BÍ mótmælir aðgerð sýslumannsins 30. september 2005 00:01 Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Sýslumaðurinn á ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti. Í ályktun stjórnar BÍ segir orðrétt: Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun: Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður BÍ, segir stjórnina öskureiða út af málinu. Hún telji þetta vera freklega ógnun við tjáningarfrelsi í landinu og frjálsa fjölmiðlun. Jóhann segir að með því að gera þetta sé verið að fæla fólk frá því að miðla oft og tíðum afar mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla vegna þess að vofa sýslumanns eða annarra yfirvalda vofi nú yfir ritstjórnum allra fjölmiðla í landinu. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, fullyrðir að af gögnunum sem nú eru í höndum sýslumannsins sé ekki hægt að rekja hver kom þeim í hendur Fréttablaðsins. Það vissi sýslumaður hins vegar ekki fyrir, og málið vekur því upp alvarlegar spurningar um vernd heimildarmanna. Fyrir tveimur árum lagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ásamt fleirum, fram lagafrumvarp um vernd heimildarmanna, sem ætlað var meðal annars að koma í veg fyrir að hægt væri að taka gögn af ritstjórnum sem gætu innihaldið upplýsingar um heimildarmenn. Málinu var vísað í nefnd og hefur aldrei verið afgreitt þaðan. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Sýslumaðurinn á ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti. Í ályktun stjórnar BÍ segir orðrétt: Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun: Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður BÍ, segir stjórnina öskureiða út af málinu. Hún telji þetta vera freklega ógnun við tjáningarfrelsi í landinu og frjálsa fjölmiðlun. Jóhann segir að með því að gera þetta sé verið að fæla fólk frá því að miðla oft og tíðum afar mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla vegna þess að vofa sýslumanns eða annarra yfirvalda vofi nú yfir ritstjórnum allra fjölmiðla í landinu. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, fullyrðir að af gögnunum sem nú eru í höndum sýslumannsins sé ekki hægt að rekja hver kom þeim í hendur Fréttablaðsins. Það vissi sýslumaður hins vegar ekki fyrir, og málið vekur því upp alvarlegar spurningar um vernd heimildarmanna. Fyrir tveimur árum lagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ásamt fleirum, fram lagafrumvarp um vernd heimildarmanna, sem ætlað var meðal annars að koma í veg fyrir að hægt væri að taka gögn af ritstjórnum sem gætu innihaldið upplýsingar um heimildarmenn. Málinu var vísað í nefnd og hefur aldrei verið afgreitt þaðan.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira