Erfitt að tjá sig ekki 21. október 2005 00:01 Ráðherrar eru pólitískir og þeir hafa ákveðin stefnumál og gegna ákveðnu hlutverki. Það er erfitt fyrir þá að tjá sig ekki um málefni líðandi stundar," segir Sigurður Tómas Magnússon. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra setti í gær Sigurð sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Sigurður er lögfræðingur og hefur frá árinu 1996 til dagsins í dag verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig gegnt embætti formanns dómstólaráðs. Sigurður segist hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunni að hafa verið vanhæfur þegar hann útnefndi hann sem sérstakan saksóknara. „Ég hef ekki séð neitt ennþá sem mér hefur fundist benda í þá áttina að dómsmálaráðherra sé vanhæfur," segir Sigurður. Hann bendir á að vanhæfi sé snúið fyrirbæri eins og Páll Hreinsson, lagadósent við Háskóla Íslands, hefur bent á. Það muni koma í hlut dómstóla að skera endanlega úr um þess háttar vafamál. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, vill lítið tjá sig um málið en undrast afstöðu dómsmálaráðherra. „Það kemur á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skyldi telja sig hæfan til að setja nýjan saksóknara í málinu." Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu á dögunum, en að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra ætlaði hann að taka til meðferðar þær 32 ákærur sem undirréttur og Hæstiréttur höfðu vísað frá dómi. Að athuguðu máli taldi Bogi að fyrir gætu legið vanhæfisástæður og því sagði hann sig frá málinu. Sigurður vill fara varlega í að segja til um hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu. „Það er búið að taka þrjú ár að rannsaka þetta mál og maður stekkur ekki alveg inn í svona verkefni enda þótt ég hefjist handa strax eftir helgina. Mér þætti verra ef þessu verður ekki lokið í febrúar á næsta ári," segir Sigurður. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Ráðherrar eru pólitískir og þeir hafa ákveðin stefnumál og gegna ákveðnu hlutverki. Það er erfitt fyrir þá að tjá sig ekki um málefni líðandi stundar," segir Sigurður Tómas Magnússon. Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra setti í gær Sigurð sem sérstakan saksóknara í Baugsmálinu. Sigurður er lögfræðingur og hefur frá árinu 1996 til dagsins í dag verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig gegnt embætti formanns dómstólaráðs. Sigurður segist hafa velt því fyrir sér hvort Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kunni að hafa verið vanhæfur þegar hann útnefndi hann sem sérstakan saksóknara. „Ég hef ekki séð neitt ennþá sem mér hefur fundist benda í þá áttina að dómsmálaráðherra sé vanhæfur," segir Sigurður. Hann bendir á að vanhæfi sé snúið fyrirbæri eins og Páll Hreinsson, lagadósent við Háskóla Íslands, hefur bent á. Það muni koma í hlut dómstóla að skera endanlega úr um þess háttar vafamál. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, vill lítið tjá sig um málið en undrast afstöðu dómsmálaráðherra. „Það kemur á óvart að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skyldi telja sig hæfan til að setja nýjan saksóknara í málinu." Bogi Nilsson ríkissaksóknari sagði sig frá málinu á dögunum, en að höfðu samráði við ríkislögreglustjóra ætlaði hann að taka til meðferðar þær 32 ákærur sem undirréttur og Hæstiréttur höfðu vísað frá dómi. Að athuguðu máli taldi Bogi að fyrir gætu legið vanhæfisástæður og því sagði hann sig frá málinu. Sigurður vill fara varlega í að segja til um hvenær vænta megi niðurstöðu í málinu. „Það er búið að taka þrjú ár að rannsaka þetta mál og maður stekkur ekki alveg inn í svona verkefni enda þótt ég hefjist handa strax eftir helgina. Mér þætti verra ef þessu verður ekki lokið í febrúar á næsta ári," segir Sigurður.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira