Sport

Ferguson tekur ekki við Írum

NordicPhotos/GettyImages
Sir Alex Ferguson brást ókvæða við þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að taka við stöðu landsliðsþjálfara Íra eftir að Brian Kerr hætti með liðið, en haft var eftir Dennis Irvin, fyrrum leikmanni Manchester United, að Ferguson hefði verið í sambandi við írska knattspyrnusambandið um að taka við stöðunni. "Ég veit ekki hvaðan í ósköpunum þessar getgátur verða til," sagði Ferguson. "Ég hef margsinnis sagt að þegar ég hætti hjá Manchester United, muni ég hætta að vinna. Menn virðast gleyma því að Brian Kerr er þjálfari Íra og það er ekki fallega gert að vera að reyna að finna eftirmann hans á meðan hann er enn í starfi," sagði Ferguson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×