Alvarleg brotalöm á smyglrannsókn 30. ágúst 2005 00:01 "Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessarra gagna," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sagði fyrir dómi að einungis hafi verið beðið um efnagreiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hafi fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brennisteinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum prófum sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð amfetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkniefna. Þá kom fram að efnið er notað í margskonar iðnaði, við kennslu og á rafgeyma bíla. Litháinn neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann segist hafa talið að í áfengi væri í flöskum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hins skiptins segist hann bara hafa verið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga bæði eiginkonu og 12 ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í London. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns sem sækir málið kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir valinu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tekið eftir því. "Þegar fólk er í framhjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi," sagði hins vegar Guðrún Sesselja. Dómur verður upp kveðinn í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
"Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessarra gagna," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sagði fyrir dómi að einungis hafi verið beðið um efnagreiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hafi fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brennisteinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum prófum sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð amfetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkniefna. Þá kom fram að efnið er notað í margskonar iðnaði, við kennslu og á rafgeyma bíla. Litháinn neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann segist hafa talið að í áfengi væri í flöskum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hins skiptins segist hann bara hafa verið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga bæði eiginkonu og 12 ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í London. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns sem sækir málið kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir valinu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tekið eftir því. "Þegar fólk er í framhjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi," sagði hins vegar Guðrún Sesselja. Dómur verður upp kveðinn í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira