Yrði nefndin óháð? 26. september 2005 00:01 Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Alþingismenn Samfylkingarinnar hafa sagst fylgjandi því að óháð nefnd verði skipuð til að skoða Baugsmálið ofan í kjölinn. Aðrir, þeirra á meðal Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir efasemdum, því að nefnd af þessu tagi yrði aldrei óháð, hvernig sem hún yrði skipuð. Í 39 grein stjórnarskrárinnar er fjallað um möguleikann á slíkri nefnd. Þar segir: Alþingi getur skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Í stjórnarskránni er sem sagt gert ráð fyrir að nefndin yrði skipuð Alþingismönnum. Það eitt myndi veikja tiltrú almennings að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. En að mati Sigurðar er það eitt víst að almenningur myndi seinlega trúa því að alþingismennirnir væru óháðir. Eftir umræðu síðustu daga yrði jafnvel enn erfiðara en ella að sannfæra almenning að mati Sigurðar. Hann segir þó alltaf mögulegt að setja lög um að aðrir en þingmenn myndu sitja í nefndinni en hann kunni því þó ekki dæmi. Alþingi getur sett lög um að skipa slíka nefnd og sett henni starfsreglur og skilgreint verkefni hennar. Sigurður segir að dæmi séu um slíkar nefndir erlendis. Hann telur samt að það yrði alltaf erfitt að koma ákvæðinu í stjórnarskrá, því að mjög erfitt yrði að skilgreina við hvaða tilefni ætti að skipa slíka nefnd. Síðast var skipuð rannsóknarnefnd vegna okurmálsins svokallaða, þegar hópur manna reyndi að nýta sér verðbólguástand með því að selja skuldabréf með afföllum. Það var árið 1955, eða fyrir fimmtíu árum. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Alþingismenn Samfylkingarinnar hafa sagst fylgjandi því að óháð nefnd verði skipuð til að skoða Baugsmálið ofan í kjölinn. Aðrir, þeirra á meðal Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir efasemdum, því að nefnd af þessu tagi yrði aldrei óháð, hvernig sem hún yrði skipuð. Í 39 grein stjórnarskrárinnar er fjallað um möguleikann á slíkri nefnd. Þar segir: Alþingi getur skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Í stjórnarskránni er sem sagt gert ráð fyrir að nefndin yrði skipuð Alþingismönnum. Það eitt myndi veikja tiltrú almennings að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. En að mati Sigurðar er það eitt víst að almenningur myndi seinlega trúa því að alþingismennirnir væru óháðir. Eftir umræðu síðustu daga yrði jafnvel enn erfiðara en ella að sannfæra almenning að mati Sigurðar. Hann segir þó alltaf mögulegt að setja lög um að aðrir en þingmenn myndu sitja í nefndinni en hann kunni því þó ekki dæmi. Alþingi getur sett lög um að skipa slíka nefnd og sett henni starfsreglur og skilgreint verkefni hennar. Sigurður segir að dæmi séu um slíkar nefndir erlendis. Hann telur samt að það yrði alltaf erfitt að koma ákvæðinu í stjórnarskrá, því að mjög erfitt yrði að skilgreina við hvaða tilefni ætti að skipa slíka nefnd. Síðast var skipuð rannsóknarnefnd vegna okurmálsins svokallaða, þegar hópur manna reyndi að nýta sér verðbólguástand með því að selja skuldabréf með afföllum. Það var árið 1955, eða fyrir fimmtíu árum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira