Segja umræðu í fjölmiðlum einhliða 22. september 2005 00:01 MYND/Róbert Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Hún er svohljóðandi: „Umræða í fjölmiðlum um rannsókn og meðferð Baugsmálsins hefur verið mjög einhliða. Því miður virðist sem almenningur telji að málið sé ónýtt, því jafnvel lokið. Rétt er að undirstrika að það úrskurðarferli sem nú stendur yfir snýst eingöngu um það hvort ákærutextinn sjálfur uppfylli formskilyrði laga og óskráðra hefða. Umfjöllun um efnisatriði málsins, sönnunargögn, framburði, sekt eða sýknu hefur ekki farið fram og bíður þar til þessu úrskurðarferli lýkur. Við hvetjum almenning, fjölmiðlafólk og ekki síst stjórnmálamenn til þess að bíða með yfirlýsingar um þau efnisatriði þar til eftir að búið er að taka málið til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólum. Þá verður opið réttarhald sem allir geta sótt, sakborningar og vitni yfirheyrð, lagt mat sönnunargögn og skýringar. Alvana er að fólk sem borið er sökum beri hönd fyrir höfuð sér með því að kasta rýrð á rannsókn lögreglunnar í þeim tilgangi að draga fram vafa sem síðar gæti leitt til frávísunar eða sýknu. Þetta er orðinn hefðbundinn hluti af rannsóknar- og málaferli sem lögreglan verður að búa við. Annað mál og alvarlegra er þegar alþingismenn á löggjafarþingi landsins, sem settu rannsóknum mála starfsreglur, lýsa því yfir að lögreglan sé handbendi ráðamanna. Sumar yfirlýsingar í þessa átt sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum eru reyndar alls ekki svaraverðar. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í fréttum í gær þess efnis að upphaf Baugsrannsóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga eru svo alvarlegar að við þær verður ekki unað. Þingmaðurinn er að gefa í skyn að starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins hafi framið alvarleg hegningarlagabrot. Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans krefjumst þess að Ingibjörg útskýri það nákvæmlega hvað hún er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á löggjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem valdir hafa verið til þess að rannsaka og saksækja efnahagsbrot, spillingarmál, öryggismál og önnur vandasöm sakamál, upp á slíkar dylgjur.“ Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af umræðum í fjölmiðlum og yfirlýsingum alþingismanna um rannsókn á málefnum stjórnenda Baugs Group hf. Hún er svohljóðandi: „Umræða í fjölmiðlum um rannsókn og meðferð Baugsmálsins hefur verið mjög einhliða. Því miður virðist sem almenningur telji að málið sé ónýtt, því jafnvel lokið. Rétt er að undirstrika að það úrskurðarferli sem nú stendur yfir snýst eingöngu um það hvort ákærutextinn sjálfur uppfylli formskilyrði laga og óskráðra hefða. Umfjöllun um efnisatriði málsins, sönnunargögn, framburði, sekt eða sýknu hefur ekki farið fram og bíður þar til þessu úrskurðarferli lýkur. Við hvetjum almenning, fjölmiðlafólk og ekki síst stjórnmálamenn til þess að bíða með yfirlýsingar um þau efnisatriði þar til eftir að búið er að taka málið til efnislegrar meðferðar fyrir dómstólum. Þá verður opið réttarhald sem allir geta sótt, sakborningar og vitni yfirheyrð, lagt mat sönnunargögn og skýringar. Alvana er að fólk sem borið er sökum beri hönd fyrir höfuð sér með því að kasta rýrð á rannsókn lögreglunnar í þeim tilgangi að draga fram vafa sem síðar gæti leitt til frávísunar eða sýknu. Þetta er orðinn hefðbundinn hluti af rannsóknar- og málaferli sem lögreglan verður að búa við. Annað mál og alvarlegra er þegar alþingismenn á löggjafarþingi landsins, sem settu rannsóknum mála starfsreglur, lýsa því yfir að lögreglan sé handbendi ráðamanna. Sumar yfirlýsingar í þessa átt sem komið hafa fram á síðustu sólarhringum eru reyndar alls ekki svaraverðar. Yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í fréttum í gær þess efnis að upphaf Baugsrannsóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga eru svo alvarlegar að við þær verður ekki unað. Þingmaðurinn er að gefa í skyn að starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins hafi framið alvarleg hegningarlagabrot. Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans krefjumst þess að Ingibjörg útskýri það nákvæmlega hvað hún er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á löggjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem valdir hafa verið til þess að rannsaka og saksækja efnahagsbrot, spillingarmál, öryggismál og önnur vandasöm sakamál, upp á slíkar dylgjur.“
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira