Réðst á lögregumenn með hnífi 23. október 2005 17:57 Málflutningi í máli Steindórs Einarssonar, sem meðal annars er sakaður um sérlega hættulega líkamsárás á tvo lögregluþjóna í júní í fyrra og endur-teknar líflátshótanir í garð barnsmóður sinnar, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í júní í fyrra réðst Steindór á tvo lögregluþjóna með hnífi þegar þeir voru kallaðir til vegna þess að Steindór hafði framið spjöll á eignum fyrrverandi tengdafólks síns og barnsmóður sinnar. Steindór er sakaður um að hafa kastað steini gegnum rúðu á húsi tengdafólks síns og rispað bíl þess. Þá er Steindór sakaður um að hafa lagt til annars lögregluþjónsins sem mætti á staðinn, með hnífi í nárastað með þeim afleiðingum að gat kom á buxur og nærföt. Lögreglumennirnir sluppu ómeiddir. Steindór er sagður hafa með árásinni stofnað lífi og heilsu lögreglumannsins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Þá er Steindór ákærður fyrir tvær líflátshótanir, þar af aðra á hendur barnsmóður sinni, og eina hótun um ofbeldi. Hótanirnar voru sendar ýmist bréfleiðis eða með SMS-skilaboðum úr farsíma Steindórs. Líflátshótunin sem Steindór sendi barnsmóður sinni með SMS-skilabðum var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Hæ X ef ad tú leyfir mér ekki ad sjá X og X aftur dá skal ég skjóta tig í hausinn 2 eda 3 desember og dá ertu daud og ég líka og dá eiga X og X ekki pabba eða mömmu bæ bæ." Hina líflátshótunina sendi Steindór í ódagsettu bréfi sem sett var inn um bréfalúgu hjá foreldrum barnsmóður Steindórs. Hún var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Ef að X hringir ekki í mig næsta föstudag þá ert þú dauður hringdu í X og talaðu við hann ég á kúbein og klippur og haglabyrsu ég nota þettað næstu helgi ef að X hringir ekki á föstudag þitt er valið..." Steindór neitar sök. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Málflutningi í máli Steindórs Einarssonar, sem meðal annars er sakaður um sérlega hættulega líkamsárás á tvo lögregluþjóna í júní í fyrra og endur-teknar líflátshótanir í garð barnsmóður sinnar, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í júní í fyrra réðst Steindór á tvo lögregluþjóna með hnífi þegar þeir voru kallaðir til vegna þess að Steindór hafði framið spjöll á eignum fyrrverandi tengdafólks síns og barnsmóður sinnar. Steindór er sakaður um að hafa kastað steini gegnum rúðu á húsi tengdafólks síns og rispað bíl þess. Þá er Steindór sakaður um að hafa lagt til annars lögregluþjónsins sem mætti á staðinn, með hnífi í nárastað með þeim afleiðingum að gat kom á buxur og nærföt. Lögreglumennirnir sluppu ómeiddir. Steindór er sagður hafa með árásinni stofnað lífi og heilsu lögreglumannsins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Þá er Steindór ákærður fyrir tvær líflátshótanir, þar af aðra á hendur barnsmóður sinni, og eina hótun um ofbeldi. Hótanirnar voru sendar ýmist bréfleiðis eða með SMS-skilaboðum úr farsíma Steindórs. Líflátshótunin sem Steindór sendi barnsmóður sinni með SMS-skilabðum var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Hæ X ef ad tú leyfir mér ekki ad sjá X og X aftur dá skal ég skjóta tig í hausinn 2 eda 3 desember og dá ertu daud og ég líka og dá eiga X og X ekki pabba eða mömmu bæ bæ." Hina líflátshótunina sendi Steindór í ódagsettu bréfi sem sett var inn um bréfalúgu hjá foreldrum barnsmóður Steindórs. Hún var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Ef að X hringir ekki í mig næsta föstudag þá ert þú dauður hringdu í X og talaðu við hann ég á kúbein og klippur og haglabyrsu ég nota þettað næstu helgi ef að X hringir ekki á föstudag þitt er valið..." Steindór neitar sök.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira