Óttaðist að verða sakborningur 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Fundur þremenninganna var haldinn tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs - kæruna sem markaði upphaf Baugsmálsins fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu kemur fram að blaðamaður hafi undir höndum margs konar gögn sem sýni að Styrmir Gunnarssson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger hafi unnið saman að undirbúningi málaferlanna, auk þess sem Kjartan Gunnarsson hafi fundað um málið með Styrmi og Jóni Steinari. Styrmir hefur staðfest að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem kærði málið til ríkislögreglustjóra fyrir hönd Jóns Geralds. Í tölvupósti milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, sem vitnað er í í blaðinu og sendur var 8. maí árið 2002, kemur eftirfarandi fram: „Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest að kála þeim ... Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að væri langbest.“ Hvers son sá Davíð er, sem bjargað gæti málum, kemur ekki fram og fæst ekki staðfest hjá þeim sem póstinn eiga. Það var sem sagt hik á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur, en Jónína bað Styrmi um aðstoð við að hvetja hann til að ganga alla leið og kæra, sem hann gerði á endanum í ágúst sama ár. Jón Steinar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um þetta mál, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum, frekar en Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes Jónsson í Baugi, einn aðalsakborninganna í málinu gegn forsvarsmönnum Baugs, er staddur erlendis en hann sagðist vera að melta þessar fréttir. Baugsmenn hefðu ekki haft hugmynd um að þessir menn hefðu tekið þátt í undirbúningi málaferlanna og kæmi það honum sérstaklega á óvart að sjá Styrmi Gunnarsson í þeim hópi. Hann hefði hins vegar lengi vitað að það andaði köldu til Baugs frá Kjartani Gunnarssyni. Að öðru leyti vildi Jóhannes ekki tjá sig um málið og ekki náðist í son hans, Jón Ásgeir. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, funduðu um kæru Jóns Geralds Sullenberger á hendur Baugi. Fundur þremenninganna var haldinn tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs - kæruna sem markaði upphaf Baugsmálsins fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Í blaðinu kemur fram að blaðamaður hafi undir höndum margs konar gögn sem sýni að Styrmir Gunnarssson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger hafi unnið saman að undirbúningi málaferlanna, auk þess sem Kjartan Gunnarsson hafi fundað um málið með Styrmi og Jóni Steinari. Styrmir hefur staðfest að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi milli Jóns Geralds og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, sem kærði málið til ríkislögreglustjóra fyrir hönd Jóns Geralds. Í tölvupósti milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, sem vitnað er í í blaðinu og sendur var 8. maí árið 2002, kemur eftirfarandi fram: „Hann er svo illur út í feðgana að hann langar mest að kála þeim ... Það þarf einhvern veginn að tala við drenginn og róa hann þannig að honum finnist hann ekki vera sekur. Styrmir, heldur þú að Davíð væri til í að hringja í hann. Það held ég að væri langbest.“ Hvers son sá Davíð er, sem bjargað gæti málum, kemur ekki fram og fæst ekki staðfest hjá þeim sem póstinn eiga. Það var sem sagt hik á Jóni Gerald Sullenberger við að leggja fram kæru því hann óttaðist að verða sakborningur sjálfur, en Jónína bað Styrmi um aðstoð við að hvetja hann til að ganga alla leið og kæra, sem hann gerði á endanum í ágúst sama ár. Jón Steinar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg sama hversu mikið hann yrði spurður um þetta mál, hann myndi ekki tjá sig um það. Jónína Benediktsdóttir svaraði ekki skilaboðum, frekar en Jón Gerald Sullenberger. Jóhannes Jónsson í Baugi, einn aðalsakborninganna í málinu gegn forsvarsmönnum Baugs, er staddur erlendis en hann sagðist vera að melta þessar fréttir. Baugsmenn hefðu ekki haft hugmynd um að þessir menn hefðu tekið þátt í undirbúningi málaferlanna og kæmi það honum sérstaklega á óvart að sjá Styrmi Gunnarsson í þeim hópi. Hann hefði hins vegar lengi vitað að það andaði köldu til Baugs frá Kjartani Gunnarssyni. Að öðru leyti vildi Jóhannes ekki tjá sig um málið og ekki náðist í son hans, Jón Ásgeir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira