Finnur sig vel á heimaslóðunum 25. september 2005 00:01 Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. "Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öllum leiknum, og það var á besta tíma," sagði Rúnar.Eftir mörg góð ár í atvinnumennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leikmanna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. "Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið." Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. "Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina."Rúnar var nokkuð marksækinn í leiknum um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður og var einn lykilmanna varnarleiks íslenska landsliðsins á tímabili. "Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur." Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, spilandi þjálfari karlaliðs Þórs í handbolta, átti góðan leik með liði sínu um helgina og skoraði sjö mörk í 25-24 sigri Þórs á Stjörnunni í DHL-deildinni. Stjarnan leiddi leikinn allan tímann en hinn ungi Arnar Þór Gunnarsson skoraði sigurmark Þórs fjórum sekúndum fyrir leikslok með góðu skoti úr horninu. "Við vorum að elta Stjörnuna allan leikinn og náðum að komast yfir einu sinni í öllum leiknum, og það var á besta tíma," sagði Rúnar.Eftir mörg góð ár í atvinnumennsku ákvað Rúnar að snúa aftur á heimaslóðir en hann lék með Þór á sínum yngri árum. Hann er ekki í nokkrum vafa um að margir leikmanna Þórsliðsins eigi framtíðina fyrir sér. "Mér finnst vera margir efnilegir leikmenn í liðinu. Ef þeir verða duglegir að æfa finnst mér alveg eins líklegt að þeir nái langt í framtíðinni. Ég mun reyna að miðla til þeirra eins miklu og ég get og með aukinni reynslu koma þeir til með að bæta leik sinn mikið." Rúnari líst vel á veturinn og telur að handboltinn sé í mikilli sókn um þess mundir. "Það hefur verið góð umgjörð um leikina víðast hvar og fjölmiðlar hafa einnig fjallað mikið um handboltann. Nú verða félögin að nýta þennan meðbyr sem nú skapast til þess að vera með enn meiri stemningu í kringum deildarkeppnina."Rúnar var nokkuð marksækinn í leiknum um helgina og skoraði sjö mörk og átti þar að auki sex sendingar sem gáfu mörk. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að vera sterkur varnarmaður og var einn lykilmanna varnarleiks íslenska landsliðsins á tímabili. "Ég tel mig nú ekkert vera í neinu sérstöku formi núna. Ég hef hvílt vel en er alveg laus við meiðsli og hef virkilega gaman af því að spila þessa dagana. Það er ánægjulegt að geta komið heim í sitt gamla félag og vonandi munum við ná góðum árangri í vetur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira