Sport

Djurgården sænskir meistarar

Hvorki Kári Árnason né Sölvi Ottesen komu við sögu með liði sínu Djurgården sem tryggði sér sænska meistaratitilinn í knattpspyrnu í kvöld þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Örgryte í næst síðustu umferð úrvalsdeildarinnar. Kári og Sölvi sátu á varamannabekknum allan leikinn. Jóhann Guðmundsson var í byrjunarliði Örgryte en var skipt út af á 72. mínútu eftir að hafa fengið gult spjald. Djurgården er efst í deildinni með 50 stig eftir leiki kvöldsins og er með 4 stiga forskot fyrir lokaumferðina á Gautaborg sem tapaði í kvöld á dramatískan hátt fyrir Hammarby, 3-2. Gautaborg var eina liðið sem gat náð Djurgården að stigum og var 2-1 yfir gegn Hammarby þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Hammarby skoraði svo tvö mörk í lokin sem urðu til þess að Kári, Sölvi og félagar í Djurgården hampa titlinum í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×