Hrærður og þakklátur 16. október 2005 00:01 Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði. Geir hlaut tæp 95% allra greiddra atkvæða. Í ræðu sem henn hélt eftir að niðurstaðan lá fyrir sagðist hann mjög þakklátur og hrærður fyrir það traust sem honum væri sýnt og kvaðst munu leggja sig allan fram við að rísa undir traustinu. „Ég hef verið lengi í Sjálfstæðisflokknum og veit vel hvað því fylgir gríðarlega mikil ábyrgð að vera formaður hans,“ sagði Geir. Hann fór fögrum orðum um fráfarandi formann og sagði vináttu og samstarf þeirra hafa varað í þrjátíu og fimm ára og það væri ríkulegasta veganesti sitt í þessu starfi. Davíð Oddsson sagðist hrærður og þakklátur yfir hinu glæsilega veganesti sem eftirmaður hans fengi og kvaddi á táknrænan hátt. Hann sagði að vegna þessa gæti hann í bókstaflegri merkingu orðsins horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði, og gekk skömmu síðar af sviði Laugardalshallarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sigraði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, í kosningu um varaformannsembættið. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en Kristján Þór hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Þorgerður sagði í ræðu sinni að hún myndi leggja sig alla fram við að efla og styrkja innra sem ytra starf flokksins en til þess þyrfti hún stuðning allra flokksmanna. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nær öllum greiddum atkvæðum á landsfundi flokksins í dag. Nýr formaður sagðist hrærður og þakklátur en sá gamli gekk á táknrænan hátt af hinu pólitíska sviði. Geir hlaut tæp 95% allra greiddra atkvæða. Í ræðu sem henn hélt eftir að niðurstaðan lá fyrir sagðist hann mjög þakklátur og hrærður fyrir það traust sem honum væri sýnt og kvaðst munu leggja sig allan fram við að rísa undir traustinu. „Ég hef verið lengi í Sjálfstæðisflokknum og veit vel hvað því fylgir gríðarlega mikil ábyrgð að vera formaður hans,“ sagði Geir. Hann fór fögrum orðum um fráfarandi formann og sagði vináttu og samstarf þeirra hafa varað í þrjátíu og fimm ára og það væri ríkulegasta veganesti sitt í þessu starfi. Davíð Oddsson sagðist hrærður og þakklátur yfir hinu glæsilega veganesti sem eftirmaður hans fengi og kvaddi á táknrænan hátt. Hann sagði að vegna þessa gæti hann í bókstaflegri merkingu orðsins horfið glaður og keikur af hinu pólitíska sviði, og gekk skömmu síðar af sviði Laugardalshallarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sigraði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóra á Akureyri, í kosningu um varaformannsembættið. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en Kristján Þór hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Þorgerður sagði í ræðu sinni að hún myndi leggja sig alla fram við að efla og styrkja innra sem ytra starf flokksins en til þess þyrfti hún stuðning allra flokksmanna.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira