Sagt í gamansemi segir Styrmir 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir orðalag í tölvubréfi sínu til Jónínu Benediktsdóttur um að „fingraför Morgunblaðsins“ skuli þurrkuð út, hafa verið notað í gamansemi. Fréttablaðið greinir meðal annars frá því í dag að Jón Gerald Sullenberger hafi notið aðstoðar Morgunblaðsins við að þýða á ensku skjal í tengslum við kæru hans gegn Baugi. Þýðinguna vann blaðamaður á Morgunblaðinu og skjalið sendi Styrmir Jónínu, en í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem var að koma úr prentsmiðjunni, segist Styrmir hafa litið svo á að Jónína væri sérstakur fulltrúi Jóns Geralds hér á landi. Styrmir segir að sér hafi þótt þetta óþægilegt, enda ekki helsta verkefni Morgunblaðsins að veita slíka þjónustu, en hér hafi verið um að ræða einstakling með lítið fjárhagslegt bolmagn sem átti í deilum við eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi. Það sé dýrt að láta löggiltan skjalaþýðanda þýða texta. Styrmir segir svo að hann hafi ekki viljað að það kæmi fram hvaðan tölvupósturinn kæmi. Í lok greinar sinnar, þar sem hann skýrir í löngu máli aðkomu sína að Baugskærunni, segir ritstjóri Morgunblaðsins að sér hafi verið boðin gögn til birtingar sem augljóslega hafa verið þjófstolin. Í slíkum tilvikum hafi þeir, sem slíkt hafa boðið, umsvifalaust verið reknir á dyr. Styrmir Gunnarsson beinir orðum sínum augljóslega til Fréttablaðsins því að það byggir fréttir sínar á tölvusamskiptum einstaklinga sem áttu af efni þeirra að dæma ekki að fara lengra. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, segir orðalag í tölvubréfi sínu til Jónínu Benediktsdóttur um að „fingraför Morgunblaðsins“ skuli þurrkuð út, hafa verið notað í gamansemi. Fréttablaðið greinir meðal annars frá því í dag að Jón Gerald Sullenberger hafi notið aðstoðar Morgunblaðsins við að þýða á ensku skjal í tengslum við kæru hans gegn Baugi. Þýðinguna vann blaðamaður á Morgunblaðinu og skjalið sendi Styrmir Jónínu, en í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem var að koma úr prentsmiðjunni, segist Styrmir hafa litið svo á að Jónína væri sérstakur fulltrúi Jóns Geralds hér á landi. Styrmir segir að sér hafi þótt þetta óþægilegt, enda ekki helsta verkefni Morgunblaðsins að veita slíka þjónustu, en hér hafi verið um að ræða einstakling með lítið fjárhagslegt bolmagn sem átti í deilum við eitt stærsta fyrirtæki á Íslandi. Það sé dýrt að láta löggiltan skjalaþýðanda þýða texta. Styrmir segir svo að hann hafi ekki viljað að það kæmi fram hvaðan tölvupósturinn kæmi. Í lok greinar sinnar, þar sem hann skýrir í löngu máli aðkomu sína að Baugskærunni, segir ritstjóri Morgunblaðsins að sér hafi verið boðin gögn til birtingar sem augljóslega hafa verið þjófstolin. Í slíkum tilvikum hafi þeir, sem slíkt hafa boðið, umsvifalaust verið reknir á dyr. Styrmir Gunnarsson beinir orðum sínum augljóslega til Fréttablaðsins því að það byggir fréttir sínar á tölvusamskiptum einstaklinga sem áttu af efni þeirra að dæma ekki að fara lengra.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira