Getur ekki samþykkt kröfuna 5. október 2005 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Hannes segir allt sem hann sagði hafa verið satt. Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, mun á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini. Ástæða kröfunnar er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar við háskólann. Þar gerði Hannes fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Hannes segist í samtali við fréttastofu að hann efist stórlega um að hægt væri að sækja af honum fé á Íslandi vegna dóms í Bretlandi. Hann segir ummæli sín, sem seinna birtust á heimasíðu hans, fyrst hafa fallið á ráðstefnu blaðamanna í Reykholti árið 1999 og því líti hann á málaferli Jóns sem aðför að tjáningarfrelsi blaðamanna. Hann kveðst ekki átta sig á málinu og lögfræðingar verði að fara yfir það. Það eina sem honum finnist ískyggilegt í málinu sé það að ef hann segir eitthvað á Íslandi, og jafnvel þótt hann birti það í bók á ensku sem gefin sé út á Íslandi, að hægt sé að draga hann fyrir dóm í öðru landi þar sem meiðyrðalöggjöfin sé miklu strangari en hér á landi. Aðspurður segist Hannes ekki telja líklegt að sýslumaður samþykki kröfuna heldur vísi henni til héraðsdóms, enda sé þetta prófmál hér á landi. Hann segir að ummælin sé ekki ennþá að finna á heimasíðu sinni því hann hafi lokað henni þegar hann fregnaði að Jón ætlaði að hefja málssókn vegna þess að hann hefði hvorki tíma né löngun til að standa í þrefi við Jón. Spurður hvort hann standi við ummælin segist Hannes ekki hafa sagt neitt sem sé ósatt, og spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni að samkvæmt dóminum sé honum bannað að segja það sem sé satt. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Hannes segir allt sem hann sagði hafa verið satt. Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, mun á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini. Ástæða kröfunnar er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar við háskólann. Þar gerði Hannes fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Hannes segist í samtali við fréttastofu að hann efist stórlega um að hægt væri að sækja af honum fé á Íslandi vegna dóms í Bretlandi. Hann segir ummæli sín, sem seinna birtust á heimasíðu hans, fyrst hafa fallið á ráðstefnu blaðamanna í Reykholti árið 1999 og því líti hann á málaferli Jóns sem aðför að tjáningarfrelsi blaðamanna. Hann kveðst ekki átta sig á málinu og lögfræðingar verði að fara yfir það. Það eina sem honum finnist ískyggilegt í málinu sé það að ef hann segir eitthvað á Íslandi, og jafnvel þótt hann birti það í bók á ensku sem gefin sé út á Íslandi, að hægt sé að draga hann fyrir dóm í öðru landi þar sem meiðyrðalöggjöfin sé miklu strangari en hér á landi. Aðspurður segist Hannes ekki telja líklegt að sýslumaður samþykki kröfuna heldur vísi henni til héraðsdóms, enda sé þetta prófmál hér á landi. Hann segir að ummælin sé ekki ennþá að finna á heimasíðu sinni því hann hafi lokað henni þegar hann fregnaði að Jón ætlaði að hefja málssókn vegna þess að hann hefði hvorki tíma né löngun til að standa í þrefi við Jón. Spurður hvort hann standi við ummælin segist Hannes ekki hafa sagt neitt sem sé ósatt, og spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni að samkvæmt dóminum sé honum bannað að segja það sem sé satt.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira