Hefði mátt sækja sýruna sína 31. ágúst 2005 00:01 Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerðar. Þá var upptökukröfu ákæruvaldsins vísað frá dómi og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær, að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. "Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á innihald flasknanna sem teknar voru af honum. "Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað, eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteinssýru til landsins," bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af "órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi." Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrúverðugar. "Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum," segir dómurinn. "Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið fram hjá sögutilbúnaði burðardýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlöndum. "Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins, en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu." Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar kæra fyrir að stofna lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerðar. Þá var upptökukröfu ákæruvaldsins vísað frá dómi og sakarkostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns á Keflavíkurflugvelli sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær, að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. "Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á innihald flasknanna sem teknar voru af honum. "Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað, eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteinssýru til landsins," bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af "órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóðlega glæpastarfsemi." Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrúverðugar. "Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum," segir dómurinn. "Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið fram hjá sögutilbúnaði burðardýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart," sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlöndum. "Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins, en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu." Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar kæra fyrir að stofna lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjaness.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira