Hvers virði eru þessi störf? Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 22. september 2005 00:01 Íslensk börn eyða drjúgum hluta ævi sinnar á leikskólanum. Samfélag okkar er byggt þannig upp að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag og því hafa leikskólarnir að miklu leyti tekið við uppeldishlutverkinu. Á leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf. Þar vinnur sérhæft starfsfólk sem er vel þjálfað í sínu fagi og hefur metnað til að hlúa eins vel að ungviðinu og hugsast getur. Leikskólinn er ekki geymsla fyrir börn og leikskólakennarar eru ekki bara barnapíur. Þeir eru uppalendur, leiðbeinendur og kennarar og þeir axla gríðarlega ábyrgð. Starfið krefst kunnáttu og fagþekkingar sem ekki allir búa yfir enda eiga leikskólakennarar þriggja ára háskólanám að baki. Laun leikskólakennara ættu að sjálfsögðu að vera í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þannig er það hins vegar ekki. Laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Þau hafa alltaf verið lág en nú er ástandið orðið svo slæmt að erfitt er að manna stöður á leikskólunum. Jafnvel menntaðir leikskólakennarar sem hafa eytt þremur árum í að mennta sig í greininni kjósa sér annan starfsvettvang. Ekki vegna þess að þá langi ekki til að vinna á leikskóla heldur vegna þess að launin eru svo lág að hugsjónarstarfið þarf að víkja fyrir þeirri einföldu nauðsyn að eiga til hnífs og skeiðar. Manneklan á leikskólunum er farin að hafa áhrif á samfélagið og sumstaðar hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að senda hluta barnanna heim. Vandinn er stór en samt virðist hann ekki trufla hinn almenna borgara mikið. Flestir gera sér jú grein fyrir því að eitthvað þarf að gera en umræðan virðist helst snúast um það að finna einhverja - og þá meina ég einhverja - til að vinna þessi störf og leysa málið þannig. Sautján ára skólastúlkur eru farnar að taka að sér ábyrgðarfull hlutverk á leikskólunum og raddir eru uppi um að smala atvinnulausu fólki inn á leikskólana. Þetta er vissulega redding en það leysir engan vanda. Launin verða að hækka. Ekki bara vegna menntunar, vinnutíma og álags leikskólakennara heldur líka af þeirri einföldu ástæðu að starfið er þess virði. Leikskólinn er, eins og skólakerfið allt, gríðarlega mikilvægur í samfélaginu og það er kominn tími til að við sýnum þeim sem þar starfa, bæði menntuðum og ómenntuðum, þá virðingu sem þeir eiga skilið. Okkur er ekki sama um börnin okkar og við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið til að sinna þeim. Umræðan undanfarna daga sannar svo um munar að enn eimir eftir af því sjónarmiði að leikskólinn sé geymsla fyrir börn og það er sorglegt að sjá hve margir af ráðamönnum þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sérmenntun leikskólakennara.Vissulega getur svo til hver sem er litið til með barni en það er bara ekki það sama og að vera leikskólakennari. Við megum ekki gera lítið úr menntun leikskólakennara. Ef það vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum dytti ekki nokkrum manni í hug að smala saman fólki af götunni til að manna þær stöður. Menntun leikskólakennara er dýrmæt og starfið sem þeir vinna skiptir sköpum fyrir börnin okkar. Eftir hverju metum við annars verðmæti starfa? Fer það eftir gróðanum sem þau skapa eða mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Finnst okkur í alvörunni ósköp eðlilegt að fólkið sem vinnur við að passa peningana okkar í bankanum sé með helmingi hærri laun en þeir sem gæta barnanna okkar? Er ekkert bogið við þá staðreynd að hægt sé að hafa meira upp úr því að hreinsa skólpræsi en að vinna á leikskóla eins og við fengum fregnir af í vikunni? Laun leikskólakennara ættu að vera svo miklu, miklu hærri en þau eru því þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að vilja börnunum okkar það besta. Þótt önnur störf skili vissulega meiri peningum í þjóðarbúið megum við ekki gleyma því að þessi störf eru undirstöðustörfin í þjóðfélaginu. Þetta eru störfin sem mestu skipta þegar til lengri tíma er litið. Á leikskólanum er lagður grunnur að lífi barnsins og afrakstur þeirrar vinnu verður ekki metinn til fjár. Vinnuna sjálfa ætti hins vegar klárlega að meta til fjár. Þórgunnur Oddsdóttir -thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Íslensk börn eyða drjúgum hluta ævi sinnar á leikskólanum. Samfélag okkar er byggt þannig upp að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag og því hafa leikskólarnir að miklu leyti tekið við uppeldishlutverkinu. Á leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf. Þar vinnur sérhæft starfsfólk sem er vel þjálfað í sínu fagi og hefur metnað til að hlúa eins vel að ungviðinu og hugsast getur. Leikskólinn er ekki geymsla fyrir börn og leikskólakennarar eru ekki bara barnapíur. Þeir eru uppalendur, leiðbeinendur og kennarar og þeir axla gríðarlega ábyrgð. Starfið krefst kunnáttu og fagþekkingar sem ekki allir búa yfir enda eiga leikskólakennarar þriggja ára háskólanám að baki. Laun leikskólakennara ættu að sjálfsögðu að vera í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þannig er það hins vegar ekki. Laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Þau hafa alltaf verið lág en nú er ástandið orðið svo slæmt að erfitt er að manna stöður á leikskólunum. Jafnvel menntaðir leikskólakennarar sem hafa eytt þremur árum í að mennta sig í greininni kjósa sér annan starfsvettvang. Ekki vegna þess að þá langi ekki til að vinna á leikskóla heldur vegna þess að launin eru svo lág að hugsjónarstarfið þarf að víkja fyrir þeirri einföldu nauðsyn að eiga til hnífs og skeiðar. Manneklan á leikskólunum er farin að hafa áhrif á samfélagið og sumstaðar hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að senda hluta barnanna heim. Vandinn er stór en samt virðist hann ekki trufla hinn almenna borgara mikið. Flestir gera sér jú grein fyrir því að eitthvað þarf að gera en umræðan virðist helst snúast um það að finna einhverja - og þá meina ég einhverja - til að vinna þessi störf og leysa málið þannig. Sautján ára skólastúlkur eru farnar að taka að sér ábyrgðarfull hlutverk á leikskólunum og raddir eru uppi um að smala atvinnulausu fólki inn á leikskólana. Þetta er vissulega redding en það leysir engan vanda. Launin verða að hækka. Ekki bara vegna menntunar, vinnutíma og álags leikskólakennara heldur líka af þeirri einföldu ástæðu að starfið er þess virði. Leikskólinn er, eins og skólakerfið allt, gríðarlega mikilvægur í samfélaginu og það er kominn tími til að við sýnum þeim sem þar starfa, bæði menntuðum og ómenntuðum, þá virðingu sem þeir eiga skilið. Okkur er ekki sama um börnin okkar og við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið til að sinna þeim. Umræðan undanfarna daga sannar svo um munar að enn eimir eftir af því sjónarmiði að leikskólinn sé geymsla fyrir börn og það er sorglegt að sjá hve margir af ráðamönnum þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sérmenntun leikskólakennara.Vissulega getur svo til hver sem er litið til með barni en það er bara ekki það sama og að vera leikskólakennari. Við megum ekki gera lítið úr menntun leikskólakennara. Ef það vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum dytti ekki nokkrum manni í hug að smala saman fólki af götunni til að manna þær stöður. Menntun leikskólakennara er dýrmæt og starfið sem þeir vinna skiptir sköpum fyrir börnin okkar. Eftir hverju metum við annars verðmæti starfa? Fer það eftir gróðanum sem þau skapa eða mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Finnst okkur í alvörunni ósköp eðlilegt að fólkið sem vinnur við að passa peningana okkar í bankanum sé með helmingi hærri laun en þeir sem gæta barnanna okkar? Er ekkert bogið við þá staðreynd að hægt sé að hafa meira upp úr því að hreinsa skólpræsi en að vinna á leikskóla eins og við fengum fregnir af í vikunni? Laun leikskólakennara ættu að vera svo miklu, miklu hærri en þau eru því þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að vilja börnunum okkar það besta. Þótt önnur störf skili vissulega meiri peningum í þjóðarbúið megum við ekki gleyma því að þessi störf eru undirstöðustörfin í þjóðfélaginu. Þetta eru störfin sem mestu skipta þegar til lengri tíma er litið. Á leikskólanum er lagður grunnur að lífi barnsins og afrakstur þeirrar vinnu verður ekki metinn til fjár. Vinnuna sjálfa ætti hins vegar klárlega að meta til fjár. Þórgunnur Oddsdóttir -thorgunnur@frettabladid.is
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun