Gunnar heiðar metinn á 250 millur 6. október 2005 00:01 Verðmiði Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bilinu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Þá datt Halmstad í fjárhagslegan lukkupott í drættinum í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en sé tekið mið af sjónvarps- og auglýsingatekjum eru tekjur félagsins áætlaður um 350 milljónir króna.Markið glæsilega sem Gunnar Heiðar skoraði fyrir Halmstad gegn Djurgården á mánudaginn hefur sannarlega verið gulls ígildi eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Gunnar Heiðar, sem er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað alls 20 mörk fyrir Halmstad á leiktíðinni, er farinn að vekja athygli enskra úrvalsdeildarliða og Skysports greindi frá því í gær að Everton fylgdist grannt með gangi mála. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Halmstad og því bendir flest til þess að hann verði seldur þegar janúarglugginn opnast. Halmstad keypti Gunnar Heiðar af ÍBV á 5 til 7 milljónir króna í fyrrahaust en upphæðin hækkar eftir fjölda leikja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fær ÍBV 10 prósent af söluverðinu þegar Gunnar Heiðar verður seldur frá Halmstad. ÍBV gæti því heldur betur dottið í lukkupottinn.Halmstad átti markakónginn í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og seldi hann til Ajax fyrir 400 milljónir króna. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að sjö félög í efstu deildum Evrópu fylgist grannt með Eyjapeyjanum. Auk enskra liða eru frönsk, hollensk og þýsk lið með hann undir smásjá. Halmstad dróst með Hertu Berlín, Lens, Sampdoria og Steaua Búkarest í riðli í Evrópukeppni félagsliða. Búist er við að Halmstad geti selt sjónvarpsréttinn fyrir dágóðar upphæðir. Halmstad er lítið félag á sænskan mælikvarða og Evrópukeppnin er því gullnáma og Gunnar Heiðar sannkallaður gullkálfur. Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Verðmiði Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, framherja Halmstad, sem slegið hefur í gegn í sænsku úrvalsdeildinni, er á bilinu 125 til 250 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í sænska blaðinu Aftonbladet í gær. Þá datt Halmstad í fjárhagslegan lukkupott í drættinum í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða en sé tekið mið af sjónvarps- og auglýsingatekjum eru tekjur félagsins áætlaður um 350 milljónir króna.Markið glæsilega sem Gunnar Heiðar skoraði fyrir Halmstad gegn Djurgården á mánudaginn hefur sannarlega verið gulls ígildi eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Gunnar Heiðar, sem er markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur skorað alls 20 mörk fyrir Halmstad á leiktíðinni, er farinn að vekja athygli enskra úrvalsdeildarliða og Skysports greindi frá því í gær að Everton fylgdist grannt með gangi mála. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Halmstad og því bendir flest til þess að hann verði seldur þegar janúarglugginn opnast. Halmstad keypti Gunnar Heiðar af ÍBV á 5 til 7 milljónir króna í fyrrahaust en upphæðin hækkar eftir fjölda leikja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fær ÍBV 10 prósent af söluverðinu þegar Gunnar Heiðar verður seldur frá Halmstad. ÍBV gæti því heldur betur dottið í lukkupottinn.Halmstad átti markakónginn í sænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og seldi hann til Ajax fyrir 400 milljónir króna. Sænskir fjölmiðlar fullyrða að sjö félög í efstu deildum Evrópu fylgist grannt með Eyjapeyjanum. Auk enskra liða eru frönsk, hollensk og þýsk lið með hann undir smásjá. Halmstad dróst með Hertu Berlín, Lens, Sampdoria og Steaua Búkarest í riðli í Evrópukeppni félagsliða. Búist er við að Halmstad geti selt sjónvarpsréttinn fyrir dágóðar upphæðir. Halmstad er lítið félag á sænskan mælikvarða og Evrópukeppnin er því gullnáma og Gunnar Heiðar sannkallaður gullkálfur.
Íslenski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira