Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða 22. september 2005 00:01 MYND/Róbert Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Hún er svohljóðandi: „Umræða í fjölmiðlum um rannsókn og meðferð Baugsmálsins hefur verið mjög einhliða. Því miður virðist sem almenningur telji að málið sé ónýtt, því jafnvel lokið. Rétt er að undirstrika að það úrskurðarferli sem nú stendur yfir snýst eingöngu um það hvort ákærutextinn sjálfur uppfylli formskilyrði laga og óskráðra hefða. Umfjöllun um efnisatriði málsins, sönnunargögn, framburði, sekt eða sýknu hefur ekki farið fram og bíður þar til þessu úrskurðarferli lýkur. Við hvetjum almenning, fjölmiðlafólk og ekki síst stjórnmálamenn til þess að bíða með yfirlýsingar um þau efnisatriði þar til eftir að búið er að taka málið til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólum. Þá verður opið réttarhald sem allir geta sótt, sakborningar og vitni yfirheyrð, lagt mat sönnunargögn og skýringar. Alvana er að fólk sem borið er sökum beri hönd fyrir höfuð sér með því að kasta rýrð á rannsókn lögreglunnar í þeim tilgangi að draga fram vafa sem síðar gæti leitt til frávísunar eða sýknu. Þetta er orðinn hefðbundinn hluti af rannsóknar- og málaferli sem lögreglan verður að búa við. Annað mál og alvarlegra er þegar alþingismenn á löggjafarþingi landsins, sem settu rannsóknum mála starfsreglur, lýsa því yfir að lögreglan sé handbendi ráðamanna. Sumar yfirlýsingar í þessa átt sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum eru reyndar alls ekki svaraverðar. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í fréttum í gær þess efnis að upphaf Baugsrannsóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga eru svo alvarlegar að við þær verður ekki unað. Þingmaðurinn er að gefa í skyn að starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins hafi framið alvarleg hegningarlagabrot. Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans krefjumst þess að Ingibjörg útskýri það nákvæmlega hvað hún er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á löggjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem valdir hafa verið til þess að rannsaka og saksækja efnahagsbrot, spillingarmál, öryggismál og önnur vandasöm sakamál, upp á slíkar dylgjur.“ Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Hún er svohljóðandi: „Umræða í fjölmiðlum um rannsókn og meðferð Baugsmálsins hefur verið mjög einhliða. Því miður virðist sem almenningur telji að málið sé ónýtt, því jafnvel lokið. Rétt er að undirstrika að það úrskurðarferli sem nú stendur yfir snýst eingöngu um það hvort ákærutextinn sjálfur uppfylli formskilyrði laga og óskráðra hefða. Umfjöllun um efnisatriði málsins, sönnunargögn, framburði, sekt eða sýknu hefur ekki farið fram og bíður þar til þessu úrskurðarferli lýkur. Við hvetjum almenning, fjölmiðlafólk og ekki síst stjórnmálamenn til þess að bíða með yfirlýsingar um þau efnisatriði þar til eftir að búið er að taka málið til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólum. Þá verður opið réttarhald sem allir geta sótt, sakborningar og vitni yfirheyrð, lagt mat sönnunargögn og skýringar. Alvana er að fólk sem borið er sökum beri hönd fyrir höfuð sér með því að kasta rýrð á rannsókn lögreglunnar í þeim tilgangi að draga fram vafa sem síðar gæti leitt til frávísunar eða sýknu. Þetta er orðinn hefðbundinn hluti af rannsóknar- og málaferli sem lögreglan verður að búa við. Annað mál og alvarlegra er þegar alþingismenn á löggjafarþingi landsins, sem settu rannsóknum mála starfsreglur, lýsa því yfir að lögreglan sé handbendi ráðamanna. Sumar yfirlýsingar í þessa átt sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum eru reyndar alls ekki svaraverðar. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í fréttum í gær þess efnis að upphaf Baugsrannsóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga eru svo alvarlegar að við þær verður ekki unað. Þingmaðurinn er að gefa í skyn að starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins hafi framið alvarleg hegningarlagabrot. Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans krefjumst þess að Ingibjörg útskýri það nákvæmlega hvað hún er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á löggjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem valdir hafa verið til þess að rannsaka og saksækja efnahagsbrot, spillingarmál, öryggismál og önnur vandasöm sakamál, upp á slíkar dylgjur.“
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira