Sport

Dómarar fylgjandi nýrri tækni

NordicPhotos/GettyImages

Dómarar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru sagðir á einu máli um að taka í gagnið nýja tækni til að úrskurða um hvort boltinn fer yfir marklínu, eftir að enn eitt vafaatvikið leit dagsins ljós í leikjum helgarinnar.

Yfirmaður dómara í úrvalsdeidlinni, Keith Hackett, telur að tækni þessi geti hjálpað dómurum mikið. "Ég væri persónulega fylgjandi því að láta reyna á þessa tækni og mér hefur fundist menn á einu máli um að taka eigi þessa tækni upp ef hún kemur að gagni. FIFA er á fullu í að prófa þessa tækni um þessar mundir og ég á von á því að þetta verði tekið í gagnið fyrr en síðar," sagði Hackett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×