Hvers virði eru þessi störf? Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 22. september 2005 00:01 Íslensk börn eyða drjúgum hluta ævi sinnar á leikskólanum. Samfélag okkar er byggt þannig upp að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag og því hafa leikskólarnir að miklu leyti tekið við uppeldishlutverkinu. Á leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf. Þar vinnur sérhæft starfsfólk sem er vel þjálfað í sínu fagi og hefur metnað til að hlúa eins vel að ungviðinu og hugsast getur. Leikskólinn er ekki geymsla fyrir börn og leikskólakennarar eru ekki bara barnapíur. Þeir eru uppalendur, leiðbeinendur og kennarar og þeir axla gríðarlega ábyrgð. Starfið krefst kunnáttu og fagþekkingar sem ekki allir búa yfir enda eiga leikskólakennarar þriggja ára háskólanám að baki. Laun leikskólakennara ættu að sjálfsögðu að vera í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þannig er það hins vegar ekki. Laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Þau hafa alltaf verið lág en nú er ástandið orðið svo slæmt að erfitt er að manna stöður á leikskólunum. Jafnvel menntaðir leikskólakennarar sem hafa eytt þremur árum í að mennta sig í greininni kjósa sér annan starfsvettvang. Ekki vegna þess að þá langi ekki til að vinna á leikskóla heldur vegna þess að launin eru svo lág að hugsjónarstarfið þarf að víkja fyrir þeirri einföldu nauðsyn að eiga til hnífs og skeiðar. Manneklan á leikskólunum er farin að hafa áhrif á samfélagið og sumstaðar hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að senda hluta barnanna heim. Vandinn er stór en samt virðist hann ekki trufla hinn almenna borgara mikið. Flestir gera sér jú grein fyrir því að eitthvað þarf að gera en umræðan virðist helst snúast um það að finna einhverja - og þá meina ég einhverja - til að vinna þessi störf og leysa málið þannig. Sautján ára skólastúlkur eru farnar að taka að sér ábyrgðarfull hlutverk á leikskólunum og raddir eru uppi um að smala atvinnulausu fólki inn á leikskólana. Þetta er vissulega redding en það leysir engan vanda. Launin verða að hækka. Ekki bara vegna menntunar, vinnutíma og álags leikskólakennara heldur líka af þeirri einföldu ástæðu að starfið er þess virði. Leikskólinn er, eins og skólakerfið allt, gríðarlega mikilvægur í samfélaginu og það er kominn tími til að við sýnum þeim sem þar starfa, bæði menntuðum og ómenntuðum, þá virðingu sem þeir eiga skilið. Okkur er ekki sama um börnin okkar og við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið til að sinna þeim. Umræðan undanfarna daga sannar svo um munar að enn eimir eftir af því sjónarmiði að leikskólinn sé geymsla fyrir börn og það er sorglegt að sjá hve margir af ráðamönnum þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sérmenntun leikskólakennara.Vissulega getur svo til hver sem er litið til með barni en það er bara ekki það sama og að vera leikskólakennari. Við megum ekki gera lítið úr menntun leikskólakennara. Ef það vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum dytti ekki nokkrum manni í hug að smala saman fólki af götunni til að manna þær stöður. Menntun leikskólakennara er dýrmæt og starfið sem þeir vinna skiptir sköpum fyrir börnin okkar. Eftir hverju metum við annars verðmæti starfa? Fer það eftir gróðanum sem þau skapa eða mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Finnst okkur í alvörunni ósköp eðlilegt að fólkið sem vinnur við að passa peningana okkar í bankanum sé með helmingi hærri laun en þeir sem gæta barnanna okkar? Er ekkert bogið við þá staðreynd að hægt sé að hafa meira upp úr því að hreinsa skólpræsi en að vinna á leikskóla eins og við fengum fregnir af í vikunni? Laun leikskólakennara ættu að vera svo miklu, miklu hærri en þau eru því þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að vilja börnunum okkar það besta. Þótt önnur störf skili vissulega meiri peningum í þjóðarbúið megum við ekki gleyma því að þessi störf eru undirstöðustörfin í þjóðfélaginu. Þetta eru störfin sem mestu skipta þegar til lengri tíma er litið. Á leikskólanum er lagður grunnur að lífi barnsins og afrakstur þeirrar vinnu verður ekki metinn til fjár. Vinnuna sjálfa ætti hins vegar klárlega að meta til fjár. Þórgunnur Oddsdóttir -thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Íslensk börn eyða drjúgum hluta ævi sinnar á leikskólanum. Samfélag okkar er byggt þannig upp að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag og því hafa leikskólarnir að miklu leyti tekið við uppeldishlutverkinu. Á leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf. Þar vinnur sérhæft starfsfólk sem er vel þjálfað í sínu fagi og hefur metnað til að hlúa eins vel að ungviðinu og hugsast getur. Leikskólinn er ekki geymsla fyrir börn og leikskólakennarar eru ekki bara barnapíur. Þeir eru uppalendur, leiðbeinendur og kennarar og þeir axla gríðarlega ábyrgð. Starfið krefst kunnáttu og fagþekkingar sem ekki allir búa yfir enda eiga leikskólakennarar þriggja ára háskólanám að baki. Laun leikskólakennara ættu að sjálfsögðu að vera í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þannig er það hins vegar ekki. Laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Þau hafa alltaf verið lág en nú er ástandið orðið svo slæmt að erfitt er að manna stöður á leikskólunum. Jafnvel menntaðir leikskólakennarar sem hafa eytt þremur árum í að mennta sig í greininni kjósa sér annan starfsvettvang. Ekki vegna þess að þá langi ekki til að vinna á leikskóla heldur vegna þess að launin eru svo lág að hugsjónarstarfið þarf að víkja fyrir þeirri einföldu nauðsyn að eiga til hnífs og skeiðar. Manneklan á leikskólunum er farin að hafa áhrif á samfélagið og sumstaðar hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að senda hluta barnanna heim. Vandinn er stór en samt virðist hann ekki trufla hinn almenna borgara mikið. Flestir gera sér jú grein fyrir því að eitthvað þarf að gera en umræðan virðist helst snúast um það að finna einhverja - og þá meina ég einhverja - til að vinna þessi störf og leysa málið þannig. Sautján ára skólastúlkur eru farnar að taka að sér ábyrgðarfull hlutverk á leikskólunum og raddir eru uppi um að smala atvinnulausu fólki inn á leikskólana. Þetta er vissulega redding en það leysir engan vanda. Launin verða að hækka. Ekki bara vegna menntunar, vinnutíma og álags leikskólakennara heldur líka af þeirri einföldu ástæðu að starfið er þess virði. Leikskólinn er, eins og skólakerfið allt, gríðarlega mikilvægur í samfélaginu og það er kominn tími til að við sýnum þeim sem þar starfa, bæði menntuðum og ómenntuðum, þá virðingu sem þeir eiga skilið. Okkur er ekki sama um börnin okkar og við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið til að sinna þeim. Umræðan undanfarna daga sannar svo um munar að enn eimir eftir af því sjónarmiði að leikskólinn sé geymsla fyrir börn og það er sorglegt að sjá hve margir af ráðamönnum þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sérmenntun leikskólakennara.Vissulega getur svo til hver sem er litið til með barni en það er bara ekki það sama og að vera leikskólakennari. Við megum ekki gera lítið úr menntun leikskólakennara. Ef það vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum dytti ekki nokkrum manni í hug að smala saman fólki af götunni til að manna þær stöður. Menntun leikskólakennara er dýrmæt og starfið sem þeir vinna skiptir sköpum fyrir börnin okkar. Eftir hverju metum við annars verðmæti starfa? Fer það eftir gróðanum sem þau skapa eða mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Finnst okkur í alvörunni ósköp eðlilegt að fólkið sem vinnur við að passa peningana okkar í bankanum sé með helmingi hærri laun en þeir sem gæta barnanna okkar? Er ekkert bogið við þá staðreynd að hægt sé að hafa meira upp úr því að hreinsa skólpræsi en að vinna á leikskóla eins og við fengum fregnir af í vikunni? Laun leikskólakennara ættu að vera svo miklu, miklu hærri en þau eru því þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að vilja börnunum okkar það besta. Þótt önnur störf skili vissulega meiri peningum í þjóðarbúið megum við ekki gleyma því að þessi störf eru undirstöðustörfin í þjóðfélaginu. Þetta eru störfin sem mestu skipta þegar til lengri tíma er litið. Á leikskólanum er lagður grunnur að lífi barnsins og afrakstur þeirrar vinnu verður ekki metinn til fjár. Vinnuna sjálfa ætti hins vegar klárlega að meta til fjár. Þórgunnur Oddsdóttir -thorgunnur@frettabladid.is
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun