Blanda saman fjárdrætti og lánum 11. október 2005 00:01 „Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór. „Ég geng út frá því að ríkissaksóknari fái nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ segir forsætisráðherrann. Hann kveður það þó ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins því það starfi sjálfstætt. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í kjölfar dómsúrskurðar hæstaréttar. Orð Björns hafa vakið talsverð viðbrögð. Meðal annars telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á því að ráðherra hafi afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Koma verður því skýrt til skila að flokkurinn ætlar ekki að líða það,“ segir Kristinn. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tekur í sama streng og segir það vera óviðeigandi og óþolandi að framkvæmdavaldið hafi með þessum hætti afskipti af málefnum sem eru fyrir í dómstólum. Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóraembættisins, telur Björn hafa rétt fyrir sér að því leyti að lögformlega sé máli ekki lokið enda þótt ákæruliðum hafi verið vísað frá dómi. Hann segir að aðeins séu tvær leiðir til þess að ljúka málum. Annað hvort með bréfi um að ekki sé tilefni til ákæru eða einfaldlega með ákæru sem dómstólar fjalli um. Baugsmálið Innlent Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
„Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór. „Ég geng út frá því að ríkissaksóknari fái nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ segir forsætisráðherrann. Hann kveður það þó ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins því það starfi sjálfstætt. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í kjölfar dómsúrskurðar hæstaréttar. Orð Björns hafa vakið talsverð viðbrögð. Meðal annars telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á því að ráðherra hafi afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Koma verður því skýrt til skila að flokkurinn ætlar ekki að líða það,“ segir Kristinn. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tekur í sama streng og segir það vera óviðeigandi og óþolandi að framkvæmdavaldið hafi með þessum hætti afskipti af málefnum sem eru fyrir í dómstólum. Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóraembættisins, telur Björn hafa rétt fyrir sér að því leyti að lögformlega sé máli ekki lokið enda þótt ákæruliðum hafi verið vísað frá dómi. Hann segir að aðeins séu tvær leiðir til þess að ljúka málum. Annað hvort með bréfi um að ekki sé tilefni til ákæru eða einfaldlega með ákæru sem dómstólar fjalli um.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira