Værukær varnarleikur í Varsjá 7. október 2005 00:01 Það vantaði fjölmarga lykilmenn í íslenska landsliðið í gær og því kjörið tækifæri fyrir aðra til að sanna sig. Sumir nýttu það tækifæri ágætlega en aðrir miður vel. Pólska liðið er að gera frábæra hluti í undankeppni HM og það er enginn skömm að því að tapa naumlega fyrir þessu liði. Leikur íslenska liðsins gekk upp að mörgu leyti en eins og venjulega varð ömurlegur varnarleikur liðinu að falli. Leikurinn byrjaði vel fyrir íslenska liðið og það nýtti sér vel hversu kærulausir varnarmenn Póllands voru í upphafi leiksins. Kristján Örn Sigurðsson kom Íslandi yfir á 15. mínútu eftir að vinstri bakvörður pólska liðsins hafði nánast lagt sig. Tíu mínútum síðar var komið að íslensku vörninni að leggja sig og Krzynowek var ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Íslenska liðið neitaði að gefast upp og Hannes Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 38. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs. Ísland leiddi í leikhléi en Pólverjar jöfnuðu leikinn með ódýru marki á 57. mínútu. Þá var brotið á Indriða Sigurðssyni í teignum og fyrir vikið fékk Basczynski nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig í teignum og skora. 25 mínútum fyrir leikslok kom síðan náðarhöggið. Þá ætlaði Indriði að spila Smolarek rangstæðan en Auðun Helgason spilaði hann réttstæðan og eftirleikurinn var auðveldur. Ákaflega klaufalegt og enn eina ferðina hafði íslenska landsliðið fengið á sig þrjú mörk. Það jákvæðasta við leik íslenska liðsins var frammistaða Hannesar Sigurðssonar sem skoraði gott mark, hélt boltanum vel og skilaði honum einnig vel frá sér. Hann sýndi og sannaði í leiknum að hann á skilið fleiri tækifæri með A-liðinu en frammistaða Heiðars Helgusonar í síðustu leikjum hefur ekki verðskuldað sæti í byrjunarliðinu. Íslenski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sjá meira
Það vantaði fjölmarga lykilmenn í íslenska landsliðið í gær og því kjörið tækifæri fyrir aðra til að sanna sig. Sumir nýttu það tækifæri ágætlega en aðrir miður vel. Pólska liðið er að gera frábæra hluti í undankeppni HM og það er enginn skömm að því að tapa naumlega fyrir þessu liði. Leikur íslenska liðsins gekk upp að mörgu leyti en eins og venjulega varð ömurlegur varnarleikur liðinu að falli. Leikurinn byrjaði vel fyrir íslenska liðið og það nýtti sér vel hversu kærulausir varnarmenn Póllands voru í upphafi leiksins. Kristján Örn Sigurðsson kom Íslandi yfir á 15. mínútu eftir að vinstri bakvörður pólska liðsins hafði nánast lagt sig. Tíu mínútum síðar var komið að íslensku vörninni að leggja sig og Krzynowek var ekki í vandræðum með að leggja boltann í netið. Íslenska liðið neitaði að gefast upp og Hannes Sigurðsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á 38. mínútu með glæsilegu skoti utan teigs. Ísland leiddi í leikhléi en Pólverjar jöfnuðu leikinn með ódýru marki á 57. mínútu. Þá var brotið á Indriða Sigurðssyni í teignum og fyrir vikið fékk Basczynski nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig í teignum og skora. 25 mínútum fyrir leikslok kom síðan náðarhöggið. Þá ætlaði Indriði að spila Smolarek rangstæðan en Auðun Helgason spilaði hann réttstæðan og eftirleikurinn var auðveldur. Ákaflega klaufalegt og enn eina ferðina hafði íslenska landsliðið fengið á sig þrjú mörk. Það jákvæðasta við leik íslenska liðsins var frammistaða Hannesar Sigurðssonar sem skoraði gott mark, hélt boltanum vel og skilaði honum einnig vel frá sér. Hann sýndi og sannaði í leiknum að hann á skilið fleiri tækifæri með A-liðinu en frammistaða Heiðars Helgusonar í síðustu leikjum hefur ekki verðskuldað sæti í byrjunarliðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Sjá meira