Hremmingar í Póllandi 6. október 2005 00:01 Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson, leikmaður Fulham, boðaði forföll af persónulegum ástæðum í vináttulandsleikinn gegn Pólverjum annað kvöld en hann verður hins vegar með gegn Svíum á miðvikudaginn. Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Stoke, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Hannes á tvo A-landsleiki að baki, gegn Ítalíu og Möltu. Hannes leikur með U21 árs landsliði Íslands á þriðjudaginn gegn Svíum. Með brotthvarfi Heiðars vantar hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, af ýmsum ástæðum, í landsliðshóp Íslands gegn Pólverjum. Þeir eru Árni Gautur Arason, Hermann Hreiðarsson, Ólafur Örn Bjarnason, Pétur Marteinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Hjálmar Jónsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar. Þá gefa tveir leikmenn ekki kost á sér í landsliðið, Ívar Ingimarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Íslenska landsliðið lenti í miklum hremmingum á leið sinn til Póllands í gær. Landsliðið átti að fljúga frá Kaupamannahöfn í gærmorgun til Varsjá en ferðin var fyrirvaralaust felld niður. Þá þurfti að leita leiða til að koma hópnum til Varsjá og það tókst með því að senda nokkra í gegnuml Osló og aðra í gegnum Berlín. Að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar landsliðsþjálfara þurfti að fella niður æfingu í gær af þessum sökum en þess í stað verða tvær æfingar í dag í stað einnar. "Það verður gaman fyrir þessa ungu stráka að spreyta sig gegn þessum gríðarlega sterka pólska liði sem er komið langleiðina á HM næsta sumar. Við erum allir af vilja gerðir að leyfa mönnum stimpla sig inn í landsliðið gegn Póllandi og ef þannig ber undir fá nýliðar tækifæri eins og t.d. Daði [Lárusson markvörður]," sagði Ásgeir. Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sjá meira
Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson, leikmaður Fulham, boðaði forföll af persónulegum ástæðum í vináttulandsleikinn gegn Pólverjum annað kvöld en hann verður hins vegar með gegn Svíum á miðvikudaginn. Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Stoke, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Hannes á tvo A-landsleiki að baki, gegn Ítalíu og Möltu. Hannes leikur með U21 árs landsliði Íslands á þriðjudaginn gegn Svíum. Með brotthvarfi Heiðars vantar hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, af ýmsum ástæðum, í landsliðshóp Íslands gegn Pólverjum. Þeir eru Árni Gautur Arason, Hermann Hreiðarsson, Ólafur Örn Bjarnason, Pétur Marteinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Hjálmar Jónsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar. Þá gefa tveir leikmenn ekki kost á sér í landsliðið, Ívar Ingimarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Íslenska landsliðið lenti í miklum hremmingum á leið sinn til Póllands í gær. Landsliðið átti að fljúga frá Kaupamannahöfn í gærmorgun til Varsjá en ferðin var fyrirvaralaust felld niður. Þá þurfti að leita leiða til að koma hópnum til Varsjá og það tókst með því að senda nokkra í gegnuml Osló og aðra í gegnum Berlín. Að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar landsliðsþjálfara þurfti að fella niður æfingu í gær af þessum sökum en þess í stað verða tvær æfingar í dag í stað einnar. "Það verður gaman fyrir þessa ungu stráka að spreyta sig gegn þessum gríðarlega sterka pólska liði sem er komið langleiðina á HM næsta sumar. Við erum allir af vilja gerðir að leyfa mönnum stimpla sig inn í landsliðið gegn Póllandi og ef þannig ber undir fá nýliðar tækifæri eins og t.d. Daði [Lárusson markvörður]," sagði Ásgeir.
Íslenski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sjá meira