Slökktu tvo elda í morgun 4. september 2005 00:01 Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Einnig þurfti að slökkva eld við Melabúðina á þriðja tímanum í nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn við Fiskislóð 45 leit út fyrir að um stórbruna væri að ræða. Þykkan, svartan reyk lagði frá húsinu og út um þakskeggið og vegfarandinn sem hringdi í neyðarlínuna kvaðst hafa heyrt sprengingar innan úr húsnæðinu. Engin starfsemi er í húsnæðinu eins og er, það er bara einn geimur að hluta til á tveimur hæðum og það gerði það að verkum að reykkafararnir þurftu að æða inn í mökkinn í leit að eldinum og eldsmatnum. Björn Björnsson, stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu, sagði aðspurður að eldur hefði logað í bíl innst inni í húsinu en ekki væri ljóst hvernig kviknað hefði í honum. Aðspurður um tjónið sagði Björn það gríðarlegt, aðallega vegna reyks. Eigandi hússins er fyrirtækið Fiskislóð ehf. Það keypti húsnæðið um áramót og hefur verið að breyta því í verslunar- og þjónustuhúsnæði. Björn Einarsson, einn eigenda hússins, segir að til hafi staðið að skipta húsinu upp í minni brunahólf en verið væri að samþykkja teikningar þar að lútandi. Spurður um tjónið sagðist Björn ekki vita mikið um það þar sem hann hefði ekki getað farið inn í húsið vegna reyksins. Aðspurður hvort hann væri vel tryggður sagðist hann reikna með því að tryggingar væru í lagi. Og slökkviliðið þurfti að sinna fleiru í nótt, því það var kallað út að Melabúðinni í Reykjavík á þriðja tímanum. Þar logaði eldur í kassageymslu, en ekki er innangengt í verslunina úr henni. Vel gekk að slökkva eldinn, en nokkur reykur barst með lögnum inn í verslunina. Starfsfólk þreif og ræsti það allt saman í morgun og var verslunin opnuð á hádegi eins og ekkert hefði í skorist. Rannsókn á eldsupptökum á báðum stöðum er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík og að hennar sögn er ekkert hægt að segja um það enn hvernig eldarnir kviknuðu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Einnig þurfti að slökkva eld við Melabúðina á þriðja tímanum í nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn við Fiskislóð 45 leit út fyrir að um stórbruna væri að ræða. Þykkan, svartan reyk lagði frá húsinu og út um þakskeggið og vegfarandinn sem hringdi í neyðarlínuna kvaðst hafa heyrt sprengingar innan úr húsnæðinu. Engin starfsemi er í húsnæðinu eins og er, það er bara einn geimur að hluta til á tveimur hæðum og það gerði það að verkum að reykkafararnir þurftu að æða inn í mökkinn í leit að eldinum og eldsmatnum. Björn Björnsson, stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu, sagði aðspurður að eldur hefði logað í bíl innst inni í húsinu en ekki væri ljóst hvernig kviknað hefði í honum. Aðspurður um tjónið sagði Björn það gríðarlegt, aðallega vegna reyks. Eigandi hússins er fyrirtækið Fiskislóð ehf. Það keypti húsnæðið um áramót og hefur verið að breyta því í verslunar- og þjónustuhúsnæði. Björn Einarsson, einn eigenda hússins, segir að til hafi staðið að skipta húsinu upp í minni brunahólf en verið væri að samþykkja teikningar þar að lútandi. Spurður um tjónið sagðist Björn ekki vita mikið um það þar sem hann hefði ekki getað farið inn í húsið vegna reyksins. Aðspurður hvort hann væri vel tryggður sagðist hann reikna með því að tryggingar væru í lagi. Og slökkviliðið þurfti að sinna fleiru í nótt, því það var kallað út að Melabúðinni í Reykjavík á þriðja tímanum. Þar logaði eldur í kassageymslu, en ekki er innangengt í verslunina úr henni. Vel gekk að slökkva eldinn, en nokkur reykur barst með lögnum inn í verslunina. Starfsfólk þreif og ræsti það allt saman í morgun og var verslunin opnuð á hádegi eins og ekkert hefði í skorist. Rannsókn á eldsupptökum á báðum stöðum er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík og að hennar sögn er ekkert hægt að segja um það enn hvernig eldarnir kviknuðu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira