BÍ mótmælir aðgerð sýslumannsins 30. september 2005 00:01 Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Sýslumaðurinn á ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti. Í ályktun stjórnar BÍ segir orðrétt: Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun: Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður BÍ, segir stjórnina öskureiða út af málinu. Hún telji þetta vera freklega ógnun við tjáningarfrelsi í landinu og frjálsa fjölmiðlun. Jóhann segir að með því að gera þetta sé verið að fæla fólk frá því að miðla oft og tíðum afar mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla vegna þess að vofa sýslumanns eða annarra yfirvalda vofi nú yfir ritstjórnum allra fjölmiðla í landinu. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, fullyrðir að af gögnunum sem nú eru í höndum sýslumannsins sé ekki hægt að rekja hver kom þeim í hendur Fréttablaðsins. Það vissi sýslumaður hins vegar ekki fyrir, og málið vekur því upp alvarlegar spurningar um vernd heimildarmanna. Fyrir tveimur árum lagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ásamt fleirum, fram lagafrumvarp um vernd heimildarmanna, sem ætlað var meðal annars að koma í veg fyrir að hægt væri að taka gögn af ritstjórnum sem gætu innihaldið upplýsingar um heimildarmenn. Málinu var vísað í nefnd og hefur aldrei verið afgreitt þaðan. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Sýslumaðurinn á ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti. Í ályktun stjórnar BÍ segir orðrétt: Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun: Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður BÍ, segir stjórnina öskureiða út af málinu. Hún telji þetta vera freklega ógnun við tjáningarfrelsi í landinu og frjálsa fjölmiðlun. Jóhann segir að með því að gera þetta sé verið að fæla fólk frá því að miðla oft og tíðum afar mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla vegna þess að vofa sýslumanns eða annarra yfirvalda vofi nú yfir ritstjórnum allra fjölmiðla í landinu. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, fullyrðir að af gögnunum sem nú eru í höndum sýslumannsins sé ekki hægt að rekja hver kom þeim í hendur Fréttablaðsins. Það vissi sýslumaður hins vegar ekki fyrir, og málið vekur því upp alvarlegar spurningar um vernd heimildarmanna. Fyrir tveimur árum lagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ásamt fleirum, fram lagafrumvarp um vernd heimildarmanna, sem ætlað var meðal annars að koma í veg fyrir að hægt væri að taka gögn af ritstjórnum sem gætu innihaldið upplýsingar um heimildarmenn. Málinu var vísað í nefnd og hefur aldrei verið afgreitt þaðan.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira