Óvissa um greiðslukortabrot 6. september 2005 00:01 Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Í bréfi til málsaðila og lögfræðinga þeirra er ákæranda og verjendum gefinn kostur á að tjá sig um efnið þegar þingað verður í málinu næstkomandi þriðjudag. Efasemdir dómenda snúa að ákærliðum um fjárdrátt, umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög. Í öðrum kafla ákærunnar er Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson faðir hans og Tryggvi Jónsson taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. varðandi kaup á 10 -11 verslununum árið 1999 og gerst brotlegir í viðskiptum með fasteignir. Í athugasemdum sakborninga var því andmælt að um auðgunarásetning hafi verið að ræða. Jón Ásgeir hefði ekki hagnast á viðskiptunum en Baugur hefði aftur á móti hagnast um allt að fjóra milljarða króna. Dómendur telja að skort geti á að verknaðarlýsing umboðssvika sé fullnægjandi og hlutdeild Tryggva og Jóhannesar sé ekki lýst með fullnægjandi hætti. Athugasemdir dómenda taka einnig til áttunda og níunda liðar ákærunnar sem varða meðal annars færslur á tugum og hundruð milljóna króna milli Baugs og skyldra félaga. Lýsing á fjárdrætti sé ekki nægilega ljós í umræddum ákæruliðum en brot af áðurgreindum toga geta varðað allt að sex ára fangelsi teljist þau alvarleg. Dómararnir gera einnig athugasemdir við þrettán aðra ákæruliði sem snerta meðal annars millifærslur og úttektir Jóns Ásgeirs með kreditkortum Baugs. Fjárdráttarsökin er þar ekki talin nægilega reifuð og hlutdeild Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í brotum sé ekki nægilega lýst. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins gegn Baugsfeðgum og fjórum öðrum sakborningum hafa vakið athygli ákæruvaldsins á því að slíkir annmarkar kunni að vera á átján af fjörutíu liðum ákærunnar að úr þeim verði ekki bætt í málarekstrinum. Dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þeirra. Í bréfi til málsaðila og lögfræðinga þeirra er ákæranda og verjendum gefinn kostur á að tjá sig um efnið þegar þingað verður í málinu næstkomandi þriðjudag. Efasemdir dómenda snúa að ákærliðum um fjárdrátt, umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög. Í öðrum kafla ákærunnar er Jón Ásgeir, Jóhannes Jónsson faðir hans og Tryggvi Jónsson taldir hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. varðandi kaup á 10 -11 verslununum árið 1999 og gerst brotlegir í viðskiptum með fasteignir. Í athugasemdum sakborninga var því andmælt að um auðgunarásetning hafi verið að ræða. Jón Ásgeir hefði ekki hagnast á viðskiptunum en Baugur hefði aftur á móti hagnast um allt að fjóra milljarða króna. Dómendur telja að skort geti á að verknaðarlýsing umboðssvika sé fullnægjandi og hlutdeild Tryggva og Jóhannesar sé ekki lýst með fullnægjandi hætti. Athugasemdir dómenda taka einnig til áttunda og níunda liðar ákærunnar sem varða meðal annars færslur á tugum og hundruð milljóna króna milli Baugs og skyldra félaga. Lýsing á fjárdrætti sé ekki nægilega ljós í umræddum ákæruliðum en brot af áðurgreindum toga geta varðað allt að sex ára fangelsi teljist þau alvarleg. Dómararnir gera einnig athugasemdir við þrettán aðra ákæruliði sem snerta meðal annars millifærslur og úttektir Jóns Ásgeirs með kreditkortum Baugs. Fjárdráttarsökin er þar ekki talin nægilega reifuð og hlutdeild Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í brotum sé ekki nægilega lýst.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira