Þjófnaður á póstinum verður kærður 25. september 2005 00:01 Jónína Benediktsdóttir segir að þjófnaður á persónulegum tölvupósti hennar verði kærður til lögreglu í dag. Fyrirtækið Og Vodafone hýsi tölvupóst hennar en hún kunni engar skýringar á því hvernig hann komst í hendur fjölmiðla. Hana gruni helst að farið hafi verið inn á „server" eða vistunarsvæði þar sem póstinn var að finna. Hún segir þetta refsilagabrot og lögfræðingar muni vinna í málinu. Spurð hvort hún telji að þetta tengist málinu segist Jónína þekkja sitt heimafólk. Jónína segir þetta ekki í fyrsta sinn sem vitnað sé í persónuleg tölvubréf sem tengist málinu. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hafi t.a.m. vitnað orðrétt í tölvupóst sem fór á milli Jóns Geralds og blaðamanns Viðskiptablaðsins. Sá póstur hafi verið vistaður á X-net sem Jón Ásgeir ráði algerlega yfir, að sögn Jónínu. Jónína segir þó ekkert í málinu sem hún geti ekki staðið við. Hún hafi rætt við fjölmarga aðra um málið fyrri hluta ársins 2002 en séu nafngreindir í þeim tölvubréfum sem Fréttablaðið hafi kosið að birta, þar á meðal Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Stefán Jón Hafstein, Sigmund Erni Rúnarsson og fleiri. Jónína segir að áður en hún hafi rætt málið við Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, hafi hún leitað ráða hjá öðrum, t.d. Sigmundi Erni, fréttastjóra Stöðvar 2, sem hún segir örugglega vita meira um viðskiptahætti Baugsmanna en nokkur annar á Íslandi. „Ég sat inni hjá honum í klukkutíma og hann var fyrstur manna til þess að heyra mínar áhyggjur um það hvernig þeir ætluðu að sölsa undir sig fyrirtæki og koma mönnum frá. Og hann hvatti mig til að halda áfram með málið," segir Jónína. Þá hafi hún boðið Ingibjörgu Sólrúnu og Stefáni Jóni heim til sín þar sem hún sýndi þeim tölvupóst frá Tryggva Jónssyni til Jóns Geralds. Jónína segir þau ekki hafa átt orð til að lýsa því hvers konar hugsunarhátttur væri þarna á ferð. Ennfremur hafi hún rætt málið við Björgólf Guðmundsson. Jónína segist hafa viljað aðstoða Jón Gerald sem hafi séð fram á að missa aleiguna eftir þrettán ára starf fyrir Baugsfeðga. Þess vegna hafi hún hringt í Styrmi til að spyrja hvort hann vissi um einhvern lögfræðing og hann hafi nefnt einhver nöfn, þ.á.m. Jóns Steinars sem Jónína hafi svo látið Jón Gerald vita af. Hann hafi hins vegar orðið efins til að byrja með vegna vinskapar Jóns Steinars og Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, því hann þóttist vita að Tryggvi Jónsson og Hreinn Loftsson hefðu slík ítök inn í Sjálfstæðisflokkinn að honum yrði einfaldlega vísað frá. Aðspurð hvort sá Davíð sem nefndur sé í tölvupóstunum og Jónína vildi að hringdi í Jón Gerald sé Davíð Oddsson segir Jónína svo vera. Hann hafi aftur á móti aldrei hringt í Jón Gerald. Spurð hvort Davíð hafi brugðist á einhvern hátt við tilmælunum segir Jónína að hún hafi sjálf reynt að ná athygli hans með því að senda honum tölvupóst en Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður þáverandi forsætisráðherra, hafi endursent póstinn þar sem hann sagði að hann neitaði að opna skeytið og sagði að þetta væri ekki mál sem forsætisráðherra skipti sér af. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur sjálfur sagt að hans eina aðkoma að málinu hafi verið að vísa Jónínu og Jóni Gerald á lögfræðinginn Jón Steinar. Honum til ráðgjafar hafi verið vinur hans, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónína segir að það hefði verið siðferðilega rangt af henni að þegja yfir því hvernig henni fyndist forsvarsmenn Baugs „vera að sölsa undir sig allt landið". Jónína segir málið hafa lengri aðdraganda en fréttirnar gefi í skyn. Hún hafi þvert á móti gagnrýnt sjálfstæðismenn fyrir að sýna málinu ekki nægan áhuga og Morgunblaðið fyrir að fara of mjúkum höndum um feðgana. „Styrmir Gunnarsson er með öll gögnin og hann hlífir þeim alla daga,“ segir Jónína. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir segir að þjófnaður á persónulegum tölvupósti hennar verði kærður til lögreglu í dag. Fyrirtækið Og Vodafone hýsi tölvupóst hennar en hún kunni engar skýringar á því hvernig hann komst í hendur fjölmiðla. Hana gruni helst að farið hafi verið inn á „server" eða vistunarsvæði þar sem póstinn var að finna. Hún segir þetta refsilagabrot og lögfræðingar muni vinna í málinu. Spurð hvort hún telji að þetta tengist málinu segist Jónína þekkja sitt heimafólk. Jónína segir þetta ekki í fyrsta sinn sem vitnað sé í persónuleg tölvubréf sem tengist málinu. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hafi t.a.m. vitnað orðrétt í tölvupóst sem fór á milli Jóns Geralds og blaðamanns Viðskiptablaðsins. Sá póstur hafi verið vistaður á X-net sem Jón Ásgeir ráði algerlega yfir, að sögn Jónínu. Jónína segir þó ekkert í málinu sem hún geti ekki staðið við. Hún hafi rætt við fjölmarga aðra um málið fyrri hluta ársins 2002 en séu nafngreindir í þeim tölvubréfum sem Fréttablaðið hafi kosið að birta, þar á meðal Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Stefán Jón Hafstein, Sigmund Erni Rúnarsson og fleiri. Jónína segir að áður en hún hafi rætt málið við Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, hafi hún leitað ráða hjá öðrum, t.d. Sigmundi Erni, fréttastjóra Stöðvar 2, sem hún segir örugglega vita meira um viðskiptahætti Baugsmanna en nokkur annar á Íslandi. „Ég sat inni hjá honum í klukkutíma og hann var fyrstur manna til þess að heyra mínar áhyggjur um það hvernig þeir ætluðu að sölsa undir sig fyrirtæki og koma mönnum frá. Og hann hvatti mig til að halda áfram með málið," segir Jónína. Þá hafi hún boðið Ingibjörgu Sólrúnu og Stefáni Jóni heim til sín þar sem hún sýndi þeim tölvupóst frá Tryggva Jónssyni til Jóns Geralds. Jónína segir þau ekki hafa átt orð til að lýsa því hvers konar hugsunarhátttur væri þarna á ferð. Ennfremur hafi hún rætt málið við Björgólf Guðmundsson. Jónína segist hafa viljað aðstoða Jón Gerald sem hafi séð fram á að missa aleiguna eftir þrettán ára starf fyrir Baugsfeðga. Þess vegna hafi hún hringt í Styrmi til að spyrja hvort hann vissi um einhvern lögfræðing og hann hafi nefnt einhver nöfn, þ.á.m. Jóns Steinars sem Jónína hafi svo látið Jón Gerald vita af. Hann hafi hins vegar orðið efins til að byrja með vegna vinskapar Jóns Steinars og Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og þáverandi forsætisráðherra, því hann þóttist vita að Tryggvi Jónsson og Hreinn Loftsson hefðu slík ítök inn í Sjálfstæðisflokkinn að honum yrði einfaldlega vísað frá. Aðspurð hvort sá Davíð sem nefndur sé í tölvupóstunum og Jónína vildi að hringdi í Jón Gerald sé Davíð Oddsson segir Jónína svo vera. Hann hafi aftur á móti aldrei hringt í Jón Gerald. Spurð hvort Davíð hafi brugðist á einhvern hátt við tilmælunum segir Jónína að hún hafi sjálf reynt að ná athygli hans með því að senda honum tölvupóst en Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður þáverandi forsætisráðherra, hafi endursent póstinn þar sem hann sagði að hann neitaði að opna skeytið og sagði að þetta væri ekki mál sem forsætisráðherra skipti sér af. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hefur sjálfur sagt að hans eina aðkoma að málinu hafi verið að vísa Jónínu og Jóni Gerald á lögfræðinginn Jón Steinar. Honum til ráðgjafar hafi verið vinur hans, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Jónína segir að það hefði verið siðferðilega rangt af henni að þegja yfir því hvernig henni fyndist forsvarsmenn Baugs „vera að sölsa undir sig allt landið". Jónína segir málið hafa lengri aðdraganda en fréttirnar gefi í skyn. Hún hafi þvert á móti gagnrýnt sjálfstæðismenn fyrir að sýna málinu ekki nægan áhuga og Morgunblaðið fyrir að fara of mjúkum höndum um feðgana. „Styrmir Gunnarsson er með öll gögnin og hann hlífir þeim alla daga,“ segir Jónína.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira