Styrmir svarar 26. september 2005 00:01 Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur legið undir ámæli fyrir að hafa látið þýða gögn fyrir Jón Gerald Sullenberger og fyrir að hafa haft milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði lögmaður hans. Eftir langan og fjölmennan starfsmannafund sem haldinn var í húsakynnum Morgunblaðsins í dag, virðist vera sem að starfsmenn blaðsins beri fullt og óskorðað traust til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins. Styrmir var fáorður eftir fundinn og sagðist ekki vilja ræða við fréttamenn heldur ættu þeir bara að kaupa Morgunblaðið og fylgjast með málinu þar. Hann sagði að hann þyrfti ekki að svara spurningum annarra fjölmiðla en Morgunblaðsins. Styrmir sagði að hann myndi svara spurningum sem brenna á fólki í blaðinu sjálfu en það hefði hann gert frá degi til dags enda væri það hans vettvangur. Í grein sem Styrmir skrifar í Morgunblaðið í dag varpar hann fram ýmsum spurningum. Meðal annars hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald , fjárhagslega og viðskiptalega. Ritstjórinn hefur önnur gögn undir höndum sem hann hótar að birta. Gögn sem hann segir sýna innanhússsamskipti milli Baugsmanna og viðskiptamanna á Flórída. Gögnin séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir hvatt sig til að birta þau, í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstssamskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: "Ég er að hugleiða þessar hvatningar. Það sem mælir á móti því að gera það úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helzt ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög." Aðspurður um hvort hann ætlaði að birta þau gögn sem hann talar um í greininni sagði Styrmir að hann vildi helst ekki gera það þar sem honum væri heldur illa við það. Grein yrði þó eftir hann í blaðinu á morgun þar sem hann fjallar um fleiri þætti þessara mála. Hann sagði einnig að það hefði alls ekki hvarlað að honum að segja upp störfum vegna þessara mála enda þætti honum óskaplega gaman að vinna á Morgunblaðinu. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Karl Blöndal, segir Styrmi hafa gefið fullnægjandi skýringar á starfsmannafundinum. Það mætti þó gagnrýna einstaka þætti, sumt hefði mátt gera en annað ekki, án þess að hann þekkti nákvæmlega um hvaða efni væri að ræða. Honum finndist þetta ekki stór atriði. Aðrir ritstjórar Morgunblaðsins vissu af afskiptum Styrmis af málinu. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins vissi af afskiptum Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins, af Baugsmálinu. Hann telur að ritstjórinn hafi gefið fullnægjandi skýringar á aðkomu sinni að málinu á starfsmannafundi sem haldinn var í dag. Ritstjóri Morgunblaðsins íhugar að birta gögn sem sýna innanhússsamskipti forsvarsmanna Baugs og viðskiptaaðila á Flórída. Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins hefur legið undir ámæli fyrir að hafa látið þýða gögn fyrir Jón Gerald Sullenberger og fyrir að hafa haft milligöngu um að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði lögmaður hans. Eftir langan og fjölmennan starfsmannafund sem haldinn var í húsakynnum Morgunblaðsins í dag, virðist vera sem að starfsmenn blaðsins beri fullt og óskorðað traust til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra blaðsins. Styrmir var fáorður eftir fundinn og sagðist ekki vilja ræða við fréttamenn heldur ættu þeir bara að kaupa Morgunblaðið og fylgjast með málinu þar. Hann sagði að hann þyrfti ekki að svara spurningum annarra fjölmiðla en Morgunblaðsins. Styrmir sagði að hann myndi svara spurningum sem brenna á fólki í blaðinu sjálfu en það hefði hann gert frá degi til dags enda væri það hans vettvangur. Í grein sem Styrmir skrifar í Morgunblaðið í dag varpar hann fram ýmsum spurningum. Meðal annars hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald , fjárhagslega og viðskiptalega. Ritstjórinn hefur önnur gögn undir höndum sem hann hótar að birta. Gögn sem hann segir sýna innanhússsamskipti milli Baugsmanna og viðskiptamanna á Flórída. Gögnin séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir hvatt sig til að birta þau, í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstssamskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: "Ég er að hugleiða þessar hvatningar. Það sem mælir á móti því að gera það úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helzt ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög." Aðspurður um hvort hann ætlaði að birta þau gögn sem hann talar um í greininni sagði Styrmir að hann vildi helst ekki gera það þar sem honum væri heldur illa við það. Grein yrði þó eftir hann í blaðinu á morgun þar sem hann fjallar um fleiri þætti þessara mála. Hann sagði einnig að það hefði alls ekki hvarlað að honum að segja upp störfum vegna þessara mála enda þætti honum óskaplega gaman að vinna á Morgunblaðinu. Aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, Karl Blöndal, segir Styrmi hafa gefið fullnægjandi skýringar á starfsmannafundinum. Það mætti þó gagnrýna einstaka þætti, sumt hefði mátt gera en annað ekki, án þess að hann þekkti nákvæmlega um hvaða efni væri að ræða. Honum finndist þetta ekki stór atriði. Aðrir ritstjórar Morgunblaðsins vissu af afskiptum Styrmis af málinu.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira