voru slit R-listans mistök? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2005 00:01 Það hljóta margir að spyrja sig hvort Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir séu ekki nú að bíta sig í hnúana fyrir að slíta R-lista samstarfinu og efast um hvort rétt hafi verið gert. Sú könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag bendir til að mikil vinna sé fyrir hendi, ætli flokkarnir að ná í sitt hverju lagi svipuðum árangri í borgarstjórnarkosningum og þeir gerðu saman. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur hreinan meirihluta í borginni, 53,5 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,7 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Vinstri Grænir fengju 8,8 prósent atkvæða og einn mann inn, Björk Vilhelms væri ekki örugg ef listarnri væru eins. Framsókn fengju 4,8 prósent og engan borgarfulltrúa. Alfreð þyrfti aðrar leiðir til að koma sér í Orkuveituna. Samanlagt gerir það því 43,4 prósent sem segjast kjósa einhvern þann lista sem áður myndaði Reykjavíkurlistann. 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Ólafur F. Magnússon yrði þá að fara að einbeita sér að læknisstörfum og málefni húsafriðunar fengi annan vettvang fyrir hann. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn fékk 52,6 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa. Að fella meirihlutann með níu borgarfulltrúa væri glæsilegur sigur fyrir Sjálfstæðismenn. En það sem æstir stuðningsmenn þeirra R-listaflokka, sem vilju bjóða fram undir eigin nafni, ættu að velta fyrir sér, er niðurstaða þessarar skoðanakönnunar, ef fylgi R-listaflokkanna er reiknað saman. Með því að reikna með því að R-listinn fengi 43,4 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 53,5 og Frjálslyndir 2,2 breytist myndin ekkert fyrir Frjálslynda. Þeir fengju áfram engan mann. En vinstri flokkarnir bæta við sig manni, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Bara með því að reikna fylgið saman, sem auðvitað segir ekkert til um fylgi Reykjavíkurlistans sjálfs - það gæti verið meira eða minna en samanlagt fylgi flokkanna - tapa Sjálfstæðismenn manni og fengju átta menn kjörna í stað níu. R-listinn fengi sjö í stað sex Um það var mikið rætt þegar fylgst var með andarslitrum Reykjavíkurlistans, var hvort með því að slíta samstarfinu væri verið að færa Sjálfstæðismönnum borgina á silfurfati. Það er líklega of sögum sagt að halda slíku fram. Hins vegar má sýna fram á, með léttum útreikningi eins og í þessari könnun, að Sjálfstæðismenn græða heilan mann á því að flokkarnir ganga sundraðir til leiks. Fyrir öllu þarf að setja hefðbundna fyrirvara. Enn eru níu mánuðir til kosninga og Sjálfstæðisflokkur hefur áður komið vel út í skoðanakönnunum, án þess að uppskera í kosningum. Ein ástæðan er hvernig stjórnmálaflokkar raðast á hægri vinstri ásinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn telst eini flokkurinn hægra megin við miðju, Framsókn í miðjunni og aðrir flokkar teljast yfirleitt vinstra megin við miðju. Það gæti verið erfitt að staðsetja Frjálslynda með þessum hætti, því flestir vita að forvígsmenn þess flokks komu frá Sjálfstæðisflokknum, en áherslurnar gefa til að kynna að flokkurinn sveigi til vinstri en ekki hægri. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn þarna á hægri vængnum er líklegra að óákveðnir skipist frekar á aðra flokka. Í sumum skoðanakönnunum er spurt; "Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk" og svörum svo skipt bróðurlega á milli annarra flokka. Með þessu fækkar óákveðnum og hlutfallslega fækkar kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti samkvæmt könnuninni. En þetta gerir Fréttablaðið ekki þegar það lætur framkvæma könnun. Það er því möguleiki, að í öllum skoðanakönnunum blaðsins sé fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið, í réttu hlutfalli við fjölda óákveðinna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það hljóta margir að spyrja sig hvort Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir séu ekki nú að bíta sig í hnúana fyrir að slíta R-lista samstarfinu og efast um hvort rétt hafi verið gert. Sú könnun sem Fréttablaðið birti á mánudag bendir til að mikil vinna sé fyrir hendi, ætli flokkarnir að ná í sitt hverju lagi svipuðum árangri í borgarstjórnarkosningum og þeir gerðu saman. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur hreinan meirihluta í borginni, 53,5 prósent atkvæða og níu borgarfulltrúa. Samfylking fengi 29,7 prósent atkvæða og fimm borgarfulltrúa. Vinstri Grænir fengju 8,8 prósent atkvæða og einn mann inn, Björk Vilhelms væri ekki örugg ef listarnri væru eins. Framsókn fengju 4,8 prósent og engan borgarfulltrúa. Alfreð þyrfti aðrar leiðir til að koma sér í Orkuveituna. Samanlagt gerir það því 43,4 prósent sem segjast kjósa einhvern þann lista sem áður myndaði Reykjavíkurlistann. 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Ólafur F. Magnússon yrði þá að fara að einbeita sér að læknisstörfum og málefni húsafriðunar fengi annan vettvang fyrir hann. Til samanburðar má nefna að í síðustu borgarstjórnarkosningum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa. Reykjavíkurlistinn fékk 52,6 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa. Að fella meirihlutann með níu borgarfulltrúa væri glæsilegur sigur fyrir Sjálfstæðismenn. En það sem æstir stuðningsmenn þeirra R-listaflokka, sem vilju bjóða fram undir eigin nafni, ættu að velta fyrir sér, er niðurstaða þessarar skoðanakönnunar, ef fylgi R-listaflokkanna er reiknað saman. Með því að reikna með því að R-listinn fengi 43,4 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkur 53,5 og Frjálslyndir 2,2 breytist myndin ekkert fyrir Frjálslynda. Þeir fengju áfram engan mann. En vinstri flokkarnir bæta við sig manni, á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Bara með því að reikna fylgið saman, sem auðvitað segir ekkert til um fylgi Reykjavíkurlistans sjálfs - það gæti verið meira eða minna en samanlagt fylgi flokkanna - tapa Sjálfstæðismenn manni og fengju átta menn kjörna í stað níu. R-listinn fengi sjö í stað sex Um það var mikið rætt þegar fylgst var með andarslitrum Reykjavíkurlistans, var hvort með því að slíta samstarfinu væri verið að færa Sjálfstæðismönnum borgina á silfurfati. Það er líklega of sögum sagt að halda slíku fram. Hins vegar má sýna fram á, með léttum útreikningi eins og í þessari könnun, að Sjálfstæðismenn græða heilan mann á því að flokkarnir ganga sundraðir til leiks. Fyrir öllu þarf að setja hefðbundna fyrirvara. Enn eru níu mánuðir til kosninga og Sjálfstæðisflokkur hefur áður komið vel út í skoðanakönnunum, án þess að uppskera í kosningum. Ein ástæðan er hvernig stjórnmálaflokkar raðast á hægri vinstri ásinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn telst eini flokkurinn hægra megin við miðju, Framsókn í miðjunni og aðrir flokkar teljast yfirleitt vinstra megin við miðju. Það gæti verið erfitt að staðsetja Frjálslynda með þessum hætti, því flestir vita að forvígsmenn þess flokks komu frá Sjálfstæðisflokknum, en áherslurnar gefa til að kynna að flokkurinn sveigi til vinstri en ekki hægri. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er einn þarna á hægri vængnum er líklegra að óákveðnir skipist frekar á aðra flokka. Í sumum skoðanakönnunum er spurt; "Er líklegra að þú kjósir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk" og svörum svo skipt bróðurlega á milli annarra flokka. Með þessu fækkar óákveðnum og hlutfallslega fækkar kjósendum Sjálfstæðisflokksins, að minnsta kosti samkvæmt könnuninni. En þetta gerir Fréttablaðið ekki þegar það lætur framkvæma könnun. Það er því möguleiki, að í öllum skoðanakönnunum blaðsins sé fylgi Sjálfstæðisflokksins ofmetið, í réttu hlutfalli við fjölda óákveðinna. Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar