Bikarúrslit á menningarnótt 20. september 2005 00:01 Stærsti leikurinn á íslenska knattspyrnudagatalinu fer fram á laugardag þegar Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram mætast á heimavelli Safamýrarliðsins, Laugardalsvelli. Leikurinn á alls ekki að vera síðasti leikur ársins heldur á leikurinn að fara fram á menningarnótt í ágústmánuði. Ég sé fyrir mér að nú loksins geti íþróttafíklar sem hafa lítinn áhuga á að fara í miðbæinn til að horfa á gjörning listamanna skellt sér á völlinn á menningarnótt. Leikurinn gæti orðið kærkomin upphitun fyrir bæjarröltið, tónleikana og flugeldasýninguna. Rök sem mæla með því að leikurinn eigi ekki að fara fram í lok leiktíðar: - Aðsóknin frá því ákveðið var að gera bikarúrslitin að lokaleik knattspyrnusumarsins árið 1999 hefur verið með mjög dræm. Í fyrra mættu til dæmis aðeins 2049 áhorfendur á úrslitaleik Keflavíkur og KA og aðeins einu sinni hefur aðsóknin á bikarúrslitaleik náð yfir fimm þúsund manns eftir breytingarnar en það var á leik KR og ÍA árið 1999. Þá var stemningin slík með KR að nánast var uppselt á æfingar liðsins. - Á sama tíma og leikurinn fer fram er heil umferð í enska boltanum. Það er deginum ljósara að fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal eiga eftir að velja pöbbinn eða sófann frekar en að fara á leikinn. - Veðrið hefur oft verið leiðinlegt á úrslitaleikjum undanfarinna ára, frá því að leiknum var seinkað til lok septembers. Á laugardag er spáð norðaustanátt með slyddu eða rigningu. Við búum á Íslandi og það er allra veðra von, sérstaklega á þessum tíma. - Báðum liðum hefur gengið afleitlega eftir að þau unnu leiki sína í undanúrslitum og greinilegt að úrslitaleikurinn hefur tekið einbeitinguna af deildinni og að úrslitaleiknum. Valsemenn hlutu aðeins fimm stig úr síðustu sjö leikjum sínum í mótinu að undanúrslitum gegn Fylki loknum en fyrir hafði liðið hlotið 27 stig úr fyrstu 11 leikjum sínum. Fram vann fyrstu tvo leikina eftir sigurinn gegn FH í undanúrslitum en svo ekki sögunni meir og liðið féll. Annar sigurinn var gegn Val í sögulegum leik þar sem Bo nokkur Henriksen gerði bæði mörk Fram en hann kom frá Val um mitt sumar. Það er kominn tími til KSÍ átti sig á því að knattspyrnufólk og knattspyrnuáhugamenn vilja ekki hafa stærsta leik ársins í hausthreti fyrir framan hálftóman Laugardalsvöll. Öll viljum við fá leikinn í ágúst sól og sumaryl eins og hér forðum. Flytjum leikinn fram á Menningarnótt! En vonandi fáum við skemmtilegan leik í slyddunni á laugardag. Fótboltinn er kaldhæðinn leikur og væri það ekki dæmigert að Fram ynni leikinn 1-0 og Bo Henriksen skoraði sigurmarkið? Hjörvar Hafliðason - hjorvar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsti leikurinn á íslenska knattspyrnudagatalinu fer fram á laugardag þegar Reykjavíkurstórveldin Valur og Fram mætast á heimavelli Safamýrarliðsins, Laugardalsvelli. Leikurinn á alls ekki að vera síðasti leikur ársins heldur á leikurinn að fara fram á menningarnótt í ágústmánuði. Ég sé fyrir mér að nú loksins geti íþróttafíklar sem hafa lítinn áhuga á að fara í miðbæinn til að horfa á gjörning listamanna skellt sér á völlinn á menningarnótt. Leikurinn gæti orðið kærkomin upphitun fyrir bæjarröltið, tónleikana og flugeldasýninguna. Rök sem mæla með því að leikurinn eigi ekki að fara fram í lok leiktíðar: - Aðsóknin frá því ákveðið var að gera bikarúrslitin að lokaleik knattspyrnusumarsins árið 1999 hefur verið með mjög dræm. Í fyrra mættu til dæmis aðeins 2049 áhorfendur á úrslitaleik Keflavíkur og KA og aðeins einu sinni hefur aðsóknin á bikarúrslitaleik náð yfir fimm þúsund manns eftir breytingarnar en það var á leik KR og ÍA árið 1999. Þá var stemningin slík með KR að nánast var uppselt á æfingar liðsins. - Á sama tíma og leikurinn fer fram er heil umferð í enska boltanum. Það er deginum ljósara að fjölmargir stuðningsmenn Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal eiga eftir að velja pöbbinn eða sófann frekar en að fara á leikinn. - Veðrið hefur oft verið leiðinlegt á úrslitaleikjum undanfarinna ára, frá því að leiknum var seinkað til lok septembers. Á laugardag er spáð norðaustanátt með slyddu eða rigningu. Við búum á Íslandi og það er allra veðra von, sérstaklega á þessum tíma. - Báðum liðum hefur gengið afleitlega eftir að þau unnu leiki sína í undanúrslitum og greinilegt að úrslitaleikurinn hefur tekið einbeitinguna af deildinni og að úrslitaleiknum. Valsemenn hlutu aðeins fimm stig úr síðustu sjö leikjum sínum í mótinu að undanúrslitum gegn Fylki loknum en fyrir hafði liðið hlotið 27 stig úr fyrstu 11 leikjum sínum. Fram vann fyrstu tvo leikina eftir sigurinn gegn FH í undanúrslitum en svo ekki sögunni meir og liðið féll. Annar sigurinn var gegn Val í sögulegum leik þar sem Bo nokkur Henriksen gerði bæði mörk Fram en hann kom frá Val um mitt sumar. Það er kominn tími til KSÍ átti sig á því að knattspyrnufólk og knattspyrnuáhugamenn vilja ekki hafa stærsta leik ársins í hausthreti fyrir framan hálftóman Laugardalsvöll. Öll viljum við fá leikinn í ágúst sól og sumaryl eins og hér forðum. Flytjum leikinn fram á Menningarnótt! En vonandi fáum við skemmtilegan leik í slyddunni á laugardag. Fótboltinn er kaldhæðinn leikur og væri það ekki dæmigert að Fram ynni leikinn 1-0 og Bo Henriksen skoraði sigurmarkið? Hjörvar Hafliðason - hjorvar@frettabladid.is
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar