Úrskurður Hérðasdóms í Baugsmáli 21. september 2005 00:01 Öllum ákærum í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hér er birtur úrskurður Héraðsdóms í heild sinni. „Ár 2005, þriðjudaginn 20. september, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem haldið er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara og dómsformanni í málinu nr. S-1026/2005: Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum, kveðinn upp úrskurður þessi. Með ákæru, dagsettri 1. júlí sl., höfðaði ríkislögreglustjóri opinbert mál á hendur þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, kt. 270168-4509, Laufásvegi 69, Reykjavík, Jóhannesi Jónssyni, kt. 310840-3009, Hrafnabjörgum 4, Akureyri, Kristínu Jóhannesdóttur, kt. 090363-3959, Barðaströnd 9, Seltjarnarnesi, Tryggva Jónssyni, kt. 140755-2739, Vesturhúsum 22, Reykjavík, Stefáni Hilmari Hilmarssyni, kt. 300761-3649, Brautarholti 2, Reykjavík og Önnu Þórðardóttur, kt. 210960-5629, Langholtsvegi 108 a, Reykjavík. Í inngangi ákærunnar segir að Jóni Ásgeiri, sem sagður er hafa gegnt starfi forstjóra Baugs hf. frá 7. júlí 1998 til 3. júní 2002 og starfi stjórnarformanns hlutafélagsins frá 3. júní 2002, Tryggva, sem sagður er hafa gegnt starfi aðstoðarforstjóra Baugs hf. frá 7. júlí 1998 til 3. júní 2002 og starfi forstjóra hlutafélagsins frá 3. júní 2002, Jóhannesi, sem sagður er hafa verið stjórnarmaður Baugs hf. og starfsmaður félagsins frá 7. júlí 1998, Kristínu, sem sögð er hafa verið framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf., kt. 560389-1400, frá 27. ágúst 1999 og varastjórnarmaður Baugs hf. frá 26. apríl 2000, Stefáni Hilmari, sem sagður er hafa verið löggiltur endurskoðandi Baugs hf. frá 7. júlí 1998 og Önnu, sem sögð er hafa verið löggiltur endurskoðandi Baugs hf. frá og með árinu 2000, séu gefin að sök brot á almennum hegningarlögum, lögum um bókhald, ársreikninga og hlutafélög. Ennfremur er þess að geta að þrjú hinna ákærðu eru saksótt fyrir brot gegn tollalögum, þótt þess sé reyndar ekki getið í innganginum. Við athugun á ákærunni hafa dómendur þóst sjá slíka anmarka á henni að úr þeim verði ekki bætt undir rekstri málsins og dómur því ekki kveðinn upp um efni þess. Var sækjanda og verjendum gerð grein fyrir þessu í bréfi hinn 26. f. m. og boðað til þinghalds hinn 13. þ. m. í samhljóðan við 4. mgr. 122. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991, sbr. lög nr. 36, 1999. Var málefnið þá reifað og tekið til úrskurðar, en það er sem hér segir: Í II. kafla ákærunnar eru þeim Jóni Ásgeiri, Tryggva og Jóhannesi gefin að sök umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. í eftirgreindum tilvikum: “5. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa blekkt og misnotað aðstöðu sína sem forstjóri og aðstoðarforstjóri Baugs hf. þegar þeir fengu, með vitund ákærða Jóhannesar sem stjórnarmanns, stjórn þess á stjórnarfundi hinn 20. maí 1999 til þess að heimila ákærða Jóni Ásgeiri að ganga til samninga og að kaupa 70 % hlutafjár í Vöruveltunni hf. Á stjórnarfundinum leyndu ákærðu stjórn hlutafélagsins því að ákærði Jón Ásgeir var þá sjálfur umráðandi 70 % hlutafjár og átti stærsta hluta þess og var raunverulegur stjórnandi Vöruveltunnar hf., frá því að hann gerði hinn 7. október 1998 bindandi samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni hf., að nafnverði kr. 4.600.000,00 fyrir kr. 1.150.000.000,00 og með viðbótargreiðslu að fjárhæð kr. 100.000.000,00 samkvæmt viðbótarsamningi ákærða við seljendur sem dagsettur er hinn 5. júní 1999. Baugur hf. eignaðist með viðskiptunum á árinu 1999 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf. sem ákærði Jón Ásgeir átti að meginhluta og réði yfir, fyrir kr. 1.037.000.000,00. 6. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa misnotað aðstöðu sína, Jón Ásgeir sem forstjóri Baugs hf. og Tryggvi sem aðstoðarforstjóri Baugs hf. og stjórnarformaður Fasteignafélagsins Stoða hf., dótturfélags Baugs hf., þegar Fasteignafélagið Stoðir hf. keyptu fasteignir að Suðurlandsbraut 48, Laugalæk 2, Sporhömrum 3, Langarima 21 - 23 og Efstalandi 26 í Reykjavík, af Litla fasteignafélaginu ehf., fyrir kr. 354.000.000,00, en í árslok 1998 höfðu ákærðu selt Litla fasteignafélaginu ehf. eignirnar frá Vöruveltunni hf. fyrir kr. 217.000.000,00 með því að einkahlutafélagið yfirtók skuldir Vöruveltunnar hf., auk greiðslu.” Brot Jóns Ásgeirs samkvæmt þessum töluliðum ákæru er talið varða við 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og brot Jóhannesar og Tryggva við 249. gr. sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Umboðssvik, sbr. 249. gr. almennra hegningarlaga, eru auðgunarbrot. Er það eitt hugtaksatriða brotsins að brotamaður eða aðrir, hafi auðgast eða valdið samsvarandi tjóni eða tjónshættu með því að misnota aðstöðu sína. Í þessum ákæruliðum er lýst viðskiptum með hlutafé í Vöruveltunni hf. og með nokkrar fasteignir í Reykjavík. Ráðstafanir þessar þurfa sjálfar og einar ekki að vera refsiverðar og hefði því þurft að skilgreina það frekar hvernig brotið var framið, hvernig auðgun er talin hafa orðið, eða þá tilsvarandi tjón eða tjónshætta, eða skilgreina brotið með öðrum viðunandi hætti, eins og t. d. er þó gert í 7. ákærulið. Þá er það einnig athugavert að Tryggvi sýnist vera saksóttur sem aðalmaður ásamt Jóni Ásgeiri, en þegar kemur að heimfærslu til refsiákvæðs er hann samt talinn vera hlutdeildarmaður í brotunum. Loks er það að athuga að verknaði Jóhannesar er ekki lýst að neinu leyti í 5. ákærulið en þess einungis getið að hann hafi verið stjórnarmaður í Baugi hf. og haft vitneskju um tiltekin atriði. Í III. kafla ákærunnar er ákærða Jóni Ásgeiri er gefinn að sök fjárdráttur og/eða umboðssvik í eftirgreindum tilvikum: “8. Með því að hafa hinn 8. október 1998 látið millifæra af bankareikningi, númer 1151 26 000156, í eigu Baugs-Aðfanga ehf., dótturfélags Baugs hf., kr. 200.000.000,00 inn á bankareikning í eigu SPRON, númer 1151 26 009999, þar sem ákærði fékk útgefna bankaávísun sömu fjárhæðar, á nafn Helgu Gísladóttur. Ákærði afhenti eða lét afhenda Eiríki Sigurðssyni, sambýlismanni Helgu, eiganda alls hlutafjár í Vöruveltunni hf., bankaávísun þessa til greiðslu samkvæmt kaupsamningi dagsettum hinn 7. október 1998, þar sem Helga Gísladóttir seldi ákærða fyrir hönd ótilgreindra kaupenda allt hlutafé í hlutafélaginu Vöruveltunni og var ávísunin innleyst hinn 9. október 1998 og andvirði hennar lagt inn á bankareikning Helgu númer 0327 26 001708. 9. Með því að hafa hinn 15. júní 2001 látið Baug hf. greiða kr. 95.000.000,00 inn á bankareikning Kaupþings á Íslandi, nr. 1100 26 454080, þaðan sem fjárhæðinni var ráðstafað, ásamt láni frá Kaupthing Bank Luxembourg, að fjárhæð kr. 30.000.000,00, til félagsins Cardi Holding, dótturfélags Gaums Holding, sem bæði voru skráð í Lúxemborg, sem hlutafjárframlag í félagið FBA-Holding. Það félag var í eigu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. og þriggja annarra aðila. Færsla vegna greiðslunnar í bókhaldi Baugs hf. var með fylgiskjali, sem var útskrift tölvupósts með greiðslufyrirmælum ákærða til þáverandi fjármálastjóra Baugs hf., með handskrifuðum athugasemdum um númer bankareiknings sem greiðslan var færð inn á og svohljóðandi skýringum: „eignfæra ráðgjöf v/A Holding. Viðskiptafæra á Baug Holding. Vantar reikning“.” Brot ákærða samkvæmt 8. tölulið er talið varða við 247. gr. almennra hegningarlaga en brot hans samkvæmt 9. tölulið er talið varða við 247. gr. almennra hegningalaga, en til vara við 249. gr. sömu laga. Um verknaðarlýsingu í þessum ákæruliðum er það að segja, að þar er lýst ýmsum færslum og ráðstöfunum ákærða. Ráðstafanir sem þessar þurfa í sjálfu sér ekki að vera refsiverðar og hefði því þurft að koma fram með skýrum orðum, eins og gerir t. d. í I. kafla ákærunnar, hvernig ákærði er talinn hafa dregið sér, slegið eign sinni á, tileinkað sér eða tekið undir sig fé, sem er eitt hugtaksatriða fjárdráttarbrots, eða orða það með öðrum fullnægjandi hætti. Þá er verknaðarlýsingunni einnig áfátt að því er varðar varasökina á sama hátt og sagt var um liði 5 og 6 hér að ofan. Í IV. kafla ákæru er þeim Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu gefinn að sök fjárdráttur og/eða umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög í eftirgreindum tilvikum, en þó er heitis á ætluðu broti Kristínar, hilmingu, ekki getið: “10. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 23. ágúst 1999 látið millifæra af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, kr. 100.000.000,00 til Íslandsbanka hf., vegna innheimtu bankans á hlutafjárloforðum, sem greiðslu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., þegar einkahlutafélagið eignaðist 10.000.000 hluti í hlutafjárútboði í Baugi hf. í apríl 1999. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til Íslandsbanka hf., í þágu einkahlutafélagsins, færð á viðskiptamannareikning þess hjá Baugi hf., sem krafa, þannig að eftir bókun millifærslunnar stóð viðskiptamannareikningurinn í kr. 182.782.689,00. Krafa hlutafélagsins á einkahlutafélagið var síðar lækkuð með eftirtöldum greiðslum einkahlutafélagsins NRP til Baugs hf.; kr. 15.000.000,00 hinn 28. október 1999, kr. 15.000.000,00 hinn 2. nóvember 1999 og kr. 60.000.000,00 hinn 28. júní 2000, þegar einkahlutafélagið NRP eignaðist umrædd hlutabréf Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., en jafnframt var krafa á viðskiptamannareikningi einkahlutafélagsins hjá Baugi hf. færð niður um kr. 10.000.000,00 hinn 31. desember 1999. 11. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að hafa um mitt ár 1999 án greiðslu eða skuldaviðurkenninga afhent eða látið afhenda Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf. 10.695.295 hluti Baugs hf. í Flugleiðum hf., sem einkahlutafélagið seldi hinn 27. ágúst 1999 fyrir kr. 49.360.124,00. Framangreind ráðstöfun bréfanna var fyrst færð í bókhaldi Baugs hf. með lokafærslum frá endurskoðanda í árslok 1999 að fjárhæð kr. 44.800.000,00. Færslan var miðuð við 31. desember 1999 og þá færð sem krafa á viðskiptamannareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., sem eftir bókunina stóð í kr. 143.068.986,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með víxli útgefnum hinn 20. maí 2002 sem greiddur var 5. september sama ár. 12. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 11. október 1999 látið millifæra kr. 4.500.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 1150 26 00077, á bankareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna kaupa einkahlutafélagsins á hluta fasteignarinnar að Viðarhöfða 6, í Reykjavík. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til einkahlutafélagsins færð sem viðskiptakrafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., sem eftir bókun millifærslunnar stóð í kr. 187.665.005,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. Ákærðu Kristínu framkvæmdastjóra einkahlutafélagsins gat ekki dulist að millifærsla fjárhæðarinnar sem gerð var án skuldaviðurkenningar, samnings eða trygginga var ólögmæt og andstæð hagsmunum Baugs hf. 13. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 3. desember 1999 látið millifæra kr. 8.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, til SPRON sem greiðslu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. fyrir helmingshluta hlutafjár í eigu SPRON í Viðskiptatrausti ehf. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan færð sem krafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins í samræmi við útgefinn reikning, en eftir bókun færslunnar stóð viðskiptamannareikningurinn í kr. 168.031.286,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með kaupum Baugs hf. á öllu hlutafé í Viðskiptatrausti ehf., sem fært var til lækkunar á viðskiptamannareikningi einkahlutafélagsins hinn 30. júní 2000 fyrir kr. 16.000.000,00. 14. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 14. desember 1999 látið millifæra kr. 35.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, á bankareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna kaupa einkahlutafélagsins á 186.500 hlutum í Debenhams PLC í Bretlandi. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til einkahlutafélagsins færð sem viðskiptakrafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins, sem eftir bókun millifærslunnar stóð í kr. 201.001.430,00 en framangreind skuld einkahlutafélagsins, kr. 35.000.000,00, var gerð upp með greiðslu hinn 22. desember 1999 til hlutafélagsins. 15. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 látið færa kröfu á viðskiptamannareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. hjá Baugi hf. að fjárhæð kr. 50.529.987,00 vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf. í hlutafjárútboði í félaginu í desember árið 2000 þegar einkahlutafélagið eignaðist bréfin. Ákærðu Kristínu sem framkvæmdastjóra einkahlutafélagsins gat ekki dulist að lánveitingin, sem var án skuldaviðurkenningar, trygginga og samnings um endurgreiðslu og lánakjör, var ólögmæt og andstæð hagsmunum Baugs hf. Í bókhaldi Baugs hf. var krafan færð á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins. Eftir bókun kröfunnar stóð viðskiptamannareikningurinn í kr. 145.871.863,00 en skuld einkahlutafélagsins var síðar gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. 16. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 látið færa kröfu á viðskiptamannareikning ákærðu Kristínar í bókhaldi Baugs hf. að fjárhæð kr. 3.786.727,00 vegna kaupa ákærðu Kristínar á hlutabréfum í Baugi hf. í hlutafjárútboði í félaginu í desember 2000 þegar ákærða eignaðist hlutabréfin. Ákærðu Kristínu gat ekki dulist að lánveitingin, sem var án skuldaviðurkenningar, trygginga og samnings um endurgreiðslu og lánakjör, var ólögmæt. Arðgreiðsla af hlutabréfunum fyrir árið 2001, kr. 397.894,00, var færð til lækkunar á skuldinni hinn 5. júlí 2001 en skuld ákærðu var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. 17. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að hafa hinn 18. maí 2001 látið millifæra kr. 100.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, inn á bankareikning nr. 0527 26 001099 í eigu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., sem ákærðu Kristínu, sem var framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins, gat ekki dulist að var ólögmætt og andstætt hagsmunum Baugs hf., enda lánveitingin án þess að einkahlutafélagið legði fram skuldaviðurkenningu, tryggingu eða samning um endurgreiðslu eða lánakjör, fyrir fénu, sem ráðstafað var samdægurs af bankareikningi einkahlutafélagsins til Nordic Restaurant Group AB, sem hlutafjárframlag einkahlutafélagsins í því félagi. Í bókhaldi Baugs hf. var millifærslan til einkahlutafélagsins færð sem krafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins, sem eftir bókun millifærslunnar stóð í kr. 262.836.989,00 en skuld einkahlutafélagsins var síðar gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. 18. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 16. maí 2000 misnotað aðstöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða ábyrgða, kr. 64.500.000,00, fyrir hönd Baugs hf. til einkahlutafélagsins Fjárfars, kt. 521198-2149, sem ákærði Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf., að nafnverði kr. 5.000.000,00. Skuld Fjárfars ehf. við Baug hf., var gerð upp eftir húsleit lögreglu hjá Baugi hf., hinn 28. ágúst 2002. 19. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 30. júní 2000 misnotað aðstöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða ábyrgða, kr. 50.000.000,00 fyrir hönd Baugs hf., til einkahlutafélagsins Fjárfars, sem ákærði Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á 5 % hluta í Baugi.net ehf., kt. 570300-2960, af Baugi hf. að nafnverði kr. 2.500.000,00. Viðskipti félaganna með hlutabréf í Baugi.net ehf. gengu til baka hinn 21. febrúar 2002. 20. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 misnotað aðstöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða ábyrgða, kr. 85.758.591,00 fyrir hönd Baugs hf. til einkahlutafélagsins Fjárfars, sem Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf., í tengslum við hlutafjáraukningu þess, að nafnverði kr. 7.392.982,00. Skuld Fjárfars ehf. við Baug hf., var gerð upp eftir húsleit lögreglu hjá Baugi hf., hinn 28. ágúst 2002. 21. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf., greiða á tímabilinu frá 5. október 1998 til 2. maí 2002, samkvæmt reikningum, kostnað sem ákærði hafði stofnað til með úttektum á Visa og Mastercard greiðslukortum í reikning Baugs hf. vegna persónulegra úttekta ákærða óviðkomandi Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 12.553.358,60 svo sem hér á eftir greinir. Voru greiðslurnar í bókhaldi Baugs hf. færðar til eignar á viðskiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamannareikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru: [ ] 22. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf., greiða sér, á tímabilinu frá 2. júní 1999 til 12. júní 2002, í alls átta skipti, samtals kr. 9.536.452,00 úr sjóðum Baugs hf., í fimm skipti með millifærslum af bankareikningum hlutafélagsins nr. 1150 26 77 og 0527 26 720, inn á eigin bankareikning ákærða, í eitt skipti með millifærslu inn á bankareikning nafngreinds manns og í tvö skipti látið afhenda sér reiðufé. Voru greiðslurnar í bókhaldi Baugs hf. færðar til eignar á viðskiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf., svo sem hér á eftir greinir. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamannareikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru: [ ] 23. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf. greiða, á tímabilinu frá 26. janúar 1999 til 16. júlí 2002, samtals kr. 5.551.474,91, samkvæmt eftirgreindum reikningum, sem voru vegna kostnaðar sem ákærði hafði stofnað til og voru einkakostnaður ákærða, óviðkomandi Baugi hf. Greiðslurnar voru færðar til eignar á viðskiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamannareikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru: [ ]” Brot Jóns Ásgeirs eru samkvæmt 10. - 23. töluliðum m. a. talin varða við 247. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 249. gr. sömu laga. Brot Tryggva eru samkvæmt 10., 12. - 16. og 18. - 20. töluliðum ákæru talin varða m. a. við 247. gr., sbr. 22. gr., almennra hegningarlaga, til vara við 249. gr. sbr. 22. gr., sömu laga. Loks eru brot ákærðu Kristínar samkvæmt 12. og 15. - 17. töluliðum ákæru talin varða við 254. gr. almennra hegningarlaga. Í ákæruliðum 10 - 23 er lýst ýmsum færslum og ráðstöfunum ákærðu. Ráðstafanir sem þessar þurfa sjálfar og einar ekki að vera refsiverðar og hefði því, eins og áður er sagt, þurft koma fram með skýrum orðum hvernig ákærðu eru taldir hafa dregið sér, slegið eign sinni á, tileinkað sér eða tekið undir sig fé, sem telst vera eitt hugtaksatriða fjárdráttarbrots. Þá er verknaðarlýsingunni í liðum 10, 13, 14, 21, 22 einnig áfátt að því er varðar varasökina, sbr. það sem sagt var hér að ofan. Við ákæruliði nr. 18 – 20 er það einnig að athuga að þar virðist brotalýsingin fremur eiga við umboðssvik en fjárdrátt, sem þó verður að ætla af heimfærslunni að ákæruvaldið telji vera aðalbrotið. Við þátt Tryggva er það auk þess að athuga að athæfi hans í ákæruliðunum 10, 12 - 16 og 18 - 20 er lýst sem verknaði aðalmanns, líkt og verknaði Jóns Ásgeirs, en hann er allt að einu talinn vera hlutdeildarmaður í brotunum þegar þau eru færð undir refsiákvæði. Um þátt Kristínar samkvæmt liðum 12 og 15 – 17 er það að segja, að athæfi hennar er ekki lýst þar að neinu leyti, heldur einungis sagt að henni hafi ekki getað dulist að atferli meðákærðu hafi verið ólögmætt af ástæðum sem tilgreindar eru í þessum liðum. Samkvæmt c- lið 1. mgr. 116. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991 ber að greina í ákæru hvert það brot sé sem ákært er út af, hvar og hvenær það er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu. Í þessu felst að sakargiftir í ákæru þurfa að koma þar fram og þær þurfa að vera svo skýrar og ótvíræðar að ekki þurfi getum að þeim að leiða eða að deila um hverjar þær séu. Í þessu vegur þyngst sjálf verknaðarlýsingin en hin atriðin, sem talin eru upp í lagaákvæðinu, skipta minna máli. Samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd og áliti fræðimanna er þannig talið nauðsynlegt að hverju broti sé lýst allnákvæmlega í ákæru og á þann hátt sem sönnunargögn málsins eru talin benda til að það hafi gerst. Verður að lýsa því hvernig ákærði er talinn hafa með athæfi sínu gerst sekur um það brot sem um ræðir og þá þannig að atburðarásin falli að efnislýsingu refsilagabrotsins og skýringu refsiréttarins á því. Helgast þetta m. a. af því að sakborningi er nauðsyn á því að fá gerla að vita hvaða athæfi honum er gefið að sök, svo að hann geti varið sig, og ennfremur af því að dómari verður að geta gert sér svo glögga grein fyrir efni máls, að hann geti lagt á það dóm. Er ákærunni verulega áfátt að þessu leyti, eins og rakið hefur verið. Reyndar er hún ekki sem gleggst í ýmsum minni atriðum, sem óþarft er að rekja. Þykja ágallarnir varða frávísun, sbr. 4. mgr. 122. gr. oml. Þar sem hér er um verulegan hluta ákærunnar að ræða verður ekki hjá því komist að vísa málinu í heild frá dómi. Sakarkostnaður í málinu er þessi: Við ákvörðun málsvarnarlauna er tekið mið af vinnuskýrslum verjenda og viðmiðunarreglum dómstólaráðs nr. 1, 2002 og nr. 1, 2005. Þá er virðisaukaskattur innifalinn í málsvarnarlaununum. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Jóns Ásgeirs, Gests Jónssonar hrl., ákveðast þannig 10.218.275 krónur. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Jóhannesar Jónssonar, Einars Þórs Sverrissonar hdl., ákveðast þannig 3.575.889 krónur. Málsvarnarlaun verjanda ákærðu Kristínar, Kristínar Edwald hdl., ákveðast þannig 3.714.520 krónur. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Tryggva, Jakobs R. Möller hrl., ákveðast þannig 1.383.195 krónur. Loks ákveðast málsvarnarlaun verjanda ákærðu Stefáns Hilmars og Önnu, Þórunnar Guðmundsdóttur hrl., þannig 2.892.757 krónur. Yfirlit um sakarkostnað í málinu hefur ekki borist frá ákæruvaldinu, sbr. 2. mgr. 168. gr. oml., sbr. lög nr. 82, 2005, en fyrir utan málsvarnarlaun er kunnugt um að stofnað hefur verið til sakarkostnaðar vegna ákærða Jóns Ásgeirs sem nemur 9.352.475 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá hefur Andra Árnasyni hrl., sem var verjandi ákærða Tryggva í lögreglurannsókn málsins, verið greidd þóknun fyrir þann starfa sinn, 2.309.475 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og Helga Jóhannessyni hrl., sem var verjandi ákærða Jóns Ásgeirs framan af í lögreglurannsókninni, hefur sömuleiðis verið greidd þóknun fyrir starfann, 563.238 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Með því að málinu er vísað frá dómi verður sakarkostnaður í því ekki lagður á sakborninga, sbr. 1. mgr. 166. gr. oml., og ber að greiða hann úr ríkissjóði. Úrskurðarorð: Ákæru í máli þessu er vísað frá dómi. Úr ríkissjóði greiðast málsvarnarlaun sem hér segir: Gesti Jónssyni hrl., 10.218.275 krónur, Einari Þór Sverrissyni hdl., 3.575.889 krónur, Kristínu Edwald hdl., 3.714.520 krónur, Jakob R. Möller hrl., 1.383.195 krónur og Þórunni Guðmundsdóttur hrl., 2.892.757 krónur. Annar sakarkostnaður, samtals 12.788.426 krónur, greiðist einnig úr ríkissjóði. Pétur Guðgeirsson“ Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira
Öllum ákærum í Baugsmálinu svokallaða var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hér er birtur úrskurður Héraðsdóms í heild sinni. „Ár 2005, þriðjudaginn 20. september, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem haldið er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara og dómsformanni í málinu nr. S-1026/2005: Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum, kveðinn upp úrskurður þessi. Með ákæru, dagsettri 1. júlí sl., höfðaði ríkislögreglustjóri opinbert mál á hendur þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, kt. 270168-4509, Laufásvegi 69, Reykjavík, Jóhannesi Jónssyni, kt. 310840-3009, Hrafnabjörgum 4, Akureyri, Kristínu Jóhannesdóttur, kt. 090363-3959, Barðaströnd 9, Seltjarnarnesi, Tryggva Jónssyni, kt. 140755-2739, Vesturhúsum 22, Reykjavík, Stefáni Hilmari Hilmarssyni, kt. 300761-3649, Brautarholti 2, Reykjavík og Önnu Þórðardóttur, kt. 210960-5629, Langholtsvegi 108 a, Reykjavík. Í inngangi ákærunnar segir að Jóni Ásgeiri, sem sagður er hafa gegnt starfi forstjóra Baugs hf. frá 7. júlí 1998 til 3. júní 2002 og starfi stjórnarformanns hlutafélagsins frá 3. júní 2002, Tryggva, sem sagður er hafa gegnt starfi aðstoðarforstjóra Baugs hf. frá 7. júlí 1998 til 3. júní 2002 og starfi forstjóra hlutafélagsins frá 3. júní 2002, Jóhannesi, sem sagður er hafa verið stjórnarmaður Baugs hf. og starfsmaður félagsins frá 7. júlí 1998, Kristínu, sem sögð er hafa verið framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf., kt. 560389-1400, frá 27. ágúst 1999 og varastjórnarmaður Baugs hf. frá 26. apríl 2000, Stefáni Hilmari, sem sagður er hafa verið löggiltur endurskoðandi Baugs hf. frá 7. júlí 1998 og Önnu, sem sögð er hafa verið löggiltur endurskoðandi Baugs hf. frá og með árinu 2000, séu gefin að sök brot á almennum hegningarlögum, lögum um bókhald, ársreikninga og hlutafélög. Ennfremur er þess að geta að þrjú hinna ákærðu eru saksótt fyrir brot gegn tollalögum, þótt þess sé reyndar ekki getið í innganginum. Við athugun á ákærunni hafa dómendur þóst sjá slíka anmarka á henni að úr þeim verði ekki bætt undir rekstri málsins og dómur því ekki kveðinn upp um efni þess. Var sækjanda og verjendum gerð grein fyrir þessu í bréfi hinn 26. f. m. og boðað til þinghalds hinn 13. þ. m. í samhljóðan við 4. mgr. 122. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991, sbr. lög nr. 36, 1999. Var málefnið þá reifað og tekið til úrskurðar, en það er sem hér segir: Í II. kafla ákærunnar eru þeim Jóni Ásgeiri, Tryggva og Jóhannesi gefin að sök umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. í eftirgreindum tilvikum: “5. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa blekkt og misnotað aðstöðu sína sem forstjóri og aðstoðarforstjóri Baugs hf. þegar þeir fengu, með vitund ákærða Jóhannesar sem stjórnarmanns, stjórn þess á stjórnarfundi hinn 20. maí 1999 til þess að heimila ákærða Jóni Ásgeiri að ganga til samninga og að kaupa 70 % hlutafjár í Vöruveltunni hf. Á stjórnarfundinum leyndu ákærðu stjórn hlutafélagsins því að ákærði Jón Ásgeir var þá sjálfur umráðandi 70 % hlutafjár og átti stærsta hluta þess og var raunverulegur stjórnandi Vöruveltunnar hf., frá því að hann gerði hinn 7. október 1998 bindandi samning um kaup á öllu hlutafé í Vöruveltunni hf., að nafnverði kr. 4.600.000,00 fyrir kr. 1.150.000.000,00 og með viðbótargreiðslu að fjárhæð kr. 100.000.000,00 samkvæmt viðbótarsamningi ákærða við seljendur sem dagsettur er hinn 5. júní 1999. Baugur hf. eignaðist með viðskiptunum á árinu 1999 70% hlutafjár í Vöruveltunni hf. sem ákærði Jón Ásgeir átti að meginhluta og réði yfir, fyrir kr. 1.037.000.000,00. 6. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa misnotað aðstöðu sína, Jón Ásgeir sem forstjóri Baugs hf. og Tryggvi sem aðstoðarforstjóri Baugs hf. og stjórnarformaður Fasteignafélagsins Stoða hf., dótturfélags Baugs hf., þegar Fasteignafélagið Stoðir hf. keyptu fasteignir að Suðurlandsbraut 48, Laugalæk 2, Sporhömrum 3, Langarima 21 - 23 og Efstalandi 26 í Reykjavík, af Litla fasteignafélaginu ehf., fyrir kr. 354.000.000,00, en í árslok 1998 höfðu ákærðu selt Litla fasteignafélaginu ehf. eignirnar frá Vöruveltunni hf. fyrir kr. 217.000.000,00 með því að einkahlutafélagið yfirtók skuldir Vöruveltunnar hf., auk greiðslu.” Brot Jóns Ásgeirs samkvæmt þessum töluliðum ákæru er talið varða við 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og brot Jóhannesar og Tryggva við 249. gr. sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Umboðssvik, sbr. 249. gr. almennra hegningarlaga, eru auðgunarbrot. Er það eitt hugtaksatriða brotsins að brotamaður eða aðrir, hafi auðgast eða valdið samsvarandi tjóni eða tjónshættu með því að misnota aðstöðu sína. Í þessum ákæruliðum er lýst viðskiptum með hlutafé í Vöruveltunni hf. og með nokkrar fasteignir í Reykjavík. Ráðstafanir þessar þurfa sjálfar og einar ekki að vera refsiverðar og hefði því þurft að skilgreina það frekar hvernig brotið var framið, hvernig auðgun er talin hafa orðið, eða þá tilsvarandi tjón eða tjónshætta, eða skilgreina brotið með öðrum viðunandi hætti, eins og t. d. er þó gert í 7. ákærulið. Þá er það einnig athugavert að Tryggvi sýnist vera saksóttur sem aðalmaður ásamt Jóni Ásgeiri, en þegar kemur að heimfærslu til refsiákvæðs er hann samt talinn vera hlutdeildarmaður í brotunum. Loks er það að athuga að verknaði Jóhannesar er ekki lýst að neinu leyti í 5. ákærulið en þess einungis getið að hann hafi verið stjórnarmaður í Baugi hf. og haft vitneskju um tiltekin atriði. Í III. kafla ákærunnar er ákærða Jóni Ásgeiri er gefinn að sök fjárdráttur og/eða umboðssvik í eftirgreindum tilvikum: “8. Með því að hafa hinn 8. október 1998 látið millifæra af bankareikningi, númer 1151 26 000156, í eigu Baugs-Aðfanga ehf., dótturfélags Baugs hf., kr. 200.000.000,00 inn á bankareikning í eigu SPRON, númer 1151 26 009999, þar sem ákærði fékk útgefna bankaávísun sömu fjárhæðar, á nafn Helgu Gísladóttur. Ákærði afhenti eða lét afhenda Eiríki Sigurðssyni, sambýlismanni Helgu, eiganda alls hlutafjár í Vöruveltunni hf., bankaávísun þessa til greiðslu samkvæmt kaupsamningi dagsettum hinn 7. október 1998, þar sem Helga Gísladóttir seldi ákærða fyrir hönd ótilgreindra kaupenda allt hlutafé í hlutafélaginu Vöruveltunni og var ávísunin innleyst hinn 9. október 1998 og andvirði hennar lagt inn á bankareikning Helgu númer 0327 26 001708. 9. Með því að hafa hinn 15. júní 2001 látið Baug hf. greiða kr. 95.000.000,00 inn á bankareikning Kaupþings á Íslandi, nr. 1100 26 454080, þaðan sem fjárhæðinni var ráðstafað, ásamt láni frá Kaupthing Bank Luxembourg, að fjárhæð kr. 30.000.000,00, til félagsins Cardi Holding, dótturfélags Gaums Holding, sem bæði voru skráð í Lúxemborg, sem hlutafjárframlag í félagið FBA-Holding. Það félag var í eigu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. og þriggja annarra aðila. Færsla vegna greiðslunnar í bókhaldi Baugs hf. var með fylgiskjali, sem var útskrift tölvupósts með greiðslufyrirmælum ákærða til þáverandi fjármálastjóra Baugs hf., með handskrifuðum athugasemdum um númer bankareiknings sem greiðslan var færð inn á og svohljóðandi skýringum: „eignfæra ráðgjöf v/A Holding. Viðskiptafæra á Baug Holding. Vantar reikning“.” Brot ákærða samkvæmt 8. tölulið er talið varða við 247. gr. almennra hegningarlaga en brot hans samkvæmt 9. tölulið er talið varða við 247. gr. almennra hegningalaga, en til vara við 249. gr. sömu laga. Um verknaðarlýsingu í þessum ákæruliðum er það að segja, að þar er lýst ýmsum færslum og ráðstöfunum ákærða. Ráðstafanir sem þessar þurfa í sjálfu sér ekki að vera refsiverðar og hefði því þurft að koma fram með skýrum orðum, eins og gerir t. d. í I. kafla ákærunnar, hvernig ákærði er talinn hafa dregið sér, slegið eign sinni á, tileinkað sér eða tekið undir sig fé, sem er eitt hugtaksatriða fjárdráttarbrots, eða orða það með öðrum fullnægjandi hætti. Þá er verknaðarlýsingunni einnig áfátt að því er varðar varasökina á sama hátt og sagt var um liði 5 og 6 hér að ofan. Í IV. kafla ákæru er þeim Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu gefinn að sök fjárdráttur og/eða umboðssvik og brot gegn lögum um hlutafélög í eftirgreindum tilvikum, en þó er heitis á ætluðu broti Kristínar, hilmingu, ekki getið: “10. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 23. ágúst 1999 látið millifæra af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, kr. 100.000.000,00 til Íslandsbanka hf., vegna innheimtu bankans á hlutafjárloforðum, sem greiðslu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., þegar einkahlutafélagið eignaðist 10.000.000 hluti í hlutafjárútboði í Baugi hf. í apríl 1999. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til Íslandsbanka hf., í þágu einkahlutafélagsins, færð á viðskiptamannareikning þess hjá Baugi hf., sem krafa, þannig að eftir bókun millifærslunnar stóð viðskiptamannareikningurinn í kr. 182.782.689,00. Krafa hlutafélagsins á einkahlutafélagið var síðar lækkuð með eftirtöldum greiðslum einkahlutafélagsins NRP til Baugs hf.; kr. 15.000.000,00 hinn 28. október 1999, kr. 15.000.000,00 hinn 2. nóvember 1999 og kr. 60.000.000,00 hinn 28. júní 2000, þegar einkahlutafélagið NRP eignaðist umrædd hlutabréf Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., en jafnframt var krafa á viðskiptamannareikningi einkahlutafélagsins hjá Baugi hf. færð niður um kr. 10.000.000,00 hinn 31. desember 1999. 11. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að hafa um mitt ár 1999 án greiðslu eða skuldaviðurkenninga afhent eða látið afhenda Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf. 10.695.295 hluti Baugs hf. í Flugleiðum hf., sem einkahlutafélagið seldi hinn 27. ágúst 1999 fyrir kr. 49.360.124,00. Framangreind ráðstöfun bréfanna var fyrst færð í bókhaldi Baugs hf. með lokafærslum frá endurskoðanda í árslok 1999 að fjárhæð kr. 44.800.000,00. Færslan var miðuð við 31. desember 1999 og þá færð sem krafa á viðskiptamannareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., sem eftir bókunina stóð í kr. 143.068.986,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með víxli útgefnum hinn 20. maí 2002 sem greiddur var 5. september sama ár. 12. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 11. október 1999 látið millifæra kr. 4.500.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 1150 26 00077, á bankareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna kaupa einkahlutafélagsins á hluta fasteignarinnar að Viðarhöfða 6, í Reykjavík. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til einkahlutafélagsins færð sem viðskiptakrafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., sem eftir bókun millifærslunnar stóð í kr. 187.665.005,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. Ákærðu Kristínu framkvæmdastjóra einkahlutafélagsins gat ekki dulist að millifærsla fjárhæðarinnar sem gerð var án skuldaviðurkenningar, samnings eða trygginga var ólögmæt og andstæð hagsmunum Baugs hf. 13. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 3. desember 1999 látið millifæra kr. 8.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, til SPRON sem greiðslu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. fyrir helmingshluta hlutafjár í eigu SPRON í Viðskiptatrausti ehf. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan færð sem krafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins í samræmi við útgefinn reikning, en eftir bókun færslunnar stóð viðskiptamannareikningurinn í kr. 168.031.286,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með kaupum Baugs hf. á öllu hlutafé í Viðskiptatrausti ehf., sem fært var til lækkunar á viðskiptamannareikningi einkahlutafélagsins hinn 30. júní 2000 fyrir kr. 16.000.000,00. 14. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 14. desember 1999 látið millifæra kr. 35.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, á bankareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna kaupa einkahlutafélagsins á 186.500 hlutum í Debenhams PLC í Bretlandi. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til einkahlutafélagsins færð sem viðskiptakrafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins, sem eftir bókun millifærslunnar stóð í kr. 201.001.430,00 en framangreind skuld einkahlutafélagsins, kr. 35.000.000,00, var gerð upp með greiðslu hinn 22. desember 1999 til hlutafélagsins. 15. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 látið færa kröfu á viðskiptamannareikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. hjá Baugi hf. að fjárhæð kr. 50.529.987,00 vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf. í hlutafjárútboði í félaginu í desember árið 2000 þegar einkahlutafélagið eignaðist bréfin. Ákærðu Kristínu sem framkvæmdastjóra einkahlutafélagsins gat ekki dulist að lánveitingin, sem var án skuldaviðurkenningar, trygginga og samnings um endurgreiðslu og lánakjör, var ólögmæt og andstæð hagsmunum Baugs hf. Í bókhaldi Baugs hf. var krafan færð á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins. Eftir bókun kröfunnar stóð viðskiptamannareikningurinn í kr. 145.871.863,00 en skuld einkahlutafélagsins var síðar gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. 16. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 látið færa kröfu á viðskiptamannareikning ákærðu Kristínar í bókhaldi Baugs hf. að fjárhæð kr. 3.786.727,00 vegna kaupa ákærðu Kristínar á hlutabréfum í Baugi hf. í hlutafjárútboði í félaginu í desember 2000 þegar ákærða eignaðist hlutabréfin. Ákærðu Kristínu gat ekki dulist að lánveitingin, sem var án skuldaviðurkenningar, trygginga og samnings um endurgreiðslu og lánakjör, var ólögmæt. Arðgreiðsla af hlutabréfunum fyrir árið 2001, kr. 397.894,00, var færð til lækkunar á skuldinni hinn 5. júlí 2001 en skuld ákærðu var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. 17. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að hafa hinn 18. maí 2001 látið millifæra kr. 100.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, inn á bankareikning nr. 0527 26 001099 í eigu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., sem ákærðu Kristínu, sem var framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins, gat ekki dulist að var ólögmætt og andstætt hagsmunum Baugs hf., enda lánveitingin án þess að einkahlutafélagið legði fram skuldaviðurkenningu, tryggingu eða samning um endurgreiðslu eða lánakjör, fyrir fénu, sem ráðstafað var samdægurs af bankareikningi einkahlutafélagsins til Nordic Restaurant Group AB, sem hlutafjárframlag einkahlutafélagsins í því félagi. Í bókhaldi Baugs hf. var millifærslan til einkahlutafélagsins færð sem krafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins, sem eftir bókun millifærslunnar stóð í kr. 262.836.989,00 en skuld einkahlutafélagsins var síðar gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. 18. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 16. maí 2000 misnotað aðstöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða ábyrgða, kr. 64.500.000,00, fyrir hönd Baugs hf. til einkahlutafélagsins Fjárfars, kt. 521198-2149, sem ákærði Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf., að nafnverði kr. 5.000.000,00. Skuld Fjárfars ehf. við Baug hf., var gerð upp eftir húsleit lögreglu hjá Baugi hf., hinn 28. ágúst 2002. 19. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 30. júní 2000 misnotað aðstöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða ábyrgða, kr. 50.000.000,00 fyrir hönd Baugs hf., til einkahlutafélagsins Fjárfars, sem ákærði Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á 5 % hluta í Baugi.net ehf., kt. 570300-2960, af Baugi hf. að nafnverði kr. 2.500.000,00. Viðskipti félaganna með hlutabréf í Baugi.net ehf. gengu til baka hinn 21. febrúar 2002. 20. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 misnotað aðstöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamnings, trygginga eða ábyrgða, kr. 85.758.591,00 fyrir hönd Baugs hf. til einkahlutafélagsins Fjárfars, sem Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf., í tengslum við hlutafjáraukningu þess, að nafnverði kr. 7.392.982,00. Skuld Fjárfars ehf. við Baug hf., var gerð upp eftir húsleit lögreglu hjá Baugi hf., hinn 28. ágúst 2002. 21. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf., greiða á tímabilinu frá 5. október 1998 til 2. maí 2002, samkvæmt reikningum, kostnað sem ákærði hafði stofnað til með úttektum á Visa og Mastercard greiðslukortum í reikning Baugs hf. vegna persónulegra úttekta ákærða óviðkomandi Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 12.553.358,60 svo sem hér á eftir greinir. Voru greiðslurnar í bókhaldi Baugs hf. færðar til eignar á viðskiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamannareikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru: [ ] 22. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf., greiða sér, á tímabilinu frá 2. júní 1999 til 12. júní 2002, í alls átta skipti, samtals kr. 9.536.452,00 úr sjóðum Baugs hf., í fimm skipti með millifærslum af bankareikningum hlutafélagsins nr. 1150 26 77 og 0527 26 720, inn á eigin bankareikning ákærða, í eitt skipti með millifærslu inn á bankareikning nafngreinds manns og í tvö skipti látið afhenda sér reiðufé. Voru greiðslurnar í bókhaldi Baugs hf. færðar til eignar á viðskiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf., svo sem hér á eftir greinir. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamannareikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru: [ ] 23. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf. greiða, á tímabilinu frá 26. janúar 1999 til 16. júlí 2002, samtals kr. 5.551.474,91, samkvæmt eftirgreindum reikningum, sem voru vegna kostnaðar sem ákærði hafði stofnað til og voru einkakostnaður ákærða, óviðkomandi Baugi hf. Greiðslurnar voru færðar til eignar á viðskiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamannareikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru: [ ]” Brot Jóns Ásgeirs eru samkvæmt 10. - 23. töluliðum m. a. talin varða við 247. gr. almennra hegningarlaga, en til vara við 249. gr. sömu laga. Brot Tryggva eru samkvæmt 10., 12. - 16. og 18. - 20. töluliðum ákæru talin varða m. a. við 247. gr., sbr. 22. gr., almennra hegningarlaga, til vara við 249. gr. sbr. 22. gr., sömu laga. Loks eru brot ákærðu Kristínar samkvæmt 12. og 15. - 17. töluliðum ákæru talin varða við 254. gr. almennra hegningarlaga. Í ákæruliðum 10 - 23 er lýst ýmsum færslum og ráðstöfunum ákærðu. Ráðstafanir sem þessar þurfa sjálfar og einar ekki að vera refsiverðar og hefði því, eins og áður er sagt, þurft koma fram með skýrum orðum hvernig ákærðu eru taldir hafa dregið sér, slegið eign sinni á, tileinkað sér eða tekið undir sig fé, sem telst vera eitt hugtaksatriða fjárdráttarbrots. Þá er verknaðarlýsingunni í liðum 10, 13, 14, 21, 22 einnig áfátt að því er varðar varasökina, sbr. það sem sagt var hér að ofan. Við ákæruliði nr. 18 – 20 er það einnig að athuga að þar virðist brotalýsingin fremur eiga við umboðssvik en fjárdrátt, sem þó verður að ætla af heimfærslunni að ákæruvaldið telji vera aðalbrotið. Við þátt Tryggva er það auk þess að athuga að athæfi hans í ákæruliðunum 10, 12 - 16 og 18 - 20 er lýst sem verknaði aðalmanns, líkt og verknaði Jóns Ásgeirs, en hann er allt að einu talinn vera hlutdeildarmaður í brotunum þegar þau eru færð undir refsiákvæði. Um þátt Kristínar samkvæmt liðum 12 og 15 – 17 er það að segja, að athæfi hennar er ekki lýst þar að neinu leyti, heldur einungis sagt að henni hafi ekki getað dulist að atferli meðákærðu hafi verið ólögmætt af ástæðum sem tilgreindar eru í þessum liðum. Samkvæmt c- lið 1. mgr. 116. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991 ber að greina í ákæru hvert það brot sé sem ákært er út af, hvar og hvenær það er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu. Í þessu felst að sakargiftir í ákæru þurfa að koma þar fram og þær þurfa að vera svo skýrar og ótvíræðar að ekki þurfi getum að þeim að leiða eða að deila um hverjar þær séu. Í þessu vegur þyngst sjálf verknaðarlýsingin en hin atriðin, sem talin eru upp í lagaákvæðinu, skipta minna máli. Samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd og áliti fræðimanna er þannig talið nauðsynlegt að hverju broti sé lýst allnákvæmlega í ákæru og á þann hátt sem sönnunargögn málsins eru talin benda til að það hafi gerst. Verður að lýsa því hvernig ákærði er talinn hafa með athæfi sínu gerst sekur um það brot sem um ræðir og þá þannig að atburðarásin falli að efnislýsingu refsilagabrotsins og skýringu refsiréttarins á því. Helgast þetta m. a. af því að sakborningi er nauðsyn á því að fá gerla að vita hvaða athæfi honum er gefið að sök, svo að hann geti varið sig, og ennfremur af því að dómari verður að geta gert sér svo glögga grein fyrir efni máls, að hann geti lagt á það dóm. Er ákærunni verulega áfátt að þessu leyti, eins og rakið hefur verið. Reyndar er hún ekki sem gleggst í ýmsum minni atriðum, sem óþarft er að rekja. Þykja ágallarnir varða frávísun, sbr. 4. mgr. 122. gr. oml. Þar sem hér er um verulegan hluta ákærunnar að ræða verður ekki hjá því komist að vísa málinu í heild frá dómi. Sakarkostnaður í málinu er þessi: Við ákvörðun málsvarnarlauna er tekið mið af vinnuskýrslum verjenda og viðmiðunarreglum dómstólaráðs nr. 1, 2002 og nr. 1, 2005. Þá er virðisaukaskattur innifalinn í málsvarnarlaununum. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Jóns Ásgeirs, Gests Jónssonar hrl., ákveðast þannig 10.218.275 krónur. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Jóhannesar Jónssonar, Einars Þórs Sverrissonar hdl., ákveðast þannig 3.575.889 krónur. Málsvarnarlaun verjanda ákærðu Kristínar, Kristínar Edwald hdl., ákveðast þannig 3.714.520 krónur. Málsvarnarlaun verjanda ákærða Tryggva, Jakobs R. Möller hrl., ákveðast þannig 1.383.195 krónur. Loks ákveðast málsvarnarlaun verjanda ákærðu Stefáns Hilmars og Önnu, Þórunnar Guðmundsdóttur hrl., þannig 2.892.757 krónur. Yfirlit um sakarkostnað í málinu hefur ekki borist frá ákæruvaldinu, sbr. 2. mgr. 168. gr. oml., sbr. lög nr. 82, 2005, en fyrir utan málsvarnarlaun er kunnugt um að stofnað hefur verið til sakarkostnaðar vegna ákærða Jóns Ásgeirs sem nemur 9.352.475 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Þá hefur Andra Árnasyni hrl., sem var verjandi ákærða Tryggva í lögreglurannsókn málsins, verið greidd þóknun fyrir þann starfa sinn, 2.309.475 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, og Helga Jóhannessyni hrl., sem var verjandi ákærða Jóns Ásgeirs framan af í lögreglurannsókninni, hefur sömuleiðis verið greidd þóknun fyrir starfann, 563.238 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Með því að málinu er vísað frá dómi verður sakarkostnaður í því ekki lagður á sakborninga, sbr. 1. mgr. 166. gr. oml., og ber að greiða hann úr ríkissjóði. Úrskurðarorð: Ákæru í máli þessu er vísað frá dómi. Úr ríkissjóði greiðast málsvarnarlaun sem hér segir: Gesti Jónssyni hrl., 10.218.275 krónur, Einari Þór Sverrissyni hdl., 3.575.889 krónur, Kristínu Edwald hdl., 3.714.520 krónur, Jakob R. Möller hrl., 1.383.195 krónur og Þórunni Guðmundsdóttur hrl., 2.892.757 krónur. Annar sakarkostnaður, samtals 12.788.426 krónur, greiðist einnig úr ríkissjóði. Pétur Guðgeirsson“
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Sjá meira