Segist eiga inni sjö vikna hvíld 21. september 2005 00:01 Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi, að sögn Bergþórs Björnssonar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir, að viðkomandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tímann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldartími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustuhætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könnun á vefsíðu sinni þar sem félagsmenn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. "Þess vegna hef ég ekki nákvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglæknar telja sig eiga inni hjá spítalanum," segir hann. "Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrirkomulagið hefur einnig verið misjafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerðingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring." Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldartíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úrskurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldarmálum unglækna nú segir Bergþór að eftir að framkvæmdastjóri lækninga LSH ritaði sviðsstjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglæknar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efnum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þess eru dæmi, að unglæknir telji sig eiga inni yfir 300 klukkustundir í hvíldartíma hjá Landspítala háskólasjúkarhúsi, að sögn Bergþórs Björnssonar gjaldkera í stjórn Félags unglækna. Bergþór segir, að viðkomandi unglæknir styðjist við vinnuskýrslur sem nái aftur í tímann. Læknafélag Íslands stendur nú í málaferlum við LSH vegna ágreinings um hvort lögboðinn ellefu stunda lágmarkshvíldartími hafi náð til unglækna frá því að lögum um aðbúnað og hollustuhætti var breytt 7. apríl 2003. Þeir hafa ekki fengið þann hvíldartíma sem þeir telja sig eiga rétt á frá gildistöku breyttra laga og þar til í vor sem leið. Félag unglækna gerir nú könnun á vefsíðu sinni þar sem félagsmenn eru beðnir að skrá hversu marga hvíldartíma þeir telja sig eiga inni hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi frá þessu tímabili. Að sögn Bergþórs átti henni að vera lokið en tafir hafa orðið vegna tæknilegra örðugleika. "Þess vegna hef ég ekki nákvæmt meðaltal eða heildartölu um hvíldarstundir sem unglæknar telja sig eiga inni hjá spítalanum," segir hann. "Það hefur hins vegar verið mismunandi milli deilda hvað menn hafa verið að ganga stífar vaktir. Vaktafyrirkomulagið hefur einnig verið misjafnt eftir deildum og þar með hversu mikil hvíldartímaskerðingin hefur verið. Þar sem vaktir eru styttri og þéttari fá menn meiri hvíldartíma á milli. Annars staðar hefur þetta verið allt upp í um og yfir sólarhring." Bergþór segir, að sú hvíld sem unglæknar fái inni á spítalanum yfir nótt þegar lítið er að gera teljist ekki til lögboðins hvíldartíma. Úr þessu hafi fengist skorið fyrir Evrópudómstólnum, sem úrskurðaði að vera á vinnustað geti á engan hátt talist hvíld. Spurður um stöðuna í hvíldarmálum unglækna nú segir Bergþór að eftir að framkvæmdastjóri lækninga LSH ritaði sviðsstjórum á spítalanum bréf, þar sem áhersla er lögð á að vaktir séu með þeim hætti að unglæknar fái lögboðna hvíld, hafi orðið veruleg breyting til batnaðar á réttindum þeirra í þessum efnum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira