Sport

Kári og Sölvi sænskir meistarar ?

Úrslitin í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta þetta tímabilið gætu ráðist ráðist á næstu 2 klukkutímum en nú kl. 17 hófust fjórir síðustu leikir næst síðustu umferðar deildarinnar. Djurgården sem er á toppnum heimsækir Örgryte og getur með sigri nánast gulltryggt sér sænska titilinn. Göteborg sem er í 2. sæti, þremur stigum á eftir heimsækir Hammarby. Djurgården er efst með 49 stig og 27 mörk í plús á meðan Göteborg er með 46 stig og 15 mörk í plús. Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen eru báðir á varamannabekk Djurgården en Jóhann Guðmundsson er í byrjunarliði Örgryte og leikur á miðjunni. Aðrir leikir í sænsku deildinni nú á dagskrá eru Elfsborg - Helsingborg og Landskrona - Sundsvall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×