Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu 26. október 2005 06:30 Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lögmæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæðum þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness, Afl - starfsgreinafélag Austurlands, Félag byggingamanna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnuleyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. "Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu," segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. "Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtækið sé íslenskt. "Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfsmannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja." Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. "Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur," segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. "Frá Evrópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmannaleigur flokkist undir þjónustustarfsemi í skilningi Evrópuréttarins." Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólöglegt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutningum og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. "Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga." Fréttir Innlent Kjaramál Lög og regla Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lögmæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæðum þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness, Afl - starfsgreinafélag Austurlands, Félag byggingamanna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnuleyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. "Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu," segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. "Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtækið sé íslenskt. "Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfsmannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja." Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. "Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur," segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. "Frá Evrópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmannaleigur flokkist undir þjónustustarfsemi í skilningi Evrópuréttarins." Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólöglegt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutningum og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. "Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga."
Fréttir Innlent Kjaramál Lög og regla Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira