Dagfarsprúði maðurinn aldrei verið eins reiður Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 21:46 Shahid Khan er almennt ljúfur sem lamb en misbauð allhressilega í gærkvöld. vísir/afp Allt er í báli og brandi hjá ameríska fótboltaliðinu Jacksonville Jaguars og er eigandi liðsins, Shahid Khan, sagður ævareiður yfir stöðunni. Félagið þurfti að þola eitt stærsta tap í sögu þess í gærkvöld. Ekki var að sjá rándýrseðlið í liði Jaguars er það tapaði hressilega, 47-10, fyrir Buffalo Bills í NFL-deildinni í gærkvöld. Gæðaleysi er eitt en helsta gagnrýnin hefur beinst að andleysinu, kraftleysinu og dugleysinu sem einkenndi bæði sókn og vörn. Um er að ræða sjötta stærsta tap í sögu félagsins og hefur það tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Þá vann liðið aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum í fyrra og sá sigur kom gegn arfaslöku liði Carolina Panthers. Menn orðlausir og hvers kyns breytingar á borðinu Varnarmaðurinn Josh Hines-Allen var orðlaus eftir leik gærkvöldsins og sagði Jacksonville hreinlega hafa verið yfirspilað í bæði vörn og sókn. „Það er ekkert hægt að sykurhúða þetta,“ sagði hann eftir leik. „Ég er bara í sjokki, þetta var rugl,“ bætti hann við. Lawrence á ekki öruggt sæti, samkvæmt þjálfaranum.Wesley Hitt/Getty Images Vandræði Jaguars eru þá komin á það stig að Doug Pederson, þjálfari liðsins, sem er sagður í afar heitu sæti, segir engan öruggan um starf sitt, eða byrjunarliðssæti. Ekki einu sinni leikstjórnandinn rándýri, Trevor Lawrence. „Það þurfa að verða breytingar. Hvort sem það er sóknarleikurinn, starfsfólk, allt er á borðinu,“ sagði öskuillur Pederson sem útilokaði ekki að bekkja Lawrence, sem á að vera stjarna liðsins, en lék líkt og aðrir leikmenn þess töluvert yfir pari vallar í gær. Eigandinn foxillur Eigandi liðsins, Shahid Khan, er ekki sagður mikið hressari en þjálfarinn og verður áhugavert að sjá hvort hann sjái sér hreinlega vænlegastan kost í stöðunni að skipta Pederson út. Ráðalausir Pederson og Lawrence í gær. Pederson er sagður sitja á funheitum stjórastóli.Kevin Sabitus/Getty Images Khan er almennt álitinn prúðlyndismaður með mikið jafnaðargeð en samkvæmt bandarískum miðlum misbauð honum algjörlega er Jacksonville þurfti að þola 37 stiga tap. Heimildamaður nátengdur Khan segir hann hafa verið „reiðari en ég hef nokkurn tíma séð Shad. Hann er venjulega hlédrægur, indæll heiðursmaður. En ekki í kvöld.“ Næsti leikur Jacksonville Jaguars er gegn Houston Texans á sunnudaginn kemur. Houston-liðið hefur spilað vel síðustu misseri en tapaði óvænt stórt, 34-7, fyrir Minnesota Vikings síðustu helgi. Bæði lið hafa því eitthvað að sanna er þau mætast seinni partinn á sunnudag. NFL Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjá meira
Ekki var að sjá rándýrseðlið í liði Jaguars er það tapaði hressilega, 47-10, fyrir Buffalo Bills í NFL-deildinni í gærkvöld. Gæðaleysi er eitt en helsta gagnrýnin hefur beinst að andleysinu, kraftleysinu og dugleysinu sem einkenndi bæði sókn og vörn. Um er að ræða sjötta stærsta tap í sögu félagsins og hefur það tapað öllum þremur leikjum sínum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Þá vann liðið aðeins einn af síðustu sex leikjum sínum í fyrra og sá sigur kom gegn arfaslöku liði Carolina Panthers. Menn orðlausir og hvers kyns breytingar á borðinu Varnarmaðurinn Josh Hines-Allen var orðlaus eftir leik gærkvöldsins og sagði Jacksonville hreinlega hafa verið yfirspilað í bæði vörn og sókn. „Það er ekkert hægt að sykurhúða þetta,“ sagði hann eftir leik. „Ég er bara í sjokki, þetta var rugl,“ bætti hann við. Lawrence á ekki öruggt sæti, samkvæmt þjálfaranum.Wesley Hitt/Getty Images Vandræði Jaguars eru þá komin á það stig að Doug Pederson, þjálfari liðsins, sem er sagður í afar heitu sæti, segir engan öruggan um starf sitt, eða byrjunarliðssæti. Ekki einu sinni leikstjórnandinn rándýri, Trevor Lawrence. „Það þurfa að verða breytingar. Hvort sem það er sóknarleikurinn, starfsfólk, allt er á borðinu,“ sagði öskuillur Pederson sem útilokaði ekki að bekkja Lawrence, sem á að vera stjarna liðsins, en lék líkt og aðrir leikmenn þess töluvert yfir pari vallar í gær. Eigandinn foxillur Eigandi liðsins, Shahid Khan, er ekki sagður mikið hressari en þjálfarinn og verður áhugavert að sjá hvort hann sjái sér hreinlega vænlegastan kost í stöðunni að skipta Pederson út. Ráðalausir Pederson og Lawrence í gær. Pederson er sagður sitja á funheitum stjórastóli.Kevin Sabitus/Getty Images Khan er almennt álitinn prúðlyndismaður með mikið jafnaðargeð en samkvæmt bandarískum miðlum misbauð honum algjörlega er Jacksonville þurfti að þola 37 stiga tap. Heimildamaður nátengdur Khan segir hann hafa verið „reiðari en ég hef nokkurn tíma séð Shad. Hann er venjulega hlédrægur, indæll heiðursmaður. En ekki í kvöld.“ Næsti leikur Jacksonville Jaguars er gegn Houston Texans á sunnudaginn kemur. Houston-liðið hefur spilað vel síðustu misseri en tapaði óvænt stórt, 34-7, fyrir Minnesota Vikings síðustu helgi. Bæði lið hafa því eitthvað að sanna er þau mætast seinni partinn á sunnudag.
NFL Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Getafe - Real Madrid | Mbappé mættur aftur AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti