Sport

Keane ætlar í þjálfun

Roy Keane hefur rætt við forráðamenn Manchester United um að verða þjálfari hjá liðinu eftir að hann leggur skóna á hilluna. Keane, sem fótbrotnaði í leik gegn Liverpool fyrir skömmu, hefur tekið námskeið í þjálfun á undanförnum árum og mun bæta enn frekar við sig á næstunni meðan hann jafnar sig af meiðslunum. "Ég tel mig enn hafa mikið fram að færa sem leikmaður. Þegar ég er hættur að geta hjálpað Manchester United inni á vellinum mun ég snúa mér að öðrum störfum hjá félaginu," sagði Keane við breska fjölmiðla í gær. Liðsfélagi Keane hjá Manchester United, Paul Scholes, er ekki í nokkrum vafa um að Keane eigi eftir að verða góður þjálfari. "Það hafa fáir leikmenn jafn mikla leiðtogahæfileika og Keane, og þeir nýtast vel í þjálfuninni. Ég held að Keane verði knattspyrnustjóri Manchester United í framtíðinni. En vonandi heldur hann áfram að spila því hann er ennþá einn af betri miðjumönnum í heiminum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×