Vill að læknar reki sjúkrahús 5. september 2005 00:01 Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Þetta segir prófessor Tómas Helgason fyrrum sviðsstjóri geðssviðs Landspítala háskólasjúkrahúss í skorinorðri grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti verið í byggingu Borgarspítalans . Læknar hins sjálfstæða spítala gætu samið við Tryggingastofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. "Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG - kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna," segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast "fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna myndu aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut." Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga LSH er honum ekki sammála. "Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því," segir hann. "Þau rök gilda áfram. Sameiningin var gerð til að ná hagkvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönnum færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönnum fannst um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð." Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunarvanda LSH. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spítalans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. "Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður." Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðingum, öðrum en þeim að þær væru fjalli öllu sanni. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Læknar þurfa nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahússreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við fjárfesta. Þetta segir prófessor Tómas Helgason fyrrum sviðsstjóri geðssviðs Landspítala háskólasjúkrahúss í skorinorðri grein sem hann ritar í nýtt Læknablað og nefnir að slíkur rekstur gæti verið í byggingu Borgarspítalans . Læknar hins sjálfstæða spítala gætu samið við Tryggingastofnun um kaup á þjónustu af honum eins og á Landspítalanum. "Kæmi þá gæluverkefni Landspítalans, DRG - kerfið, loks að góðum notum til að verðleggja þjónustuna," segir Tómas. Hann segir að með tilkomu sjúkrahúss, sem læknar rækju myndi skapast "fagleg samkeppni og þjónusta við sjúklinga batna, starfsöryggi lækna myndu aukast, stjórnunarvandi Landspítalans leysast og draga mætti úr því byggingarmagni, sem ætlunin er að reisa í þrengslunum við Hringbraut." Jóhannes M. Gunnarsson framkvæmdastjóri lækninga LSH er honum ekki sammála. "Það má ekki gleyma hvers vegna spítalarnir voru sameinaðir og rökunum fyrir því," segir hann. "Þau rök gilda áfram. Sameiningin var gerð til að ná hagkvæmni stærðar og komast upp í þá stærðargráðu sem gefur mönnum færi á að fullnægja kröfum samfélagsins annars vegar og reglna Evrópusambandsins hins vegar um það að veita mönnum nægjanlega hvíld frá vinnu. Til þess þarf að ná ákveðnum fjölda. Ég tel, burtséð frá því hvað mönnum fannst um sameiningu Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala á sínum tíma, útilokað að reyna að nálgast þessi markmið nema með þetta sem eina hjörð." Tómas fjallar í grein sinni um það sem hann nefnir stjórnunarvanda LSH. Hann segir að sá vandi skapist fyrst og fremst af einokunaraðstöðu hans og því að framkvæmdastjórn spítalans telji að reka eigi hann eins og einkafyrirtæki, sem hún ráði og reki eftir eigin geðþótta. "Starfsmenn þora því ekki að hafa uppi gagnrýni af ótta við að verða atvinnulausir og sjúklingar verða að sætta sig við þá þjónustu sem einokunarspítalinn býður." Jóhannes kvaðst ekki vilja eyða orðum að þessum fullyrðingum, öðrum en þeim að þær væru fjalli öllu sanni.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira