200 milljónir fram úr heimildum 20. október 2005 00:01 „Það hefur orðið töluverð aukning í sérfræðiþjónustu á þessu ári," segir Kristján. „Að mestu leyti er verið að sinna fleiri sjúklingum. Mest er aukningin hjá hjartasérfræðingum, um 25 prósent. Heildaraukning í sérgreinunum nemur átta prósentum. Þetta er þróun sem hvorugur samningsaðila sá fyrir. Það er verið að veita meiri þjónustu en ráð var fyrir gert." Kristján segir að fullur skilningur ríki milli samninganefnda TR og lækna á þeirri stöðu sem upp sé komin. Nú sé verið að -greina- af hverju svo mikil eftirspurn sé eftir þjónustu hinna ýmsu sérgreina. Í vetur hafi til að mynda verið mjög mikil aukning hjá barnalæknum þegar bæði inflúensa og RS-vírus hefðu lagst á landsmenn. „En aukningin nú er í öllum sérgreinum og það stefnir í að áttatíu prósent lækna sem eru á samningi hjá TR fari yfir einingakvótann, mismikið þó," segir Kristján og kveður samninganefndir lækna og TR hafa fundað stíft undanfarnar vikur vegna þessarar stöðu. „Það gerist ekki í ríkisrekstri að hægt sé umsvifalaust að sækja peninga af því að menn vilji auka þjónustu sína. Á hinn bóginn teljum við að það sé afar erfitt að draga úr þjónustu, þannig að þarna er verið að takast á við erfið álitamál. Fyrst og fremst er verið að greina hvar og hvers vegna aukningin verði. Þar er verið að spá fyrir um það sem eftir er af árinu og þá miðað við sama árshluta í fyrra." Á yfirstandandi ári gerir samningurinn ráð fyrir samtals 11.336.000 einingum sem hver er metin á 214 krónur. Heildarupphæð samnings TR og sérfræðilækna er því ríflega 2,4 milljarðar króna. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, fara um 200 milljónir króna fram úr fjárheimildum gildandi samnings, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Það hefur orðið töluverð aukning í sérfræðiþjónustu á þessu ári," segir Kristján. „Að mestu leyti er verið að sinna fleiri sjúklingum. Mest er aukningin hjá hjartasérfræðingum, um 25 prósent. Heildaraukning í sérgreinunum nemur átta prósentum. Þetta er þróun sem hvorugur samningsaðila sá fyrir. Það er verið að veita meiri þjónustu en ráð var fyrir gert." Kristján segir að fullur skilningur ríki milli samninganefnda TR og lækna á þeirri stöðu sem upp sé komin. Nú sé verið að -greina- af hverju svo mikil eftirspurn sé eftir þjónustu hinna ýmsu sérgreina. Í vetur hafi til að mynda verið mjög mikil aukning hjá barnalæknum þegar bæði inflúensa og RS-vírus hefðu lagst á landsmenn. „En aukningin nú er í öllum sérgreinum og það stefnir í að áttatíu prósent lækna sem eru á samningi hjá TR fari yfir einingakvótann, mismikið þó," segir Kristján og kveður samninganefndir lækna og TR hafa fundað stíft undanfarnar vikur vegna þessarar stöðu. „Það gerist ekki í ríkisrekstri að hægt sé umsvifalaust að sækja peninga af því að menn vilji auka þjónustu sína. Á hinn bóginn teljum við að það sé afar erfitt að draga úr þjónustu, þannig að þarna er verið að takast á við erfið álitamál. Fyrst og fremst er verið að greina hvar og hvers vegna aukningin verði. Þar er verið að spá fyrir um það sem eftir er af árinu og þá miðað við sama árshluta í fyrra." Á yfirstandandi ári gerir samningurinn ráð fyrir samtals 11.336.000 einingum sem hver er metin á 214 krónur. Heildarupphæð samnings TR og sérfræðilækna er því ríflega 2,4 milljarðar króna. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, fara um 200 milljónir króna fram úr fjárheimildum gildandi samnings, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira