Jón Steinar kom að Baugsmáli í maí 24. september 2005 00:01 Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní og júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjartan um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum "vandaðs og heiðarlegs lögmanns" ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsendingum milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: "Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að." 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?" 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið." 20. júní áframsendir Jón Gerald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Samskipti Jóns Geralds Sullenberger og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, varðandi Baugsmálið ná að minnsta kosti aftur til 28. maí 2002. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur staðfest við Fréttablaðið að hafa verið milligöngumaður um að koma tengslum á þeirra á milli. Þá staðfestir Styrmir, sem og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, að þeir tveir hafi fundað með Jóni Steinari um mánaðamótin júní og júlí sama ár um mál Jóns Geralds og Baugs. Samkvæmt yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér í gær kemur fram að Styrmir hafi spurt Kjartan um mánaðamótin júní/júlí hvort mál Jóns Geralds væri ekki í höndum "vandaðs og heiðarlegs lögmanns" ef Jón Steinar tæki það að sér. Kjartan segir að þeir þrír hafi jafnframt fundað um málið. Samkvæmt tölvupóstsendingum milli Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds og Styrmis hófust samskipti Jóns Geralds og Jóns Steinars að minnsta kosti í lok maí, rúmum mánuði áður en Kjartan veitti Styrmi álit sitt um Jón Steinar. 9. maí 2002 sendi Jónína svohljóðandi tölvupóst til Jóns Geralds: "Elsku Jón minn. Nú er verið að rannsaka allt og alla í spillingunni hérna heima. Það er því mikilvægt að þú verðir á undan að biðja um aðstoð. Ég legg til að þú þiggir hjálp Jóns Steinars og farir bara í mál við Baug og fáir það sem þú átt skilið. Til þess að það geti gerst þarft þú að koma heim með einhver gögn og sýna honum. Þetta er allt í trúnaði og ef honum sýnist þú ekki hafa neina réttarstöðu þá veist þú um næst besta möguleikann. Það er svo gott að eiga þessa menn að." 20. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Veiztu hvernig þetta stendur efnislega? Hafa þeir boðið honum hærri greiðslur? Er hann tilbúinn að tala við Jón Steinar?" 29. maí sendir Styrmir Jónínu svohljóðandi tölvupóst: "Jón Gerald hringdi í Jón Steinar seint í gærkvöldi að íslenzkum tíma. Jón Steinar bað hann um að hringja á skrifstofuna í dag þar sem hann átti ekki gott með að tala við hann og á von á því að hann hringi eftir hádegið." 20. júní áframsendir Jón Gerald með tölvupóstum ýmis gögn er varða samskipti hans og Tryggva Jónssonar hjá Baugi til Jóns Steinars, sem sendir þau áfram til Styrmis.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði