Verkalýðsfélög kæra starfsmannaleigu 26. október 2005 06:30 Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lögmæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæðum þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness, Afl - starfsgreinafélag Austurlands, Félag byggingamanna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnuleyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. "Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu," segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. "Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtækið sé íslenskt. "Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfsmannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja." Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. "Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur," segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. "Frá Evrópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmannaleigur flokkist undir þjónustustarfsemi í skilningi Evrópuréttarins." Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólöglegt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutningum og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. "Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga." Fréttir Innlent Kjaramál Lög og regla Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Fimm stéttarfélög innan Samiðnar sendu í gær kærur til lögmanna í umdæmi sínu þar sem þess er krafist að kannað verði lögmæti þess að starfsmenn á vegum fyrirtækisins 2B ehf. á félagssvæðum þeirra hafi rétt til starfa hér á landi. Forsvarsmenn stéttarfélaganna telja að leigan sé brotleg við lög um réttarstöðu starfsmanna sem starfa hér tímabundið á vegum erlendra fyrirtækja. Félögin sem kærðu eru Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness, Afl - starfsgreinafélag Austurlands, Félag byggingamanna í Eyjafirði og Eining. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir virðast sem starfsmannaleigan 2B, vegna þess að hún sé íslensk, hafi ekki leyfi til reksturs hér á landi. Hann segir að í lögum um erlenda verkamenn, númer 54 frá 2001, sé kveðið á um að til að fá hér atvinnuleyfi þurfi starfsmennirnir að sækja þjónustuna frá útlöndum. "Þannig að allir þessir starfsmenn 2B, vítt og breitt um landið, eru ekkert með atvinnuleyfi og ólöglegir í landinu," segir hann og kveðst hafa fengið staðfest bæði hjá Vinnumálastofnun og Útlendingastofnun að ekki hafi verið gefin út nein atvinnuleyfi hér í nafni 2B. Vilhjálmur segir tíu starfa hjá Ístaki á Grundartanga á vegum 2B, átján á Kárahnjúkum og svo séu erlendir verkamenn frá leigunni við störf víðar um land. "Í heildina gæti ég trúað að á vegum leigunnar séu hér 40 til 60 manns. En þetta eru Pólverjar og því þarf klárlega að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá." Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður 2B, segir fráleitt að starfsemi fyrirtækisins geti verið ólögleg hér fyrir þær sakir að fyrirtækið sé íslenskt. "Þar fyrir utan var starfsemin nú kynnt bæði fyrir ASÍ og Vinnumálastofnun áður en hún fór af stað án þess að hósti né stuna heyrðist um að íslensk starfsmannaleiga mætti ekki koma hér með Pólverja." Þá segir hann að nýlegur dómur Héraðsdóms Austurlands í máli GT-verktaka sýni að ekki þurfi atvinnuleyfi fyrir útlendinga sem hér starfi í þrjá mánuði eða skemur. "Starfsmenn 2B koma bara hingað í þrjá mánuði og fara svo aftur," segir hann og bendir einnig á Evrópureglur um frjálst flæði og þjónustu. "Frá Evrópudómstólnum liggur fyrir skýrt dómafordæmi um að starfsmannaleigur flokkist undir þjónustustarfsemi í skilningi Evrópuréttarins." Þá segir Sveinn Andri að engum hafi tekist að benda á nokkuð ólöglegt hjá 2B, enda sé fyrirtækinu heimilt að rukka verkamenn um útlagðan kostnað tengdan flutningum og uppihaldi og fyrir þjónustu á borð við þýðingar á skírteinum og annað slíkt. "Það er bara verið reyna að hræða íslensk fyrirtæki frá því að ráða til sín útlendinga."
Fréttir Innlent Kjaramál Lög og regla Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira