Hafi keypt flöskur í Póllandi 30. ágúst 2005 00:01 Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Litháinn, sem er 37 ára gamall, var að koma til landsins í fjórða sinn. Hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir viku þar sem hann flutti með sér tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteinssýru. Í aðalmeðferð málsins í morgun sagðist maðurinn hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi, en hann var á leið með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hann segist ekki hafa vitað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða þegar hann keypti flöskurnar - hann hafi einungis ætlað að kaupa sér áfengi. Fram kom fyrir dómnum að maðurinn hafi ætlað að hitta litháíska ástkonu sína hér á landi, en konan býr í London og eru þau bæði gift. Þetta er í fjórða skiptið sem maðurinn kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí, en hann segist starfa við innflutning bíla frá Þýskalandi. Hann býr í bænum Kaunas í Litháen, en þar bjó einnig Vaidas Jusevicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað, auk fleiri Litháa sem hafa verið handteknir hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutning. Í máli ákæruvaldsins kom fram að sterkar líkur væru á því að maðurinn tengdist alþjóðlegri glæpastarfsemi og er krafist hámarksrefsingar yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sagði skýringar hans eðlilegar. Hún gagnrýndi harðlega rannsókn á innihaldi flasknanna og sagði ekki fullsannað að um brennisteinssýru væri að ræða þar sem rannsaka hefði þurft innihaldið betur til að fá fram óyggjandi sönnun. Hún sagði einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði rekið málið í fjölmiðlum og að það hefði skaðað málið. Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Litháinn, sem er 37 ára gamall, var að koma til landsins í fjórða sinn. Hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir viku þar sem hann flutti með sér tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteinssýru. Í aðalmeðferð málsins í morgun sagðist maðurinn hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi, en hann var á leið með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hann segist ekki hafa vitað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða þegar hann keypti flöskurnar - hann hafi einungis ætlað að kaupa sér áfengi. Fram kom fyrir dómnum að maðurinn hafi ætlað að hitta litháíska ástkonu sína hér á landi, en konan býr í London og eru þau bæði gift. Þetta er í fjórða skiptið sem maðurinn kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí, en hann segist starfa við innflutning bíla frá Þýskalandi. Hann býr í bænum Kaunas í Litháen, en þar bjó einnig Vaidas Jusevicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað, auk fleiri Litháa sem hafa verið handteknir hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutning. Í máli ákæruvaldsins kom fram að sterkar líkur væru á því að maðurinn tengdist alþjóðlegri glæpastarfsemi og er krafist hámarksrefsingar yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sagði skýringar hans eðlilegar. Hún gagnrýndi harðlega rannsókn á innihaldi flasknanna og sagði ekki fullsannað að um brennisteinssýru væri að ræða þar sem rannsaka hefði þurft innihaldið betur til að fá fram óyggjandi sönnun. Hún sagði einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði rekið málið í fjölmiðlum og að það hefði skaðað málið. Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira