Fimm mannræningjar í gæsluvarðhald 3. september 2005 00:01 Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Seinni part föstudags ruddust mennirnir inn í verslun Bónuss og höfðu þar tæplega tvítugan starfsmann verslunarinnar á brott með sér. Þeir settu hann í skottið á bíl sem þeir óku. Maðurinn, sem rænt var, vill meina að mannræningjarnir hafi einnig ógnað honum með byssu en hún hefur ekki fundist. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, óku mannræningjarnir með manninn á afvikinn stað á Seltjarnesi og höfðu í hótunum við hann. Í framhaldinu neyddu þeir hann svo til þess að taka út peninga af greiðslukorti sem hann átti. Starfsfólk verslunarinnar hafði samband við lögregluna sem gat eftir ábendingu starfsfólksins áttað sig á því um hvaða menn var að ræða og voru fjórir hinna grunuðu handteknir skömmu síðar og í beinu framhaldi sá fimmti. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Í gær hófust svo yfirheyrslur yfir mönnunum og var í framhaldinu ákveðið að krefjast sex daga gæsluvarðhalds yfir þeim. Sá sem talinn er hafa verið hvatamaðurinn að verknaðinum, hafði fyrr um daginn verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ómar Smári segir að forsendur gæsluvarðhaldsins hafi verið brostnar og því var honum sleppt en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota. Að sögn Ómars Smára liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna hann ákvað að ráðast gegn frelsi hins tæplega tvítuga manns. Yfirheyrslur yfir mönnunum verður haldið áfram í dag en mennirnir gista fangageymslur á Litla-Hrauni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Fimm menn á aldrinum 16 til 26 ára voru í gær úrskurðaðir í sex daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þeir eru grunaðir um að hafa rænt starfsmanni Bónuss á Seltjarnesi á föstudag. Mennirnir, sem voru flestir undir áhrifum áfengis eða vímuefna, voru handteknir skömmu eftir atburðinn eftir að starfsfólk Bónuss gat gefið lögreglu lýsingar á þeim. Seinni part föstudags ruddust mennirnir inn í verslun Bónuss og höfðu þar tæplega tvítugan starfsmann verslunarinnar á brott með sér. Þeir settu hann í skottið á bíl sem þeir óku. Maðurinn, sem rænt var, vill meina að mannræningjarnir hafi einnig ógnað honum með byssu en hún hefur ekki fundist. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Reykjavík, óku mannræningjarnir með manninn á afvikinn stað á Seltjarnesi og höfðu í hótunum við hann. Í framhaldinu neyddu þeir hann svo til þess að taka út peninga af greiðslukorti sem hann átti. Starfsfólk verslunarinnar hafði samband við lögregluna sem gat eftir ábendingu starfsfólksins áttað sig á því um hvaða menn var að ræða og voru fjórir hinna grunuðu handteknir skömmu síðar og í beinu framhaldi sá fimmti. Þeir gistu fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Í gær hófust svo yfirheyrslur yfir mönnunum og var í framhaldinu ákveðið að krefjast sex daga gæsluvarðhalds yfir þeim. Sá sem talinn er hafa verið hvatamaðurinn að verknaðinum, hafði fyrr um daginn verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Ómar Smári segir að forsendur gæsluvarðhaldsins hafi verið brostnar og því var honum sleppt en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna auðgunarbrota. Að sögn Ómars Smára liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna hann ákvað að ráðast gegn frelsi hins tæplega tvítuga manns. Yfirheyrslur yfir mönnunum verður haldið áfram í dag en mennirnir gista fangageymslur á Litla-Hrauni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira