Rannsókn á Vioxx að hefjast 30. ágúst 2005 00:01 Landlæknisembættið er að hefja rannsókn á hugsanlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bótarétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af markaði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Landlæknis bendi þær til ofangreindrar fylgni. Stefán Geir vann á vormánuðum skaðabótamál, sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrirtækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur heldur en ef höfðað yrði mál á hendur dótturfyrirtækis þess, Merck Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bótaskyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hefur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjunum. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 milljörðum króna. Þá hefur fólk í öðrum Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið "ágalli" geti birst í ýmsum myndum. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo - málinu hefði hann varðað ófullnægjandi viðvörunarmerkingar með lyfinu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Landlæknisembættið er að hefja rannsókn á hugsanlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bótarétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af markaði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Landlæknis bendi þær til ofangreindrar fylgni. Stefán Geir vann á vormánuðum skaðabótamál, sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrirtækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur heldur en ef höfðað yrði mál á hendur dótturfyrirtækis þess, Merck Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bótaskyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hefur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjunum. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 milljörðum króna. Þá hefur fólk í öðrum Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið "ágalli" geti birst í ýmsum myndum. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo - málinu hefði hann varðað ófullnægjandi viðvörunarmerkingar með lyfinu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira