Ræddu um ofbeldi á Norðurlöndum 4. september 2005 00:01 Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina. Fjölmargir fyrirlestrar og hringborðsumræður voru haldnir á þessari ráðstefnu sem Stígamót héldu utan um. Þar kom meðal annars í ljós að vandamálin eru nokkuð svipuð á Norðurlöndunum, en mismunandi hvernig tekið er á vandanum. Svíar eru þar framarlega. Gudrun Norberg, fulltrúi Svía á ráðstefnunni, segir að Svíar hafi náð miklum árangri eftir umfangsmikla endurskipulagningu um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún hafi leitt til þess að ný lög hafi verið sett um málefnið. Lögunum hafi verið breytt í samræmi við mjög mikilvægar rannsóknir sem tóku mið af sjónarmiði kvenna og tóku tillit til fjölda norrænna og alþjóðlegra rannsókna þar sem menn hefðu öðlast skilning á þeirri framvindu sem hefði niðurrifsáhrif. Gudrun var spurð hvort hún gæti bent á eitthvað sem mætti betur fara á Íslandi. Hún sagði að löggjöf um kynferðisafbrot almennt þarfnaðist endurskoðunar. Henni þætti það þess virði að flytja út hinar árangursríku sænsku úrbætur. Þá sagðist hún telja að það hefði þýðingu að hafa samráð við hagsmunaaðila. Í Svíþjóð hefðu það verið kvennaathvörfin sem hefðu rekið á eftir málum og þá gegndu konur í stjórnmálum og rannsóknum mikilvægu hlutverki en jafnframt hefði fengist stuðningur frá körlum í stjórnmálum. Konur á ráðstefnunni fögnuðu því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað að skerpt verði á lögum um kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Þær veltu hins vegar vöngum yfir því að einni manneskju hefði verið falið það verkefni og vonuðu að þær fengju að leggja eitthvað til málanna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina. Fjölmargir fyrirlestrar og hringborðsumræður voru haldnir á þessari ráðstefnu sem Stígamót héldu utan um. Þar kom meðal annars í ljós að vandamálin eru nokkuð svipuð á Norðurlöndunum, en mismunandi hvernig tekið er á vandanum. Svíar eru þar framarlega. Gudrun Norberg, fulltrúi Svía á ráðstefnunni, segir að Svíar hafi náð miklum árangri eftir umfangsmikla endurskipulagningu um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún hafi leitt til þess að ný lög hafi verið sett um málefnið. Lögunum hafi verið breytt í samræmi við mjög mikilvægar rannsóknir sem tóku mið af sjónarmiði kvenna og tóku tillit til fjölda norrænna og alþjóðlegra rannsókna þar sem menn hefðu öðlast skilning á þeirri framvindu sem hefði niðurrifsáhrif. Gudrun var spurð hvort hún gæti bent á eitthvað sem mætti betur fara á Íslandi. Hún sagði að löggjöf um kynferðisafbrot almennt þarfnaðist endurskoðunar. Henni þætti það þess virði að flytja út hinar árangursríku sænsku úrbætur. Þá sagðist hún telja að það hefði þýðingu að hafa samráð við hagsmunaaðila. Í Svíþjóð hefðu það verið kvennaathvörfin sem hefðu rekið á eftir málum og þá gegndu konur í stjórnmálum og rannsóknum mikilvægu hlutverki en jafnframt hefði fengist stuðningur frá körlum í stjórnmálum. Konur á ráðstefnunni fögnuðu því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað að skerpt verði á lögum um kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Þær veltu hins vegar vöngum yfir því að einni manneskju hefði verið falið það verkefni og vonuðu að þær fengju að leggja eitthvað til málanna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira