Innlent

Landspítalanum blæðir

Landspítala - háskólasjúkrahúsi blæðir vegna deilna sérfræðilækna og yfirstjórnar innan hans. Mögulega koma deilurnar einnig niður á þjónustu við sjúklinga. Þetta segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Sigurður telur að ekki sé hægt að finna lausn á deilum sérfræðilæknanna og yfirstjórnar Landspítala - háskólasjúkrahúss sem allir geti sætt sig við. Fyrst og fremst snúist deilur um hvort spítalinn eigi að vera háskólasjúkrahús, þar sem yfirlæknarnir starfi einungis innan hans, eða hvort þeir eigi einnig að geta starfað sjálfstætt utan hans. "Ég er hins vegar sammála því að við reynum að gera eitthvað til að fá menn til þess að helga sig störfum innan spítalans," segir Sigurður, því það samrýmist best hugmyndum um háskólasjúkrahús. Sigurður segir að meta þurfi hvort þjónusta spítalans skaðist það mikið við brotthvarf læknanna til þess að fallið verði frá því að þeir starfi aðeins á sjúkrahúsinu: "Enn þá held ég að menn eigi að tala saman svolítið áfram."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×