Sport

Verða að sætta sig við fallbaráttu

Phil Neville, leikmaður Everton, segir að leikmenn liðsins verði nú að sætta sig við það að liðið sé í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni, því þrátt fyrir að allir hafi beðið eftir að liðið rétti úr kútnum og færi að vinna, hefur það enn ekki gerst. Everton hefur tapað sex leikjum í röð og er á botni deildarinnar, eftir vægast sagt skelfilega byrjun í deild og Evrópukeppni í haust. "Það þýðir ekkert að halda því fram að liðið sé of sterkt til að vera í fallbaráttu og halda að það bjargi okkur. Við verðum að einbeita okkur að því að halda í við liðin sem eru í sætunum fyyrir ofan okkur, því þegar tímabilið líður undir lok, viljum við ekki vera í baráttunni hérna á botninum," sagði Neville, sem hefur aldrei lent í öðru eins á sínum ferli, enda verið leikmaður Manchester United þangað til í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×